Afsögn Flynn ekki endirinn á vandræðunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2017 18:30 Michael Flynn. Vísir/AFP Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafi Donald Trump, vissi að hann þurfti að segja af sér eftir að í ljós kom að hann hafði afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Demókratar kalla eftir ítarlegri rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi. Flynn er sagður hafa rætt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi, áður en Trump tók við embætti.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun hafa bent starfsmönnum Hvíta hússins á ósamræmi á milli frásagna embættismanna af símtölunum og þess sem leyniþjónustur vissu, þar sem minnst eitt símtalið var hlerað. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það reglulega gert varðandi símtöl við erlenda erindreka sem staðsettir eru í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum fjölmiðla úti bað Donald Trump Flynn um að segja af sér. Kellyanne Conway, einn æðsti ráðgjafi Trump, segir að Flynn hafi áttað sig á því að hann hafi orðið of umdeildur. Í gær sagði hún þó að Trump bæri fullt traust til Flynn. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, segir að Trump hafi vitað af ósamræminu í sögu Flynn frá því í síðasta mánuði. Háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins segja ákvörðun Trump að biðja Flynn um að segja af sér hafa verið rétta.Rússneskir þingmenn koma Flynn til varnar Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur ekki viljað tjá sig um málið og segir það innanríkismál Bandaríkjanna. Það komi Rússum ekki við. Rússneskir þingmenn hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Samkvæmt BBC segir einn þeirra að Flynn hafi verið neyddur til að segja af sér. Ekki vegna mistaka sinna heldur vegna árásargjarnar áætlunar og að Trump verði næsta skotmarkið. Formaður utanríkismálanefndar Rússlands sagði að uppsögn Flynn lýsti ekki einungis ofsóknaræði, heldur einhverju sem væri enn verra. Hann sagði að annað hvort hefði Trump ekki „öðlast nægjanlegt sjálfstæði“ eða hann hefði verið þvingaður út í horn. Annar möguleiki væri að ríkisstjórn Trump væri full af Rússahöturum. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti nú fyrir skömmu að Trump hefði beðið Flynn um að segja af sér."@POTUS was very concerned that General Flynn had misled @VP and others." - @PressSec says President Trump asked Flynn to resign pic.twitter.com/Qt91EWrmBw— Fox News (@FoxNews) February 14, 2017 Donald Trump Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafi Donald Trump, vissi að hann þurfti að segja af sér eftir að í ljós kom að hann hafði afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Demókratar kalla eftir ítarlegri rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi. Flynn er sagður hafa rætt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi, áður en Trump tók við embætti.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun hafa bent starfsmönnum Hvíta hússins á ósamræmi á milli frásagna embættismanna af símtölunum og þess sem leyniþjónustur vissu, þar sem minnst eitt símtalið var hlerað. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það reglulega gert varðandi símtöl við erlenda erindreka sem staðsettir eru í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum fjölmiðla úti bað Donald Trump Flynn um að segja af sér. Kellyanne Conway, einn æðsti ráðgjafi Trump, segir að Flynn hafi áttað sig á því að hann hafi orðið of umdeildur. Í gær sagði hún þó að Trump bæri fullt traust til Flynn. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, segir að Trump hafi vitað af ósamræminu í sögu Flynn frá því í síðasta mánuði. Háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins segja ákvörðun Trump að biðja Flynn um að segja af sér hafa verið rétta.Rússneskir þingmenn koma Flynn til varnar Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur ekki viljað tjá sig um málið og segir það innanríkismál Bandaríkjanna. Það komi Rússum ekki við. Rússneskir þingmenn hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Samkvæmt BBC segir einn þeirra að Flynn hafi verið neyddur til að segja af sér. Ekki vegna mistaka sinna heldur vegna árásargjarnar áætlunar og að Trump verði næsta skotmarkið. Formaður utanríkismálanefndar Rússlands sagði að uppsögn Flynn lýsti ekki einungis ofsóknaræði, heldur einhverju sem væri enn verra. Hann sagði að annað hvort hefði Trump ekki „öðlast nægjanlegt sjálfstæði“ eða hann hefði verið þvingaður út í horn. Annar möguleiki væri að ríkisstjórn Trump væri full af Rússahöturum. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti nú fyrir skömmu að Trump hefði beðið Flynn um að segja af sér."@POTUS was very concerned that General Flynn had misled @VP and others." - @PressSec says President Trump asked Flynn to resign pic.twitter.com/Qt91EWrmBw— Fox News (@FoxNews) February 14, 2017
Donald Trump Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira