Vilja létta aftur á byssulöggjöfinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2017 20:00 Samkvæmt AP fréttaveitunni komu lög Obama í veg fyrir að um 75 þúsund manns gætu keypt sér skotvopn. Vísir/Getty Öldungadeild Bandaríkjaþings, undir forystu Repúblikanaflokksins, hefur kosið að fella úr gildi lög Barack Obama sem komu í veg fyrir að fólk sem er á örorku vegna geðrænna vandamála og þarf annan aðila til að sjá um fjármál sín gætu keypt byssur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þarf þó að skrifa undir frumvarpið áður en reglan fellur opinberlega úr gildi. Lögin voru samin eftir fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hinn 20 ára gamli Adam Lanza skaut móður sína til bana og fór í Sandy Hook skólann og skaut þar tuttugu unga nemendur og sex starfsmenn áður en hann skaut sig til bana.Lanza átti við ýmis geðræn vandamál að stríða. Samkvæmt AP fréttaveitunni komu lög Obama í veg fyrir að um 75 þúsund manns gætu keypt sér skotvopn. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Associtation, og ýmis réttindasamtök fólks með geðræn vandamál voru mjög mótfallin lögunum og hafa hvatt þingmenn til að fella lögin úr gildi. Þingmaðurinn Charles Grassley leiddi átakið fyrir breytingunum, en hann segir þau hafa brotið gegn stjórnarskrárvörðum rétti fólks til að eiga vopn. Þá væru ýmissar tegundir geðrænna vandamála sem heyrðu undir lögin, sem ættu ekki að koma í veg fyrir að fólk gæti keypt byssur. Þingmaðurinn Chris Murphy frá Connecticut, þar sem Sandy Hook fjöldamorðið fór fram, segir AP að hann viti ekki hvernig hann eigi að útskýra fyrir íbúum ríkisins að þingmenn séu að gera fólki sem glímir við alvarleg geðræn vandamál auðveldara, en ekki erfiðara, að koma höndunum yfir skotvopn. Donald Trump Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings, undir forystu Repúblikanaflokksins, hefur kosið að fella úr gildi lög Barack Obama sem komu í veg fyrir að fólk sem er á örorku vegna geðrænna vandamála og þarf annan aðila til að sjá um fjármál sín gætu keypt byssur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þarf þó að skrifa undir frumvarpið áður en reglan fellur opinberlega úr gildi. Lögin voru samin eftir fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hinn 20 ára gamli Adam Lanza skaut móður sína til bana og fór í Sandy Hook skólann og skaut þar tuttugu unga nemendur og sex starfsmenn áður en hann skaut sig til bana.Lanza átti við ýmis geðræn vandamál að stríða. Samkvæmt AP fréttaveitunni komu lög Obama í veg fyrir að um 75 þúsund manns gætu keypt sér skotvopn. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Associtation, og ýmis réttindasamtök fólks með geðræn vandamál voru mjög mótfallin lögunum og hafa hvatt þingmenn til að fella lögin úr gildi. Þingmaðurinn Charles Grassley leiddi átakið fyrir breytingunum, en hann segir þau hafa brotið gegn stjórnarskrárvörðum rétti fólks til að eiga vopn. Þá væru ýmissar tegundir geðrænna vandamála sem heyrðu undir lögin, sem ættu ekki að koma í veg fyrir að fólk gæti keypt byssur. Þingmaðurinn Chris Murphy frá Connecticut, þar sem Sandy Hook fjöldamorðið fór fram, segir AP að hann viti ekki hvernig hann eigi að útskýra fyrir íbúum ríkisins að þingmenn séu að gera fólki sem glímir við alvarleg geðræn vandamál auðveldara, en ekki erfiðara, að koma höndunum yfir skotvopn.
Donald Trump Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira