Vilja létta aftur á byssulöggjöfinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2017 20:00 Samkvæmt AP fréttaveitunni komu lög Obama í veg fyrir að um 75 þúsund manns gætu keypt sér skotvopn. Vísir/Getty Öldungadeild Bandaríkjaþings, undir forystu Repúblikanaflokksins, hefur kosið að fella úr gildi lög Barack Obama sem komu í veg fyrir að fólk sem er á örorku vegna geðrænna vandamála og þarf annan aðila til að sjá um fjármál sín gætu keypt byssur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þarf þó að skrifa undir frumvarpið áður en reglan fellur opinberlega úr gildi. Lögin voru samin eftir fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hinn 20 ára gamli Adam Lanza skaut móður sína til bana og fór í Sandy Hook skólann og skaut þar tuttugu unga nemendur og sex starfsmenn áður en hann skaut sig til bana.Lanza átti við ýmis geðræn vandamál að stríða. Samkvæmt AP fréttaveitunni komu lög Obama í veg fyrir að um 75 þúsund manns gætu keypt sér skotvopn. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Associtation, og ýmis réttindasamtök fólks með geðræn vandamál voru mjög mótfallin lögunum og hafa hvatt þingmenn til að fella lögin úr gildi. Þingmaðurinn Charles Grassley leiddi átakið fyrir breytingunum, en hann segir þau hafa brotið gegn stjórnarskrárvörðum rétti fólks til að eiga vopn. Þá væru ýmissar tegundir geðrænna vandamála sem heyrðu undir lögin, sem ættu ekki að koma í veg fyrir að fólk gæti keypt byssur. Þingmaðurinn Chris Murphy frá Connecticut, þar sem Sandy Hook fjöldamorðið fór fram, segir AP að hann viti ekki hvernig hann eigi að útskýra fyrir íbúum ríkisins að þingmenn séu að gera fólki sem glímir við alvarleg geðræn vandamál auðveldara, en ekki erfiðara, að koma höndunum yfir skotvopn. Donald Trump Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings, undir forystu Repúblikanaflokksins, hefur kosið að fella úr gildi lög Barack Obama sem komu í veg fyrir að fólk sem er á örorku vegna geðrænna vandamála og þarf annan aðila til að sjá um fjármál sín gætu keypt byssur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þarf þó að skrifa undir frumvarpið áður en reglan fellur opinberlega úr gildi. Lögin voru samin eftir fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hinn 20 ára gamli Adam Lanza skaut móður sína til bana og fór í Sandy Hook skólann og skaut þar tuttugu unga nemendur og sex starfsmenn áður en hann skaut sig til bana.Lanza átti við ýmis geðræn vandamál að stríða. Samkvæmt AP fréttaveitunni komu lög Obama í veg fyrir að um 75 þúsund manns gætu keypt sér skotvopn. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Associtation, og ýmis réttindasamtök fólks með geðræn vandamál voru mjög mótfallin lögunum og hafa hvatt þingmenn til að fella lögin úr gildi. Þingmaðurinn Charles Grassley leiddi átakið fyrir breytingunum, en hann segir þau hafa brotið gegn stjórnarskrárvörðum rétti fólks til að eiga vopn. Þá væru ýmissar tegundir geðrænna vandamála sem heyrðu undir lögin, sem ættu ekki að koma í veg fyrir að fólk gæti keypt byssur. Þingmaðurinn Chris Murphy frá Connecticut, þar sem Sandy Hook fjöldamorðið fór fram, segir AP að hann viti ekki hvernig hann eigi að útskýra fyrir íbúum ríkisins að þingmenn séu að gera fólki sem glímir við alvarleg geðræn vandamál auðveldara, en ekki erfiðara, að koma höndunum yfir skotvopn.
Donald Trump Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira