Trump ýjar að því að fjölmiðlar hylmi yfir hryðjuverkaárásir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 23:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. vísir/epa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í ræðu sem hann hélt fyrir leiðtoga í bandaríska hernum í dag að fjölmiðlar væru vísvitandi að hylma yfir hryðjuverkaárásir með því að segja ekki frá þeim. „Þið hafið séð hvað gerðist í París og Nice. Þetta er að gerast úti um allt í Evrópu og þetta er komið á þann stað að það er ekki einu sinni verið að segja frá því. Í mörgum tilfellum vilja þessir rosalega óheiðarlegu fjölmiðlar ekki segja frá því. Þeir hafa sínar ástæður og þið skiljið þær,“ sagði Trump í ræðu sinni í dag. Í umfjöllun um málið á vef The Washington Post segir að það sé vissulega svo að ekki er fjallað um allar hryðjuverkaárásir sem eiga sér stað í heiminum í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Það hafi hins vegar ekkert með það að gera að hylma yfir árásir vísvitandi heldur sé um að ræða ritstjórnarlegar ákvarðanir hverju sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump, eða ráðgjafar úr hans herbúðum, gagnrýnir fjölmiðla í stuttri forsetatíð sinni en hann tók við embætti þann 20. janúar síðastliðinn. Þannig líkti Steve Bannon, helsti ráðgjafi Trump, fjölmiðlum við stjórnarandstöðu á dögunum og sagði að þeir ættu að þegja og hlusta enda skildu þeir ekki þjóðina. Bannon hafði skömmu eftir innsetningarathöfn Trump sakað fjölmiðla um lygar varðandi það hversu margir komu og fylgdust með innsetningunni. Í sömu viku höfðu fjölmiðlar aftur á móti sett spurningamerki við fullyrðingar forsetans þess efnis að fjöldi atkvæða í forsetakosningunum í nóvember hafi verið ólögleg. Donald Trump Tengdar fréttir Hóflega pólitísk Lady Gaga: Dönsum bara og allt verður í lagi Frelsi, samstaða og jafnrétti voru aðalboðskapur hófstilltrar Lady Gaga á Super Bowl í nótt. 6. febrúar 2017 10:00 Vill ekki að Donald Trump ávarpi breska þingið John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, vill ekki að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fái að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu. 6. febrúar 2017 20:30 Sanders segir Trump vera „svikahrapp“ "Hann er góður sjónvarpsmaður. Ég held hins vegar að hann muni svíkja út miðstéttina og verkamenn í Bandaríkjunum.“ 6. febrúar 2017 16:48 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í ræðu sem hann hélt fyrir leiðtoga í bandaríska hernum í dag að fjölmiðlar væru vísvitandi að hylma yfir hryðjuverkaárásir með því að segja ekki frá þeim. „Þið hafið séð hvað gerðist í París og Nice. Þetta er að gerast úti um allt í Evrópu og þetta er komið á þann stað að það er ekki einu sinni verið að segja frá því. Í mörgum tilfellum vilja þessir rosalega óheiðarlegu fjölmiðlar ekki segja frá því. Þeir hafa sínar ástæður og þið skiljið þær,“ sagði Trump í ræðu sinni í dag. Í umfjöllun um málið á vef The Washington Post segir að það sé vissulega svo að ekki er fjallað um allar hryðjuverkaárásir sem eiga sér stað í heiminum í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Það hafi hins vegar ekkert með það að gera að hylma yfir árásir vísvitandi heldur sé um að ræða ritstjórnarlegar ákvarðanir hverju sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump, eða ráðgjafar úr hans herbúðum, gagnrýnir fjölmiðla í stuttri forsetatíð sinni en hann tók við embætti þann 20. janúar síðastliðinn. Þannig líkti Steve Bannon, helsti ráðgjafi Trump, fjölmiðlum við stjórnarandstöðu á dögunum og sagði að þeir ættu að þegja og hlusta enda skildu þeir ekki þjóðina. Bannon hafði skömmu eftir innsetningarathöfn Trump sakað fjölmiðla um lygar varðandi það hversu margir komu og fylgdust með innsetningunni. Í sömu viku höfðu fjölmiðlar aftur á móti sett spurningamerki við fullyrðingar forsetans þess efnis að fjöldi atkvæða í forsetakosningunum í nóvember hafi verið ólögleg.
Donald Trump Tengdar fréttir Hóflega pólitísk Lady Gaga: Dönsum bara og allt verður í lagi Frelsi, samstaða og jafnrétti voru aðalboðskapur hófstilltrar Lady Gaga á Super Bowl í nótt. 6. febrúar 2017 10:00 Vill ekki að Donald Trump ávarpi breska þingið John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, vill ekki að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fái að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu. 6. febrúar 2017 20:30 Sanders segir Trump vera „svikahrapp“ "Hann er góður sjónvarpsmaður. Ég held hins vegar að hann muni svíkja út miðstéttina og verkamenn í Bandaríkjunum.“ 6. febrúar 2017 16:48 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Hóflega pólitísk Lady Gaga: Dönsum bara og allt verður í lagi Frelsi, samstaða og jafnrétti voru aðalboðskapur hófstilltrar Lady Gaga á Super Bowl í nótt. 6. febrúar 2017 10:00
Vill ekki að Donald Trump ávarpi breska þingið John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, vill ekki að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fái að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu. 6. febrúar 2017 20:30
Sanders segir Trump vera „svikahrapp“ "Hann er góður sjónvarpsmaður. Ég held hins vegar að hann muni svíkja út miðstéttina og verkamenn í Bandaríkjunum.“ 6. febrúar 2017 16:48