Sky Sports: Gylfi fær ekki fyrirsagnirnar en er líklega vanmetnastur í deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. febrúar 2017 10:45 Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að koma með beinum hætti að ríflega helmingi marka Swansea. vísir/getty „Swansea er hættulega nálægt fallsvæðinu en stjarna Gylfa Sigurðssonar skín skært þrátt fyrir mótlætið. Á miðjumaðurinn meiri viðurkenningu skilið?“Svona hefst úttekt enska fréttamannsins og fótboltasérfræðingsins Nick Wright um Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi er maðurinn sem heldur Swansea á floti og er sagður í úttektinni vera mögulega sá vanmetnasti í allri úrvalsdeildinni.Sjá einnig:Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór Gylfi Þór skoraði í þriðja leiknum í röð um síðustu helgi þegar Swansea tapaði á móti Manchester City, 2-1. Hann var í tveimur leikjum á undan búinn að skora sigurmark en í heildina hefur hann komið að fimmtán mörkum með beinum hætti (8 mörk, 7 stoðsendingar) fyrir Swansea á tímabilinu.Hann er í sjöunda sæti á listanum yfir þá sem hafa skapað flest mörk í deildinni á eftir framherjum eins og Diego Costa og Zlatan Ibrahimovic en Gylfi Þór er efstur miðjumanna á þessum lista. Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni hefur búið til fleiri mörk en Gylfi. Næstir á eftir honum koma Adam Lallana hjá Liverpool og Tottenham-mennirnir Christian Eriksen og Dele Alli.Sjá einnig:Gylfi: Aldrei minn vilji að fara „Í miðri fallbaráttu og undir stjórn þriggja knattspyrnustjóra er Gylfi Þór búinn að skora tvöfalt fleiri mörk en Kevin De Bruyne og gefa tvöfalt fleiri stoðsendingar en Eden Hazard. Það er erfitt að fá sömu viðurkenningu og þannig leikmenn þegar þú spilar fyrir lið í fallbaráttu en fáir leikmenn eru jafn mikilvægir sínum liðum,“ segir í úttektinni. Gylfi Þór er í öðru sæti yfir mörk skoruð fyrir utan teig í úrvalsdeildinni frá upphafi leiktíðar 2014/2015 með níu stykki. Christian Eriksen er á toppnum með tíu en Gylfi var óheppinn að skora ekki beint úr aukaspyrnu á móti City um helgina.Er Pep að reyna að fá Gylfa Þór?vísir/getty„Það er engin furða að Paul Clement líki honum við Frank Lampard. Stjóri Swansea hefur eytt drjúgum hluta ferilsins hjá stórum félögum eins og Chelsea, PSG, Real Madrid og Bayern og í síðustu viku sagði hann að þessi 27 ára gamli leikmaður gæti spilað með þeim öllum,“ segir í úttektinni um Gylfa.Sjá einnig:Gylfi skoraði í sjötta mánuðinum í röð Hafnfirðingurinn er ekki bara góður í fótbolta heldur er hann líka duglegri en allir í Swansea-liðinu og tölfræðin sannar það. Gylfi hefur tekið flesta spretti í þrettán leikjum velska liðsins það sem af er á leiktíðinni. Enginn samherja hans er nálægt íslenska landsliðsmanninum. Þá hefur Gylfi hlaupið meira tólf kílómetra í þremur af síðustu fjórum leikjum. „Það eru ekki margir heilsteyptari miðjumenn en Gylfi í efri helmingi deildarinnar og hvað þá þeim neðri. Gylfi fær kannski ekki fyrirsagnirnar eins og Gabriel Jesus en fyrir Swansea gæti hann orðið það sem skilur á milli falls og þess að halda sér í deildinni,“ segir í greininni á Sky.Alla úttekina má lesa hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi skoraði í sjötta mánuðinum í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær í fyrsta leik Swansea í febrúarmánuði og hann hefur þar með skorað í sex mánuðum í röð í ensku úrvalsdeildinni en því hefur enginn annar íslenskur knattspyrnumaður náð í þessari skemmtilegustu deild í Evrópu. 6. febrúar 2017 08:00 „Veikari“ fóturinn hjá Gylfa er sjóðandi heitur Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora í þremur leikjum Swansea City í röð og íslenski landsliðsmaðurinn hefur skorað öll mörkin með "verri“ fætinum sínum. 5. febrúar 2017 15:51 Clement líkir Gylfa við Lampard og segir hann betri en leikmenn hjá Bayern og Real Madrid Paul Clement er eðlilega í skýjunum með spilamennsku íslenska landsliðsmannsins. 3. febrúar 2017 08:00 Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór Íslenski landsliðsmaðurinn trónir nú einn á toppi listanst yfir þá sem skapa mest af miðjunni. 6. febrúar 2017 11:30 Gylfi: Makélélé er nú farinn að ræða við menn undir fjögur augu Gylfi Þór Sigurðsson segir að Claude Makélélé sé farinn að láta meira til sín taka hjá Swansea City. 4. febrúar 2017 09:00 Gylfi: Aldrei minn vilji að fara Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt stærstan þátt í upprisu Swansea City. Hann kveðst sáttur við sína frammistöðu og líður vel með þá miklu ábyrgð sem er á hans herðum. Það kom ekki til greina að fara frá Swansea. 4. febrúar 2017 08:00 Gylfi tilnefndur sem leikmaður mánaðarins | Hjálpaðu honum að vinna Gylfi Þór Sigurðsson er tilnefndur sem besti leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 3. febrúar 2017 12:37 Hjörvar: Get alveg séð Tottenham kyngja stoltinu og reyna að fá Gylfa aftur Messumenn fóru ítarlega yfir frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í síðustu leikjum. 7. febrúar 2017 14:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
„Swansea er hættulega nálægt fallsvæðinu en stjarna Gylfa Sigurðssonar skín skært þrátt fyrir mótlætið. Á miðjumaðurinn meiri viðurkenningu skilið?“Svona hefst úttekt enska fréttamannsins og fótboltasérfræðingsins Nick Wright um Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi er maðurinn sem heldur Swansea á floti og er sagður í úttektinni vera mögulega sá vanmetnasti í allri úrvalsdeildinni.Sjá einnig:Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór Gylfi Þór skoraði í þriðja leiknum í röð um síðustu helgi þegar Swansea tapaði á móti Manchester City, 2-1. Hann var í tveimur leikjum á undan búinn að skora sigurmark en í heildina hefur hann komið að fimmtán mörkum með beinum hætti (8 mörk, 7 stoðsendingar) fyrir Swansea á tímabilinu.Hann er í sjöunda sæti á listanum yfir þá sem hafa skapað flest mörk í deildinni á eftir framherjum eins og Diego Costa og Zlatan Ibrahimovic en Gylfi Þór er efstur miðjumanna á þessum lista. Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni hefur búið til fleiri mörk en Gylfi. Næstir á eftir honum koma Adam Lallana hjá Liverpool og Tottenham-mennirnir Christian Eriksen og Dele Alli.Sjá einnig:Gylfi: Aldrei minn vilji að fara „Í miðri fallbaráttu og undir stjórn þriggja knattspyrnustjóra er Gylfi Þór búinn að skora tvöfalt fleiri mörk en Kevin De Bruyne og gefa tvöfalt fleiri stoðsendingar en Eden Hazard. Það er erfitt að fá sömu viðurkenningu og þannig leikmenn þegar þú spilar fyrir lið í fallbaráttu en fáir leikmenn eru jafn mikilvægir sínum liðum,“ segir í úttektinni. Gylfi Þór er í öðru sæti yfir mörk skoruð fyrir utan teig í úrvalsdeildinni frá upphafi leiktíðar 2014/2015 með níu stykki. Christian Eriksen er á toppnum með tíu en Gylfi var óheppinn að skora ekki beint úr aukaspyrnu á móti City um helgina.Er Pep að reyna að fá Gylfa Þór?vísir/getty„Það er engin furða að Paul Clement líki honum við Frank Lampard. Stjóri Swansea hefur eytt drjúgum hluta ferilsins hjá stórum félögum eins og Chelsea, PSG, Real Madrid og Bayern og í síðustu viku sagði hann að þessi 27 ára gamli leikmaður gæti spilað með þeim öllum,“ segir í úttektinni um Gylfa.Sjá einnig:Gylfi skoraði í sjötta mánuðinum í röð Hafnfirðingurinn er ekki bara góður í fótbolta heldur er hann líka duglegri en allir í Swansea-liðinu og tölfræðin sannar það. Gylfi hefur tekið flesta spretti í þrettán leikjum velska liðsins það sem af er á leiktíðinni. Enginn samherja hans er nálægt íslenska landsliðsmanninum. Þá hefur Gylfi hlaupið meira tólf kílómetra í þremur af síðustu fjórum leikjum. „Það eru ekki margir heilsteyptari miðjumenn en Gylfi í efri helmingi deildarinnar og hvað þá þeim neðri. Gylfi fær kannski ekki fyrirsagnirnar eins og Gabriel Jesus en fyrir Swansea gæti hann orðið það sem skilur á milli falls og þess að halda sér í deildinni,“ segir í greininni á Sky.Alla úttekina má lesa hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi skoraði í sjötta mánuðinum í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær í fyrsta leik Swansea í febrúarmánuði og hann hefur þar með skorað í sex mánuðum í röð í ensku úrvalsdeildinni en því hefur enginn annar íslenskur knattspyrnumaður náð í þessari skemmtilegustu deild í Evrópu. 6. febrúar 2017 08:00 „Veikari“ fóturinn hjá Gylfa er sjóðandi heitur Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora í þremur leikjum Swansea City í röð og íslenski landsliðsmaðurinn hefur skorað öll mörkin með "verri“ fætinum sínum. 5. febrúar 2017 15:51 Clement líkir Gylfa við Lampard og segir hann betri en leikmenn hjá Bayern og Real Madrid Paul Clement er eðlilega í skýjunum með spilamennsku íslenska landsliðsmannsins. 3. febrúar 2017 08:00 Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór Íslenski landsliðsmaðurinn trónir nú einn á toppi listanst yfir þá sem skapa mest af miðjunni. 6. febrúar 2017 11:30 Gylfi: Makélélé er nú farinn að ræða við menn undir fjögur augu Gylfi Þór Sigurðsson segir að Claude Makélélé sé farinn að láta meira til sín taka hjá Swansea City. 4. febrúar 2017 09:00 Gylfi: Aldrei minn vilji að fara Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt stærstan þátt í upprisu Swansea City. Hann kveðst sáttur við sína frammistöðu og líður vel með þá miklu ábyrgð sem er á hans herðum. Það kom ekki til greina að fara frá Swansea. 4. febrúar 2017 08:00 Gylfi tilnefndur sem leikmaður mánaðarins | Hjálpaðu honum að vinna Gylfi Þór Sigurðsson er tilnefndur sem besti leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 3. febrúar 2017 12:37 Hjörvar: Get alveg séð Tottenham kyngja stoltinu og reyna að fá Gylfa aftur Messumenn fóru ítarlega yfir frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í síðustu leikjum. 7. febrúar 2017 14:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Gylfi skoraði í sjötta mánuðinum í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær í fyrsta leik Swansea í febrúarmánuði og hann hefur þar með skorað í sex mánuðum í röð í ensku úrvalsdeildinni en því hefur enginn annar íslenskur knattspyrnumaður náð í þessari skemmtilegustu deild í Evrópu. 6. febrúar 2017 08:00
„Veikari“ fóturinn hjá Gylfa er sjóðandi heitur Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora í þremur leikjum Swansea City í röð og íslenski landsliðsmaðurinn hefur skorað öll mörkin með "verri“ fætinum sínum. 5. febrúar 2017 15:51
Clement líkir Gylfa við Lampard og segir hann betri en leikmenn hjá Bayern og Real Madrid Paul Clement er eðlilega í skýjunum með spilamennsku íslenska landsliðsmannsins. 3. febrúar 2017 08:00
Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór Íslenski landsliðsmaðurinn trónir nú einn á toppi listanst yfir þá sem skapa mest af miðjunni. 6. febrúar 2017 11:30
Gylfi: Makélélé er nú farinn að ræða við menn undir fjögur augu Gylfi Þór Sigurðsson segir að Claude Makélélé sé farinn að láta meira til sín taka hjá Swansea City. 4. febrúar 2017 09:00
Gylfi: Aldrei minn vilji að fara Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt stærstan þátt í upprisu Swansea City. Hann kveðst sáttur við sína frammistöðu og líður vel með þá miklu ábyrgð sem er á hans herðum. Það kom ekki til greina að fara frá Swansea. 4. febrúar 2017 08:00
Gylfi tilnefndur sem leikmaður mánaðarins | Hjálpaðu honum að vinna Gylfi Þór Sigurðsson er tilnefndur sem besti leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 3. febrúar 2017 12:37
Hjörvar: Get alveg séð Tottenham kyngja stoltinu og reyna að fá Gylfa aftur Messumenn fóru ítarlega yfir frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í síðustu leikjum. 7. febrúar 2017 14:00