Dómari greip inn í tilskipun Trump Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2017 08:37 Tilskipun Trump hefur verið mótmælt á flugvöllum víða um Bandaríkin. Vísir/AFP Alríkisdómari úrskurðaði í nótt, til að koma í veg fyrir að Bandaríkin gætu vísað fólki á brott vegna forsetatilskipunar Trump um ferðabann frá tilteknum löndum. Umræddur dómari segir að nokkrir sem séu í haldi yfirvalda vegna tilskipunarinnar hafi fært sterk rök fyrir því að verið sé að brjóta á rétti þeirra. Ringulreið skapaðist á flugvöllum í gær vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samtökin American Civil Liberties Union eða ACLU telja að minnst hundrað til tvö hundruð manns hafi verið í haldi yfirvalda á flugvöllum í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, eða Department of Homeland Security, segir hins vegar að úrskurður dómarans hefði einungis áhrif á hluta þeirra sem forsetatilskipunin hafi komið niður á. „Forsetatilskipun Donald Trump er enn til staðar. Ferðalög verða enn bönnuð og stjórnvöld Bandaríkjanna áskilja sér réttar til að afturkalla vegabréfsáritanir að hverju sinni, sé þörf á því vegna þjóðaröryggis,“ segir í yfirlýsingu frá DHS. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Stephen Miller, starfsmanni Hvíta hússins, að skipun dómarans breyti litlu sem engu. Samkvæmt úrskurði dómarans er stjórnvöldum óheimilt að flytja aðila á brott sem hafi komið til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun frá áðurnefndum sjö löndum. Einnig á yfirvöldum að vera óheimilt að reka fólk með samþykkta flóttamannaumsókn á brott. Útlit er fyrir að fjöldi bandarískra ríkisborgara sem fæddust í öðrum löndum og séu á ferðalagi utan Bandaríkjanna, fái ekki að snúa heim í 90 daga. Jafnvel þótt þau séu með gildar vegabréfsáritanir, græna kortið svokallaða eða hafi notast við aðrar löglegar leiðir til að halda til í Bandaríkjunum. DHS segir að enginn ríkisborgari frá ríkjunum sjö hafi verið stöðvaður. Donald Trump hefur sagt að tilskipuninni sé ætlað að koma í veg fyrir hryðjuverk og hefur hann nefnt árásirnar á Tvíburaturnana máli sínu til stuðnings. Um er að ræða eitt af kosningaloforðum hans. Árásarmennirnir, sem flugu flugvélum á Tvíburaturnana og Pentagon, voru alls nítján. Af þeim voru fimmtán frá Sádi-Arabíu, tveir frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einn frá Egyptalandi og einn frá Líbanon. Ekkert þessara ríkja er á lista Trump. Þá segir Bloomberg frá því að lönd sem að Trump hafi átt í viðskiptum í og tengist séu undanskilin. Tveir af þeim fyrstu sem voru stöðvaðir á flugvöllum voru menn frá Írak sem höfðu unnið fyrir bandaríska herinn þar í landi. Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Abdulkhaleq Alshawi voru stöðvaðir á Kennedy flugvellinum í New York. Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Alríkisdómari úrskurðaði í nótt, til að koma í veg fyrir að Bandaríkin gætu vísað fólki á brott vegna forsetatilskipunar Trump um ferðabann frá tilteknum löndum. Umræddur dómari segir að nokkrir sem séu í haldi yfirvalda vegna tilskipunarinnar hafi fært sterk rök fyrir því að verið sé að brjóta á rétti þeirra. Ringulreið skapaðist á flugvöllum í gær vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samtökin American Civil Liberties Union eða ACLU telja að minnst hundrað til tvö hundruð manns hafi verið í haldi yfirvalda á flugvöllum í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, eða Department of Homeland Security, segir hins vegar að úrskurður dómarans hefði einungis áhrif á hluta þeirra sem forsetatilskipunin hafi komið niður á. „Forsetatilskipun Donald Trump er enn til staðar. Ferðalög verða enn bönnuð og stjórnvöld Bandaríkjanna áskilja sér réttar til að afturkalla vegabréfsáritanir að hverju sinni, sé þörf á því vegna þjóðaröryggis,“ segir í yfirlýsingu frá DHS. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Stephen Miller, starfsmanni Hvíta hússins, að skipun dómarans breyti litlu sem engu. Samkvæmt úrskurði dómarans er stjórnvöldum óheimilt að flytja aðila á brott sem hafi komið til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun frá áðurnefndum sjö löndum. Einnig á yfirvöldum að vera óheimilt að reka fólk með samþykkta flóttamannaumsókn á brott. Útlit er fyrir að fjöldi bandarískra ríkisborgara sem fæddust í öðrum löndum og séu á ferðalagi utan Bandaríkjanna, fái ekki að snúa heim í 90 daga. Jafnvel þótt þau séu með gildar vegabréfsáritanir, græna kortið svokallaða eða hafi notast við aðrar löglegar leiðir til að halda til í Bandaríkjunum. DHS segir að enginn ríkisborgari frá ríkjunum sjö hafi verið stöðvaður. Donald Trump hefur sagt að tilskipuninni sé ætlað að koma í veg fyrir hryðjuverk og hefur hann nefnt árásirnar á Tvíburaturnana máli sínu til stuðnings. Um er að ræða eitt af kosningaloforðum hans. Árásarmennirnir, sem flugu flugvélum á Tvíburaturnana og Pentagon, voru alls nítján. Af þeim voru fimmtán frá Sádi-Arabíu, tveir frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einn frá Egyptalandi og einn frá Líbanon. Ekkert þessara ríkja er á lista Trump. Þá segir Bloomberg frá því að lönd sem að Trump hafi átt í viðskiptum í og tengist séu undanskilin. Tveir af þeim fyrstu sem voru stöðvaðir á flugvöllum voru menn frá Írak sem höfðu unnið fyrir bandaríska herinn þar í landi. Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Abdulkhaleq Alshawi voru stöðvaðir á Kennedy flugvellinum í New York.
Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira