Ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni hefur skotið jafn oft í markrammann á þessu tímabili og Manchester United.
United hefur átt 19 skot í stöng eða slá í öllum keppnum í vetur. Þetta kemur fram í úttekt Sky Sports.
Paul Pogba hefur verið manna duglegastur að skjóta í markrammann, eða sjö sinnum, jafn oft og Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City.
Samkvæmt úttekt Sky Sports væri United með átta fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni ef öll stangar- og sláarskotin hefðu farið inn. United væri þá í 2. sæti deildarinnar með 47 stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Chelsea.
City hefur átt næstflest skot í markrammann á tímabilinu, eða 17 talsins. Tottenham er svo í 3. sæti á listanum með 14 stangar- og sláarskot. Sunderland vermir hins vegar botnsætið en lærisveinar Davids Moyes hafa aðeins átt eitt skot í markrammann í vetur.
Flest stangar- og sláarskot (lið):
Man Utd - 19
Man City - 17
Tottenham - 14
Bournemouth - 13
Liverpool - 11
Flest stangar- og sláarskot (leikmenn):
Paul Pogba, Man Utd - 7
Kevin De Bruyne, Man City - 7
Alexis Sánchez, Arsenal - 5
Charlie Adam, Stoke - 4
Daniel Sturridge, Liverpool - 4
Jack Wilshere, Bournemouth - 4
Dele Alli, Tottenham - 4
Christian Eriksen, Tottenham - 4
Man Utd átt flest stangar- og sláarskot í vetur | Væru aðeins tveimur stigum á eftir Chelsea

Tengdar fréttir

Man Utd í góðri stöðu fyrir seinni leikinn | Sjáðu mörkin
Manchester United er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Hull City í undanúrslitum enska deildarbikarsins eftir 2-0 sigur í fyrri leik liðanna á Old Trafford í kvöld.

Mourinho: Þetta verður engin leikhúsferð
Manchester United tekur á móti Liverpool í "leikhúsi draumanna“ á sunnudag. Stjóri United vill að hans menn geri meira en í síðustu leikjum.

Þessa leikmenn ættu bestu liðin í enska boltanum að nota meira
Bestu liðunum í ensku úrvalsdeildinni gengur best þegar þessir leikmenn fá sæti í byrjunarliðinu. Stjórarnir ættu að vera með þessa tölfræði á hreinu.