Neil Warnock: „Gylfi er besti miðjumaðurinn í úrvalsdeildinni“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. janúar 2017 14:26 Gylfi Þór Sigurðsson er lang mikilvægasti leikmaður Swansea. vísir/getty Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff í ensku B-deildinni, virðist ástfanginn, eða svona allt að því, af íslensku miðjumönnunum Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einari Gunnarssyni. Nú segir hann Gylfa þór vera besta miðjumann ensku úrvalsdeildarinnar. Warnock tók við liði Cardiff í haust og var ekki lengi að gera Aron Einar að sínum aðalmanni. Þeir félagarnir virðast skapaðir fyrir hvorn annan en landsliðsfyrirliðinn blómstrar undir stjórn Warnocks.Sjá einnig:Gylfi Þór: „Vil ekki vera með fall úr úrvalsdeildinni á ferilskránni“ „Hann er draumur knattspyrnustjórans,“ sagði Warnock um Aron Einar í nóvember en sjálfur er miðjumaðurinn klettharði að norðan meira en sáttur við komu þessa reynda knattspyrnustjóra. Hann ræddi komu hans við Heiðar Helguson, fyrrverandi landsliðsmanns, sem áður var undir stjórn Warnocks hjá QPR. „Ég heyrði í honum og hann sagði djöfulsins veisla! Þá vissi ég nokkurn veginn að þetta væri maður sem kæmi til með að fíla mig í tætlur og öfugt. Heiðar sagði að ef þú leggur þig fram fyrir hann, þá dýrkar hann þig,“ sagði Aron Einar í Messunni á Stöð 2 Sport HD.Í dag beindi Warnock orðum sínum að Gylfa Þór Sigurðssyni þegar hann var spurður um ráðningu úrvalsdeildarliðsins Swansea á nýja stjóranum Paul Clement sem kom frá Bayern München. Warnock sat blaðamannafund fyrir bikarleiki helgarinnar. „Mér líkar vel við Paul Ég hitti hann þegar hann var hjá Derby. Hann er vel máli farinn og skemmtilegur maður. Það er ekki auðvelt að þjálfa Derby þannig ég er viss um að hann tekur þá reynslu með sér til Swansea,“ sagði Warnock um nýja stjórann áður en hann talaði svo um leikmenn Swansea.Sjá einnig:Gylfi Þór á janúarlista með Griezmann, Payet, Van Dijk og Aubameyang „Ef ég mætti velja einn leikmann í ensku úrvalsdeildinni væri það Jefferson Montero. Ég elska hann. Svo eru þeir með Wayne Routhledge sem spilaði fyrir mig. Hann getur búið til eitthvað úr engu.“Gylfi Þór lagði upp mark gegn Palace.vísir/getty„Svo ertu [með hjá Swansea] besta miðjumanninn í deildinni sem er Gylfi Þór Sigurðsson þannig þarna ertu með góðan grunn,“ sagði Neil Warnock. Enski stjórinn er ekkert að bulla. Gylfi Þór er búinn að skora fimm mörk og leggja upp sex fyrir Swansea á tímabilinu en síðast lagði hann upp fyrra mark liðsins í 2-1 sigri á Crystal Palace á útivelli í vikunni. Síðan árið 2014 er aðeins einn miðjumaður í deildinni sem hefur komið að fleiri mörkum en Gylfi Þór Sigurðsson eins og lesa má hér. Það er Sadio Mané, leikmaður Liverpool, sem er nú meiri framherji. Gylfi Þór og félagar eiga næst bikarleik gegn Hull á útivelli um helgina. Enski boltinn Tengdar fréttir Svindl, kæra og allt á suðupunkti í lokaumferð spurningakeppni Messunnar Úrslitin ráðast í æsispennandi spurningakeppni milli fjögurra landsliðsmanna Íslands í fótbolta. 5. janúar 2017 09:00 Aðeins einn miðjumaður hefur komið að fleiri mörkum en Gylfi Þór undanfarin tvö ár Íslenski landsliðsmaðurinn er í öðru sæti yfir þá sem skapað hafa flest mörk í ensku úrvalsdeildinni undanfarin misseri. 4. janúar 2017 12:30 Sjáðu markasúpu Arsenal, stoðsendingu Gylfa og hitaðu upp fyrir stórleikinn í kvöld Það vantar ekki fjörið í ensku úrvalsdeildina þessa vikuna en 20. umferðin verður kláruð með stæl í kvöld. 4. janúar 2017 09:00 Gylfi Þór: „Vil ekki vera með fall úr úrvalsdeildinni á ferilskránni“ Gylfa Þór Sigurðssyni líst mjög vel á nýjan stjóra liðsins, Paul Clement, sem kom frá Bayern München. 6. janúar 2017 09:00 Gylfi Þór á janúarlista með Griezmann, Payet, Van Dijk og Aubameyang Íslenski landsliðsmaðurinn er eftirsóttur og er einn af þeim leikmönnum sem gæti verið seldur í janúar. 3. janúar 2017 13:45 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff í ensku B-deildinni, virðist ástfanginn, eða svona allt að því, af íslensku miðjumönnunum Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einari Gunnarssyni. Nú segir hann Gylfa þór vera besta miðjumann ensku úrvalsdeildarinnar. Warnock tók við liði Cardiff í haust og var ekki lengi að gera Aron Einar að sínum aðalmanni. Þeir félagarnir virðast skapaðir fyrir hvorn annan en landsliðsfyrirliðinn blómstrar undir stjórn Warnocks.Sjá einnig:Gylfi Þór: „Vil ekki vera með fall úr úrvalsdeildinni á ferilskránni“ „Hann er draumur knattspyrnustjórans,“ sagði Warnock um Aron Einar í nóvember en sjálfur er miðjumaðurinn klettharði að norðan meira en sáttur við komu þessa reynda knattspyrnustjóra. Hann ræddi komu hans við Heiðar Helguson, fyrrverandi landsliðsmanns, sem áður var undir stjórn Warnocks hjá QPR. „Ég heyrði í honum og hann sagði djöfulsins veisla! Þá vissi ég nokkurn veginn að þetta væri maður sem kæmi til með að fíla mig í tætlur og öfugt. Heiðar sagði að ef þú leggur þig fram fyrir hann, þá dýrkar hann þig,“ sagði Aron Einar í Messunni á Stöð 2 Sport HD.Í dag beindi Warnock orðum sínum að Gylfa Þór Sigurðssyni þegar hann var spurður um ráðningu úrvalsdeildarliðsins Swansea á nýja stjóranum Paul Clement sem kom frá Bayern München. Warnock sat blaðamannafund fyrir bikarleiki helgarinnar. „Mér líkar vel við Paul Ég hitti hann þegar hann var hjá Derby. Hann er vel máli farinn og skemmtilegur maður. Það er ekki auðvelt að þjálfa Derby þannig ég er viss um að hann tekur þá reynslu með sér til Swansea,“ sagði Warnock um nýja stjórann áður en hann talaði svo um leikmenn Swansea.Sjá einnig:Gylfi Þór á janúarlista með Griezmann, Payet, Van Dijk og Aubameyang „Ef ég mætti velja einn leikmann í ensku úrvalsdeildinni væri það Jefferson Montero. Ég elska hann. Svo eru þeir með Wayne Routhledge sem spilaði fyrir mig. Hann getur búið til eitthvað úr engu.“Gylfi Þór lagði upp mark gegn Palace.vísir/getty„Svo ertu [með hjá Swansea] besta miðjumanninn í deildinni sem er Gylfi Þór Sigurðsson þannig þarna ertu með góðan grunn,“ sagði Neil Warnock. Enski stjórinn er ekkert að bulla. Gylfi Þór er búinn að skora fimm mörk og leggja upp sex fyrir Swansea á tímabilinu en síðast lagði hann upp fyrra mark liðsins í 2-1 sigri á Crystal Palace á útivelli í vikunni. Síðan árið 2014 er aðeins einn miðjumaður í deildinni sem hefur komið að fleiri mörkum en Gylfi Þór Sigurðsson eins og lesa má hér. Það er Sadio Mané, leikmaður Liverpool, sem er nú meiri framherji. Gylfi Þór og félagar eiga næst bikarleik gegn Hull á útivelli um helgina.
Enski boltinn Tengdar fréttir Svindl, kæra og allt á suðupunkti í lokaumferð spurningakeppni Messunnar Úrslitin ráðast í æsispennandi spurningakeppni milli fjögurra landsliðsmanna Íslands í fótbolta. 5. janúar 2017 09:00 Aðeins einn miðjumaður hefur komið að fleiri mörkum en Gylfi Þór undanfarin tvö ár Íslenski landsliðsmaðurinn er í öðru sæti yfir þá sem skapað hafa flest mörk í ensku úrvalsdeildinni undanfarin misseri. 4. janúar 2017 12:30 Sjáðu markasúpu Arsenal, stoðsendingu Gylfa og hitaðu upp fyrir stórleikinn í kvöld Það vantar ekki fjörið í ensku úrvalsdeildina þessa vikuna en 20. umferðin verður kláruð með stæl í kvöld. 4. janúar 2017 09:00 Gylfi Þór: „Vil ekki vera með fall úr úrvalsdeildinni á ferilskránni“ Gylfa Þór Sigurðssyni líst mjög vel á nýjan stjóra liðsins, Paul Clement, sem kom frá Bayern München. 6. janúar 2017 09:00 Gylfi Þór á janúarlista með Griezmann, Payet, Van Dijk og Aubameyang Íslenski landsliðsmaðurinn er eftirsóttur og er einn af þeim leikmönnum sem gæti verið seldur í janúar. 3. janúar 2017 13:45 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Svindl, kæra og allt á suðupunkti í lokaumferð spurningakeppni Messunnar Úrslitin ráðast í æsispennandi spurningakeppni milli fjögurra landsliðsmanna Íslands í fótbolta. 5. janúar 2017 09:00
Aðeins einn miðjumaður hefur komið að fleiri mörkum en Gylfi Þór undanfarin tvö ár Íslenski landsliðsmaðurinn er í öðru sæti yfir þá sem skapað hafa flest mörk í ensku úrvalsdeildinni undanfarin misseri. 4. janúar 2017 12:30
Sjáðu markasúpu Arsenal, stoðsendingu Gylfa og hitaðu upp fyrir stórleikinn í kvöld Það vantar ekki fjörið í ensku úrvalsdeildina þessa vikuna en 20. umferðin verður kláruð með stæl í kvöld. 4. janúar 2017 09:00
Gylfi Þór: „Vil ekki vera með fall úr úrvalsdeildinni á ferilskránni“ Gylfa Þór Sigurðssyni líst mjög vel á nýjan stjóra liðsins, Paul Clement, sem kom frá Bayern München. 6. janúar 2017 09:00
Gylfi Þór á janúarlista með Griezmann, Payet, Van Dijk og Aubameyang Íslenski landsliðsmaðurinn er eftirsóttur og er einn af þeim leikmönnum sem gæti verið seldur í janúar. 3. janúar 2017 13:45