Gylfi Þór: „Vil ekki vera með fall úr úrvalsdeildinni á ferilskránni“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. janúar 2017 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson ætlar ekki að falla úr ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea og íslenska landsliðsins í fótbolta, gat loksins fagnað aftur sigri með sínu liði í ensku úrvalsdeildinni í vikunni þegar það hafði betur gegn Crystal Palace, 2-1, á útivelli. Gylfi Þór lagði upp fyrra mark velska liðsins fyrir miðvörðinn Alfie Mawson en Hafnfirðingurinn er nú búinn að skora fimm mörk og leggja upp önnur sex í fyrstu 20 leikjum tímabilsins. Swansea er enn í fallsæti en íþróttamaður ársins 2016 vonast til að þessi sigur kveiki aðeins í liðinu.Sjá einnig:Gylfi Þór: Enn sætara í annað skiptið „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur. Við töluðum um það fyrir leikinn, að með sigri væri Palace komið með sjö stiga forskot á okkur. Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna þá, sérstaklega á útivelli, og nú er bilið á milli okkar og Palace bara eitt stig. Það eru þarna fimm til sex lið á svipuðum stað á botninum í deildinni. Vonandi erum við að hrökkva í gang á réttum tíma,“ segir Gylfi Þór í viðtali í Akraborginni á X977.Bob góður maður Fjórir stjórar eru búnir að fá að taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og tveir þeirra voru að stýra Swansea. Ítalinn Francesco Guidolin var látinn fara í október og svo fékk Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley stígvélið á milli jóla og nýárs eftir skamma dvöl. „Það er aldrei skemmtilegt þegar menn missa starfið sitt, sérstaklega svona góður maður eins og Bob. Þetta er mjög fínn maður sem var með skemmtilegar æfingar og fínn stjóri,“ segir Gylfi Þór. „Þetta var erfitt fyrir hann. Hann fékk stuttan tíma og náði ekki að fá neina leikmenn sem hann vildi fá. En nú er kominn nýr stjóri og vonandi gengur honum betur en okkur hefur gengið síðustu tvo til þrjá mánuði.“ Nýr stjóri Swansea, sá þriðji á þessari leiktíð, heitir Paul Clement. Hann var síðast aðstoðarmaður Carlo Ancelotti hjá Bayern München en hann hefur verið aðstoðarþjálfari hjá sumum af stærstu félögum heims undanfarin ár. Clement hafði sín áhrif á sigurinn gegn Palace þrátt fyrir að það leit út fyrir að hann væri bara upp í stúku að fylgjast með.Gylfi Þór er búinn að koma að ellefu mörkum á tímabilinu.vísir/gettyEkki í stöðu til að selja „Hann kom og talaði við okkur á hótelinu fyrir Palace-leikinn og var inn í klefa fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann var líka á hliðarlínunni einhvern hluta leiksins á móti Palace,“ segir Gylfi Þór sem er spenntur fyrir nýja stjóranum. „Mér líst mjög vel á hann. Þetta er maður sem hefur verið hjá stærstu félögum Evrópu eins og Real Madrid, PSG og Bayern þannig hann hlýtur að vita um hvað hann er tala. Þeir fáu sem hafa æft eftir Palace-leikinn tala mjög vel um æfingarnar hans.“ Gylfi Þór er mjög eftirsóttur enda verið frábær undanfarin ár í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins einn miðjumaður hefur komið að fleiri mörkum en íslenski landsliðsmaðurinn undanfarin tvö ár og er Gylfi á lista Telegraph yfir leikmenn sem líklegt er að verði seldir í janúar. Í þessu er Gylfi ekkert að spá. „Eins og ég hef sagt í síðustu viðtölum er ég ekkert að spá í þessu. Næstu tveir mánuðir eru mikilvægur tími fyrir liðið þar sem við þurfum að komast á skrið og vinna leiki. Ég einbeiti mér algjörlega að liðinu og því að fara að vinna einhverja leiki. Ég vil ekki vera með fall úr úrvalsdeildinni á ferilskránni,“ segir hann. „Félagið er ekkert í þannig stöðu að það þarf að selja. Það er ekkert að fara að selja leikmenn, sérstaklega í þeirri stöðu sem við erum í núna,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Allt viðtalið úr Akraborginni má heyra hér að neðan. Enski boltinn Tengdar fréttir Svindl, kæra og allt á suðupunkti í lokaumferð spurningakeppni Messunnar Úrslitin ráðast í æsispennandi spurningakeppni milli fjögurra landsliðsmanna Íslands í fótbolta. 5. janúar 2017 09:00 Aðeins einn miðjumaður hefur komið að fleiri mörkum en Gylfi Þór undanfarin tvö ár Íslenski landsliðsmaðurinn er í öðru sæti yfir þá sem skapað hafa flest mörk í ensku úrvalsdeildinni undanfarin misseri. 4. janúar 2017 12:30 Sjáðu markasúpu Arsenal, stoðsendingu Gylfa og hitaðu upp fyrir stórleikinn í kvöld Það vantar ekki fjörið í ensku úrvalsdeildina þessa vikuna en 20. umferðin verður kláruð með stæl í kvöld. 4. janúar 2017 09:00 Gylfi Þór á janúarlista með Griezmann, Payet, Van Dijk og Aubameyang Íslenski landsliðsmaðurinn er eftirsóttur og er einn af þeim leikmönnum sem gæti verið seldur í janúar. 3. janúar 2017 13:45 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea og íslenska landsliðsins í fótbolta, gat loksins fagnað aftur sigri með sínu liði í ensku úrvalsdeildinni í vikunni þegar það hafði betur gegn Crystal Palace, 2-1, á útivelli. Gylfi Þór lagði upp fyrra mark velska liðsins fyrir miðvörðinn Alfie Mawson en Hafnfirðingurinn er nú búinn að skora fimm mörk og leggja upp önnur sex í fyrstu 20 leikjum tímabilsins. Swansea er enn í fallsæti en íþróttamaður ársins 2016 vonast til að þessi sigur kveiki aðeins í liðinu.Sjá einnig:Gylfi Þór: Enn sætara í annað skiptið „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur. Við töluðum um það fyrir leikinn, að með sigri væri Palace komið með sjö stiga forskot á okkur. Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna þá, sérstaklega á útivelli, og nú er bilið á milli okkar og Palace bara eitt stig. Það eru þarna fimm til sex lið á svipuðum stað á botninum í deildinni. Vonandi erum við að hrökkva í gang á réttum tíma,“ segir Gylfi Þór í viðtali í Akraborginni á X977.Bob góður maður Fjórir stjórar eru búnir að fá að taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og tveir þeirra voru að stýra Swansea. Ítalinn Francesco Guidolin var látinn fara í október og svo fékk Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley stígvélið á milli jóla og nýárs eftir skamma dvöl. „Það er aldrei skemmtilegt þegar menn missa starfið sitt, sérstaklega svona góður maður eins og Bob. Þetta er mjög fínn maður sem var með skemmtilegar æfingar og fínn stjóri,“ segir Gylfi Þór. „Þetta var erfitt fyrir hann. Hann fékk stuttan tíma og náði ekki að fá neina leikmenn sem hann vildi fá. En nú er kominn nýr stjóri og vonandi gengur honum betur en okkur hefur gengið síðustu tvo til þrjá mánuði.“ Nýr stjóri Swansea, sá þriðji á þessari leiktíð, heitir Paul Clement. Hann var síðast aðstoðarmaður Carlo Ancelotti hjá Bayern München en hann hefur verið aðstoðarþjálfari hjá sumum af stærstu félögum heims undanfarin ár. Clement hafði sín áhrif á sigurinn gegn Palace þrátt fyrir að það leit út fyrir að hann væri bara upp í stúku að fylgjast með.Gylfi Þór er búinn að koma að ellefu mörkum á tímabilinu.vísir/gettyEkki í stöðu til að selja „Hann kom og talaði við okkur á hótelinu fyrir Palace-leikinn og var inn í klefa fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann var líka á hliðarlínunni einhvern hluta leiksins á móti Palace,“ segir Gylfi Þór sem er spenntur fyrir nýja stjóranum. „Mér líst mjög vel á hann. Þetta er maður sem hefur verið hjá stærstu félögum Evrópu eins og Real Madrid, PSG og Bayern þannig hann hlýtur að vita um hvað hann er tala. Þeir fáu sem hafa æft eftir Palace-leikinn tala mjög vel um æfingarnar hans.“ Gylfi Þór er mjög eftirsóttur enda verið frábær undanfarin ár í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins einn miðjumaður hefur komið að fleiri mörkum en íslenski landsliðsmaðurinn undanfarin tvö ár og er Gylfi á lista Telegraph yfir leikmenn sem líklegt er að verði seldir í janúar. Í þessu er Gylfi ekkert að spá. „Eins og ég hef sagt í síðustu viðtölum er ég ekkert að spá í þessu. Næstu tveir mánuðir eru mikilvægur tími fyrir liðið þar sem við þurfum að komast á skrið og vinna leiki. Ég einbeiti mér algjörlega að liðinu og því að fara að vinna einhverja leiki. Ég vil ekki vera með fall úr úrvalsdeildinni á ferilskránni,“ segir hann. „Félagið er ekkert í þannig stöðu að það þarf að selja. Það er ekkert að fara að selja leikmenn, sérstaklega í þeirri stöðu sem við erum í núna,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Allt viðtalið úr Akraborginni má heyra hér að neðan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Svindl, kæra og allt á suðupunkti í lokaumferð spurningakeppni Messunnar Úrslitin ráðast í æsispennandi spurningakeppni milli fjögurra landsliðsmanna Íslands í fótbolta. 5. janúar 2017 09:00 Aðeins einn miðjumaður hefur komið að fleiri mörkum en Gylfi Þór undanfarin tvö ár Íslenski landsliðsmaðurinn er í öðru sæti yfir þá sem skapað hafa flest mörk í ensku úrvalsdeildinni undanfarin misseri. 4. janúar 2017 12:30 Sjáðu markasúpu Arsenal, stoðsendingu Gylfa og hitaðu upp fyrir stórleikinn í kvöld Það vantar ekki fjörið í ensku úrvalsdeildina þessa vikuna en 20. umferðin verður kláruð með stæl í kvöld. 4. janúar 2017 09:00 Gylfi Þór á janúarlista með Griezmann, Payet, Van Dijk og Aubameyang Íslenski landsliðsmaðurinn er eftirsóttur og er einn af þeim leikmönnum sem gæti verið seldur í janúar. 3. janúar 2017 13:45 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Sjá meira
Svindl, kæra og allt á suðupunkti í lokaumferð spurningakeppni Messunnar Úrslitin ráðast í æsispennandi spurningakeppni milli fjögurra landsliðsmanna Íslands í fótbolta. 5. janúar 2017 09:00
Aðeins einn miðjumaður hefur komið að fleiri mörkum en Gylfi Þór undanfarin tvö ár Íslenski landsliðsmaðurinn er í öðru sæti yfir þá sem skapað hafa flest mörk í ensku úrvalsdeildinni undanfarin misseri. 4. janúar 2017 12:30
Sjáðu markasúpu Arsenal, stoðsendingu Gylfa og hitaðu upp fyrir stórleikinn í kvöld Það vantar ekki fjörið í ensku úrvalsdeildina þessa vikuna en 20. umferðin verður kláruð með stæl í kvöld. 4. janúar 2017 09:00
Gylfi Þór á janúarlista með Griezmann, Payet, Van Dijk og Aubameyang Íslenski landsliðsmaðurinn er eftirsóttur og er einn af þeim leikmönnum sem gæti verið seldur í janúar. 3. janúar 2017 13:45