Enski boltinn

Sjáðu markasúpuna úr ensku úrvalsdeildinni í gær | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lukaku er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni.
Lukaku er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Alls voru 25 mörk skoruð í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Tottenham vann sinn sjöunda leik í röð þegar liðið rúllaði yfir Bournemouth, 4-0. Með sigrinum minnkaði Spurs forskot toppliðs Chelsea niður í fjögur stig.

Everton vann áttunda heimaleikinn í röð þegar liðið bar sigurorð af Burnley, 3-1. Stoke City vann Hull City með sömu markatölu en mörkin sem Marco Arnautovic og Xherdan Shaqiri skoruðu í leiknum voru sérlega glæsileg.

Swansea City tapaði enn einum leiknum, nú fyrir Watford. Leicester City glutraði niður tveggja forskoti gegn Crystal Palace og Sunderland náði í stig gegn West Ham United.

Í síðasta leik dagsins vann Manchester City svo öruggan sigur á Southampton með þremur mörkum gegn engu.

Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér að neðan.

Everton 3-1 Burnley
Stoke 3-1 Hull
Watford 1-0 Swansea
Crystal Palace 2-2 Leicester
Sunderland 2-2 West Ham
Southampton 0-3 Man City
Laugardagsuppgjör



Fleiri fréttir

Sjá meira


×