Gögn sem framboð Trump fékk fóru í gegnum Kreml Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2017 18:46 Veselnitskaya neitaði New York Times um viðtal í tengslum við fréttina. Vísir/AFP „Skaðlegu upplýsingarnar“ um Hillary Clinton sem rússneskur lögmaður lofaði nokkrum nánustu ráðgjöfum Donalds Trump í fyrra höfðu áður verið kynntar einum valdamesta embættismanni Rússlands. New York Times greinir frá því að Natalía V. Veselnitskaya, rússneski lögmaðurinn sem fundaði með Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasyni þáverandi forsetaframbjóðandans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, í júní í fyrra hafi áður deilt ásökunum sínum um meint ólöglegt framferði einstaklinga sem tengjast Demókrataflokknum með Júrí Y. Tsjaíka, ríkissaksóknara Rússlands. Ásakanirnar voru afrakstur rannsóknar Veselnitskaya á bandarískum auðjöfrum og fjárhagslegum bakhjörlum Demókrataflokksins. Þeir eiga að hafa gerst sekir um fjársvik og skattaundanskot í Rússlandi. Veselnitskaya hefur fram að þessu haldið því að hún hafi fundað með framboði Trump algerlega að eigin hvötum og grefur frásögn New York Times undan þeim fullyrðingum. Blaðið segir ennfremur að þetta sýni að loforð Veselnitskaya um að færa framboðinu skaðlegar upplýsingar um Clinton hafi að minnsta kosti að hluta til byggst á staðreyndum.Sömu ásökunum komið í hendur þingmanna repúblikanaÍ frétt New York Times kemur ennfremur fram að Veselnitskaya og Tsjaíka hafi í sameiningu komið gögnum um ásakanirnar á hendur styrktaraðilum Demókrataflokksins til sendinefndar bandarískra þingmanna í Moskvu í apríl í fyrra. Blaðið segir að skjal sem Dana Rohrabacher, þingmaður Repúblikanaflokksins sem þykir sérlega hallur undir Rússland, hafi fengið þá sé að mörgu leyti samhljóða því sem Veselnitskaya hafi komið með á fundinn með Trump yngri, Kushner og Manafort tveimur mánuðum síðar. Trump og félagar hafa ítrekað vísað ásökunum um samráð við Rússa á bug. Sá fundur er á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kannar í tengslum við rannsókn sína á tilraunum rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar í fyrra og hvort að þau hafi átt í samráði við framboð Trump. Trump yngri var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton frá rússneska lögmanninum sem var lýst fyrir honum sem lið í herferð rússneskra stjórnvalda til að tryggja föður hans sigur. Því boði svaraði sonur þáverandi forsetaframbjóðandans: „Ég elska það!“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30 Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
„Skaðlegu upplýsingarnar“ um Hillary Clinton sem rússneskur lögmaður lofaði nokkrum nánustu ráðgjöfum Donalds Trump í fyrra höfðu áður verið kynntar einum valdamesta embættismanni Rússlands. New York Times greinir frá því að Natalía V. Veselnitskaya, rússneski lögmaðurinn sem fundaði með Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasyni þáverandi forsetaframbjóðandans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, í júní í fyrra hafi áður deilt ásökunum sínum um meint ólöglegt framferði einstaklinga sem tengjast Demókrataflokknum með Júrí Y. Tsjaíka, ríkissaksóknara Rússlands. Ásakanirnar voru afrakstur rannsóknar Veselnitskaya á bandarískum auðjöfrum og fjárhagslegum bakhjörlum Demókrataflokksins. Þeir eiga að hafa gerst sekir um fjársvik og skattaundanskot í Rússlandi. Veselnitskaya hefur fram að þessu haldið því að hún hafi fundað með framboði Trump algerlega að eigin hvötum og grefur frásögn New York Times undan þeim fullyrðingum. Blaðið segir ennfremur að þetta sýni að loforð Veselnitskaya um að færa framboðinu skaðlegar upplýsingar um Clinton hafi að minnsta kosti að hluta til byggst á staðreyndum.Sömu ásökunum komið í hendur þingmanna repúblikanaÍ frétt New York Times kemur ennfremur fram að Veselnitskaya og Tsjaíka hafi í sameiningu komið gögnum um ásakanirnar á hendur styrktaraðilum Demókrataflokksins til sendinefndar bandarískra þingmanna í Moskvu í apríl í fyrra. Blaðið segir að skjal sem Dana Rohrabacher, þingmaður Repúblikanaflokksins sem þykir sérlega hallur undir Rússland, hafi fengið þá sé að mörgu leyti samhljóða því sem Veselnitskaya hafi komið með á fundinn með Trump yngri, Kushner og Manafort tveimur mánuðum síðar. Trump og félagar hafa ítrekað vísað ásökunum um samráð við Rússa á bug. Sá fundur er á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kannar í tengslum við rannsókn sína á tilraunum rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar í fyrra og hvort að þau hafi átt í samráði við framboð Trump. Trump yngri var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton frá rússneska lögmanninum sem var lýst fyrir honum sem lið í herferð rússneskra stjórnvalda til að tryggja föður hans sigur. Því boði svaraði sonur þáverandi forsetaframbjóðandans: „Ég elska það!“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30 Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48
„Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30
Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46