Eboue býr í myrkri af ótta við lögregluna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. desember 2017 21:00 Emmanuel Eboué og Arsene Wenger á sínum tíma. Vísir/Getty Lífið hefur verið erfitt fyrir fyrrum Arsenal-manninn Emmanuel Eboue eftir að hann hætti í fótbolta. Erfiður skilnaður og andlát tveggja náinna ættingja sendi Eboue á botninn og leiddi meðal annars til hugsana um sjálfsvíg. Eboe hefur ekki séð börnin sín þrjú síðan í júní. Hann býr einn í húsi sínu í norður London, húsi sem hann átti að skila af sér fyrir þremur vikum síðan, en tapaði öllum eignum sínum í hendur fyrrverandi konu sinnar í skilnaðinum. Hann lýsir ástandinu fyrir blaðamanni Sunday Mirror. „Ég bý í húsinu en ég er hræddur. Ég veit ekki hvenær lögreglan mun koma. Stundum slekk ég ljósin svo fólk sjái ekki að ég sé inni.“ Eftir sjö ár hjá Arsenal fór Eboue til Galatasaray í Tyrklandi þar sem ferill hans fór að dvína og á síðasta tímabili hans í Tyrklandi fékk hann ekki að spila einn einasta leik með aðalliðinu. Í mars 2016 ætlaði Eboue að snúa til baka í ensku úrvalsdeildina. Hann samdi við Sunderland 9. Mars. Þremur vikum seinna, 31. mars 2016, setti alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, Ebou í eins árs bann frá fótbolta þar sem hann hafði ekki borgað umboðsmanni sínum. Í apríl leysti Sunderland hann frá samningi. Eboue segist ekki hafa kunnað að fara með peninga. Konan hans hafi séð um fjármálin og hann hafi farið eftir slæmum ráðum sem kostuðu hann stórar fjárhæðir. Hann segist ekki hafa vitað af fjárhagsstöðu sinni og í einu skiptin sem hann hafi farið í bankann hafi konan hans verið með í för. „Peningurinn sem ég fékk, ég sendi hann til konunnar fyrir börnin okkar. Ég þénaði 8 milljónir evra í Tyrklandi. Ég sendi sjö milljónir heim. Ég skrifa undir það sem hún segir mér að skrifa undir,“ sagði Eboue. „Vandræði mín hjá FIFA eru vegna fólks sem gaf mér ráð. Fólks sem á ekki að standa á sama. En það var vegna þeirra sem FIFA setti mig í bann.“ Þegar Eboue er ekki í myrkvuðu húsi sínu, sem hann þó á ekki lengur, fær hann að gista á stofugólfinu hjá vinkonu sinni. Hann þvær fötin sín í höndunum og ferðast um með neðanjarðarlest og reynir að láta lítið fyrir sér fara. „Ég held áfram að þakka guði að ég hafi enn líf mitt. Ég myndi ekki óska þessa upp á neinn mann,“ sagði Emmanuel Eboue. Enski boltinn Tengdar fréttir Dæmdur í eins árs bann þar sem hann skuldar umboðsmanni Varnarmaður Sunderland, Emmanuel Eboue, var í dag dæmdur í eins árs bann frá fótbolta. 31. mars 2016 09:27 Sagt upp eftir 22 daga vegna skuldarinnar Sunderland hefur strax losað sig við Emmanuel Eboue. 31. mars 2016 12:18 Eboue grýttur í Tyrklandi Emmanuel Eboue, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Galatasaray, fékk að kynnast því í gær að það er ekkert sældarlíf að spila í tyrkneska boltanum. 21. nóvember 2011 13:45 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Sjá meira
Lífið hefur verið erfitt fyrir fyrrum Arsenal-manninn Emmanuel Eboue eftir að hann hætti í fótbolta. Erfiður skilnaður og andlát tveggja náinna ættingja sendi Eboue á botninn og leiddi meðal annars til hugsana um sjálfsvíg. Eboe hefur ekki séð börnin sín þrjú síðan í júní. Hann býr einn í húsi sínu í norður London, húsi sem hann átti að skila af sér fyrir þremur vikum síðan, en tapaði öllum eignum sínum í hendur fyrrverandi konu sinnar í skilnaðinum. Hann lýsir ástandinu fyrir blaðamanni Sunday Mirror. „Ég bý í húsinu en ég er hræddur. Ég veit ekki hvenær lögreglan mun koma. Stundum slekk ég ljósin svo fólk sjái ekki að ég sé inni.“ Eftir sjö ár hjá Arsenal fór Eboue til Galatasaray í Tyrklandi þar sem ferill hans fór að dvína og á síðasta tímabili hans í Tyrklandi fékk hann ekki að spila einn einasta leik með aðalliðinu. Í mars 2016 ætlaði Eboue að snúa til baka í ensku úrvalsdeildina. Hann samdi við Sunderland 9. Mars. Þremur vikum seinna, 31. mars 2016, setti alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, Ebou í eins árs bann frá fótbolta þar sem hann hafði ekki borgað umboðsmanni sínum. Í apríl leysti Sunderland hann frá samningi. Eboue segist ekki hafa kunnað að fara með peninga. Konan hans hafi séð um fjármálin og hann hafi farið eftir slæmum ráðum sem kostuðu hann stórar fjárhæðir. Hann segist ekki hafa vitað af fjárhagsstöðu sinni og í einu skiptin sem hann hafi farið í bankann hafi konan hans verið með í för. „Peningurinn sem ég fékk, ég sendi hann til konunnar fyrir börnin okkar. Ég þénaði 8 milljónir evra í Tyrklandi. Ég sendi sjö milljónir heim. Ég skrifa undir það sem hún segir mér að skrifa undir,“ sagði Eboue. „Vandræði mín hjá FIFA eru vegna fólks sem gaf mér ráð. Fólks sem á ekki að standa á sama. En það var vegna þeirra sem FIFA setti mig í bann.“ Þegar Eboue er ekki í myrkvuðu húsi sínu, sem hann þó á ekki lengur, fær hann að gista á stofugólfinu hjá vinkonu sinni. Hann þvær fötin sín í höndunum og ferðast um með neðanjarðarlest og reynir að láta lítið fyrir sér fara. „Ég held áfram að þakka guði að ég hafi enn líf mitt. Ég myndi ekki óska þessa upp á neinn mann,“ sagði Emmanuel Eboue.
Enski boltinn Tengdar fréttir Dæmdur í eins árs bann þar sem hann skuldar umboðsmanni Varnarmaður Sunderland, Emmanuel Eboue, var í dag dæmdur í eins árs bann frá fótbolta. 31. mars 2016 09:27 Sagt upp eftir 22 daga vegna skuldarinnar Sunderland hefur strax losað sig við Emmanuel Eboue. 31. mars 2016 12:18 Eboue grýttur í Tyrklandi Emmanuel Eboue, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Galatasaray, fékk að kynnast því í gær að það er ekkert sældarlíf að spila í tyrkneska boltanum. 21. nóvember 2011 13:45 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Sjá meira
Dæmdur í eins árs bann þar sem hann skuldar umboðsmanni Varnarmaður Sunderland, Emmanuel Eboue, var í dag dæmdur í eins árs bann frá fótbolta. 31. mars 2016 09:27
Sagt upp eftir 22 daga vegna skuldarinnar Sunderland hefur strax losað sig við Emmanuel Eboue. 31. mars 2016 12:18
Eboue grýttur í Tyrklandi Emmanuel Eboue, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Galatasaray, fékk að kynnast því í gær að það er ekkert sældarlíf að spila í tyrkneska boltanum. 21. nóvember 2011 13:45