Fótbolti

Dæmdur í eins árs bann þar sem hann skuldar umboðsmanni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eboue í leik með Galatasaray en hann yfirgaf félagið í upphafi mánaðarins.
Eboue í leik með Galatasaray en hann yfirgaf félagið í upphafi mánaðarins. vísir/getty
Varnarmaður Sunderland, Emmanuel Eboue, var í dag dæmdur í eins árs bann frá fótbolta.

Það er Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, sem dæmir hann í bannið en ástæðan er sú að Eboue skuldar fyrrum umboðsmanni sínum pening.

Eboue var fyrst skipað að greiða umboðsmanninum í júlí árið 2013. Hann þráaðist við og reif ekki upp veskið. Upphæðin sem hann skuldar er ekki gefin upp.

Hann var síðan sektaður um  3,7 milljónir króna í september árið 2014 vegna málsins og þá fékk hann fjóra mánuði til þess að ganga frá málinu.

Það gerði Eboue ekki og því ákvað FIFA að grípa til þessara aðgerða.

eboue er orðinn 32 ára gamall og lék með Arsenal frá 2005 til 2011. Hann er nú á mála hjá Sunderland og hefur ekki enn spilað leik fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×