Erlent

Árásarmennirnir í London reyndu að leigja 7,5 tonna sendiferðabíl

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sendiferðabíllinn sem árásarmennirnir notuðu í árásinni.
Sendiferðabíllinn sem árásarmennirnir notuðu í árásinni. Vísir/afp
Árásarmennirnir þrír, sem urðu átta manns að bana á London Bridge í byrjun mánaðar, reyndu að leigja 7,5 tonna sendiferðabíl til að nota í árásinni. BBC greinir frá.

Mönnunum tókst ekki að framvísa fullnægjandi greiðsluupplýsingum og þeir sóttu aldrei bílinn. Þeir notuðust því við minni sendiferðabíl í árásinni í staðinn.

Vika er nú síðan Khuram Shazad Butt, Rachid Redouane og Youssef Zaghba keyrðu niður gangandi vegfarendur á London Bridge. Að því búnu stigu þeir út úr bílnum og hófu að stinga fólk við Borough Market. Átta létust og töluverður fjöldi særðist í árásinni.

Lögregla í London biðlar nú til fleiri vitna að árásinni að stíga fram. Þá leitast yfirvöld einnig eftir því að fyrirtæki sem leigja út sendiferðabíla geri grein fyrir allri grunsamlegri starfsemi.


Tengdar fréttir

Árásarmennirnir í London nafngreindir

Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×