Breiðir út fagnaðarerindið í Manchester Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2017 07:30 Góðan daginn, Jesus hér. Get ég aðstoðað? Gabriel Jesus fagnar öðru tveggja marka sinna í 5-0 stórsigri Manchester City á Liverpool um helgina. vísir/getty Miðað við þá stökkbreytingu sem hefur orðið á kaupverði leikmanna í sumar teljast þær tæpu 29 milljónir punda sem Manchester City borgaði fyrir brasilíska framherjann Gabriel Jesus gjöf en ekki gjald. Í byrjun ágúst í fyrra var greint frá því að City hefði fest kaup á Jesus frá Palmeiras og hann myndi koma til félagsins í janúar 2017. Frelsarinn mætti til Manchester um miðjan janúar og byrjaði strax að láta til sín taka. Hann lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City og skoraði og lagði upp í fyrsta leiknum í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni. Jesus endaði síðasta tímabil með sjö mörk og fjórar stoðsendingar í aðeins 10 deildarleikjum. Þeir hefðu orðið mun fleiri ef ekki hefði verið fyrir fótbrot. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var það hrifinn af Jesus að hann tók Brassann fram yfir sjálfan Sergio Agüero, einn besta leikmann í sögu City, í nokkrum leikjum. Jesus er aðeins öðruvísi leikmaður en Agüero; duglegri og virkari í sóknaruppbyggingu liðsins. En það eru fáir í bransanum sem klára færin sín jafn vel og Agüero sem er núna orðinn markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem er ekki frá Evrópu. Á þessu tímabili hefur Guardiola stillt meistaranum og lærisveininum saman upp í framlínu City í leikkerfinu 3-5-2. Sú blanda hefur virkað vel í upphafi tímabils. City hefur fengið 10 stig af 12 mögulegum og situr í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með jafn mörg stig og topplið Manchester United sem er með hagstæðari markatölu.Jesus og Agüero voru báðir á skotskónum í 5-0 stórsigrinum á Liverpool á laugardaginn. Rauði herinn byrjaði leikinn af krafti og var sterkari aðilinn fram að fyrsta markinu sem Agüero skoraði eftir stungusendingu frá Kevin De Bruyne sem átti frábæran leik í liði City. Á 37. mínútu breyttist leikurinn þegar Sadio Mané var rekinn út af fyrir að sparka í andlitið á Ederson, markverði City. Skiptar skoðanir voru á rauða spjaldinu en líklega átti Jon Moss engra annarra kosta völ en að senda Senegalann í sturtu. Einum færri var róður Liverpool-manna þungur. Jesus kom City í 2-0 með skalla eftir fyrirgjöf De Bruynes í uppbótartíma fyrri hálfleiks og á 53. mínútu skoraði hann sitt annað mark og þriðja mark City eftir sendingu frá Agüero. Leroy Sané, sem kom inn á fyrir Jesus á 57. mínútu, bætti svo tveimur mörkum við áður en yfir lauk. Lokatölur 5-0, City í vil. Þetta er jöfnun á stærsta tapi Jürgens Klopp á stjóraferlinum og jafnframt stærsti sigur City á Liverpool síðan 1925. Jesus og Agüero virðast alltaf ná betur og betur saman og það eru vondar fréttir fyrir andstæðinga City sem virðist vera með heilsteyptara lið en á síðasta tímabili. Byrjunin hefur verið góð og það eru jákvæð teikn á lofti á Etihad. En City byrjaði síðasta tímabil líka frábærlega svo stuðningsmenn liðsins geta ekki farið að fagna of snemma. Hinn tvítugi Jesus, sem er mjög trúaður og á að hafa valið treyjunúmerið 33 til að heiðra nafna sinn sem var krossfestur 33 ára gamall, er einnig lykilmaður í brasilíska landsliðinu. Jesus hefur skorað fimm mörk í níu landsleikjum, auk þess sem hann skoraði þrjú mörk í sex leikjum þegar Brasilía varð Ólympíumeistari á heimavelli í fyrra. Þessi skemmtilegi leikmaður verður væntanlega í stóru hlutverki á HM í Rússlandi þar sem Brassar ætla að binda enda á 16 ára bið eftir heimsmeistaratitli. Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Miðað við þá stökkbreytingu sem hefur orðið á kaupverði leikmanna í sumar teljast þær tæpu 29 milljónir punda sem Manchester City borgaði fyrir brasilíska framherjann Gabriel Jesus gjöf en ekki gjald. Í byrjun ágúst í fyrra var greint frá því að City hefði fest kaup á Jesus frá Palmeiras og hann myndi koma til félagsins í janúar 2017. Frelsarinn mætti til Manchester um miðjan janúar og byrjaði strax að láta til sín taka. Hann lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City og skoraði og lagði upp í fyrsta leiknum í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni. Jesus endaði síðasta tímabil með sjö mörk og fjórar stoðsendingar í aðeins 10 deildarleikjum. Þeir hefðu orðið mun fleiri ef ekki hefði verið fyrir fótbrot. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var það hrifinn af Jesus að hann tók Brassann fram yfir sjálfan Sergio Agüero, einn besta leikmann í sögu City, í nokkrum leikjum. Jesus er aðeins öðruvísi leikmaður en Agüero; duglegri og virkari í sóknaruppbyggingu liðsins. En það eru fáir í bransanum sem klára færin sín jafn vel og Agüero sem er núna orðinn markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem er ekki frá Evrópu. Á þessu tímabili hefur Guardiola stillt meistaranum og lærisveininum saman upp í framlínu City í leikkerfinu 3-5-2. Sú blanda hefur virkað vel í upphafi tímabils. City hefur fengið 10 stig af 12 mögulegum og situr í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með jafn mörg stig og topplið Manchester United sem er með hagstæðari markatölu.Jesus og Agüero voru báðir á skotskónum í 5-0 stórsigrinum á Liverpool á laugardaginn. Rauði herinn byrjaði leikinn af krafti og var sterkari aðilinn fram að fyrsta markinu sem Agüero skoraði eftir stungusendingu frá Kevin De Bruyne sem átti frábæran leik í liði City. Á 37. mínútu breyttist leikurinn þegar Sadio Mané var rekinn út af fyrir að sparka í andlitið á Ederson, markverði City. Skiptar skoðanir voru á rauða spjaldinu en líklega átti Jon Moss engra annarra kosta völ en að senda Senegalann í sturtu. Einum færri var róður Liverpool-manna þungur. Jesus kom City í 2-0 með skalla eftir fyrirgjöf De Bruynes í uppbótartíma fyrri hálfleiks og á 53. mínútu skoraði hann sitt annað mark og þriðja mark City eftir sendingu frá Agüero. Leroy Sané, sem kom inn á fyrir Jesus á 57. mínútu, bætti svo tveimur mörkum við áður en yfir lauk. Lokatölur 5-0, City í vil. Þetta er jöfnun á stærsta tapi Jürgens Klopp á stjóraferlinum og jafnframt stærsti sigur City á Liverpool síðan 1925. Jesus og Agüero virðast alltaf ná betur og betur saman og það eru vondar fréttir fyrir andstæðinga City sem virðist vera með heilsteyptara lið en á síðasta tímabili. Byrjunin hefur verið góð og það eru jákvæð teikn á lofti á Etihad. En City byrjaði síðasta tímabil líka frábærlega svo stuðningsmenn liðsins geta ekki farið að fagna of snemma. Hinn tvítugi Jesus, sem er mjög trúaður og á að hafa valið treyjunúmerið 33 til að heiðra nafna sinn sem var krossfestur 33 ára gamall, er einnig lykilmaður í brasilíska landsliðinu. Jesus hefur skorað fimm mörk í níu landsleikjum, auk þess sem hann skoraði þrjú mörk í sex leikjum þegar Brasilía varð Ólympíumeistari á heimavelli í fyrra. Þessi skemmtilegi leikmaður verður væntanlega í stóru hlutverki á HM í Rússlandi þar sem Brassar ætla að binda enda á 16 ára bið eftir heimsmeistaratitli.
Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira