Breiðir út fagnaðarerindið í Manchester Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2017 07:30 Góðan daginn, Jesus hér. Get ég aðstoðað? Gabriel Jesus fagnar öðru tveggja marka sinna í 5-0 stórsigri Manchester City á Liverpool um helgina. vísir/getty Miðað við þá stökkbreytingu sem hefur orðið á kaupverði leikmanna í sumar teljast þær tæpu 29 milljónir punda sem Manchester City borgaði fyrir brasilíska framherjann Gabriel Jesus gjöf en ekki gjald. Í byrjun ágúst í fyrra var greint frá því að City hefði fest kaup á Jesus frá Palmeiras og hann myndi koma til félagsins í janúar 2017. Frelsarinn mætti til Manchester um miðjan janúar og byrjaði strax að láta til sín taka. Hann lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City og skoraði og lagði upp í fyrsta leiknum í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni. Jesus endaði síðasta tímabil með sjö mörk og fjórar stoðsendingar í aðeins 10 deildarleikjum. Þeir hefðu orðið mun fleiri ef ekki hefði verið fyrir fótbrot. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var það hrifinn af Jesus að hann tók Brassann fram yfir sjálfan Sergio Agüero, einn besta leikmann í sögu City, í nokkrum leikjum. Jesus er aðeins öðruvísi leikmaður en Agüero; duglegri og virkari í sóknaruppbyggingu liðsins. En það eru fáir í bransanum sem klára færin sín jafn vel og Agüero sem er núna orðinn markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem er ekki frá Evrópu. Á þessu tímabili hefur Guardiola stillt meistaranum og lærisveininum saman upp í framlínu City í leikkerfinu 3-5-2. Sú blanda hefur virkað vel í upphafi tímabils. City hefur fengið 10 stig af 12 mögulegum og situr í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með jafn mörg stig og topplið Manchester United sem er með hagstæðari markatölu.Jesus og Agüero voru báðir á skotskónum í 5-0 stórsigrinum á Liverpool á laugardaginn. Rauði herinn byrjaði leikinn af krafti og var sterkari aðilinn fram að fyrsta markinu sem Agüero skoraði eftir stungusendingu frá Kevin De Bruyne sem átti frábæran leik í liði City. Á 37. mínútu breyttist leikurinn þegar Sadio Mané var rekinn út af fyrir að sparka í andlitið á Ederson, markverði City. Skiptar skoðanir voru á rauða spjaldinu en líklega átti Jon Moss engra annarra kosta völ en að senda Senegalann í sturtu. Einum færri var róður Liverpool-manna þungur. Jesus kom City í 2-0 með skalla eftir fyrirgjöf De Bruynes í uppbótartíma fyrri hálfleiks og á 53. mínútu skoraði hann sitt annað mark og þriðja mark City eftir sendingu frá Agüero. Leroy Sané, sem kom inn á fyrir Jesus á 57. mínútu, bætti svo tveimur mörkum við áður en yfir lauk. Lokatölur 5-0, City í vil. Þetta er jöfnun á stærsta tapi Jürgens Klopp á stjóraferlinum og jafnframt stærsti sigur City á Liverpool síðan 1925. Jesus og Agüero virðast alltaf ná betur og betur saman og það eru vondar fréttir fyrir andstæðinga City sem virðist vera með heilsteyptara lið en á síðasta tímabili. Byrjunin hefur verið góð og það eru jákvæð teikn á lofti á Etihad. En City byrjaði síðasta tímabil líka frábærlega svo stuðningsmenn liðsins geta ekki farið að fagna of snemma. Hinn tvítugi Jesus, sem er mjög trúaður og á að hafa valið treyjunúmerið 33 til að heiðra nafna sinn sem var krossfestur 33 ára gamall, er einnig lykilmaður í brasilíska landsliðinu. Jesus hefur skorað fimm mörk í níu landsleikjum, auk þess sem hann skoraði þrjú mörk í sex leikjum þegar Brasilía varð Ólympíumeistari á heimavelli í fyrra. Þessi skemmtilegi leikmaður verður væntanlega í stóru hlutverki á HM í Rússlandi þar sem Brassar ætla að binda enda á 16 ára bið eftir heimsmeistaratitli. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Miðað við þá stökkbreytingu sem hefur orðið á kaupverði leikmanna í sumar teljast þær tæpu 29 milljónir punda sem Manchester City borgaði fyrir brasilíska framherjann Gabriel Jesus gjöf en ekki gjald. Í byrjun ágúst í fyrra var greint frá því að City hefði fest kaup á Jesus frá Palmeiras og hann myndi koma til félagsins í janúar 2017. Frelsarinn mætti til Manchester um miðjan janúar og byrjaði strax að láta til sín taka. Hann lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City og skoraði og lagði upp í fyrsta leiknum í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni. Jesus endaði síðasta tímabil með sjö mörk og fjórar stoðsendingar í aðeins 10 deildarleikjum. Þeir hefðu orðið mun fleiri ef ekki hefði verið fyrir fótbrot. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var það hrifinn af Jesus að hann tók Brassann fram yfir sjálfan Sergio Agüero, einn besta leikmann í sögu City, í nokkrum leikjum. Jesus er aðeins öðruvísi leikmaður en Agüero; duglegri og virkari í sóknaruppbyggingu liðsins. En það eru fáir í bransanum sem klára færin sín jafn vel og Agüero sem er núna orðinn markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem er ekki frá Evrópu. Á þessu tímabili hefur Guardiola stillt meistaranum og lærisveininum saman upp í framlínu City í leikkerfinu 3-5-2. Sú blanda hefur virkað vel í upphafi tímabils. City hefur fengið 10 stig af 12 mögulegum og situr í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með jafn mörg stig og topplið Manchester United sem er með hagstæðari markatölu.Jesus og Agüero voru báðir á skotskónum í 5-0 stórsigrinum á Liverpool á laugardaginn. Rauði herinn byrjaði leikinn af krafti og var sterkari aðilinn fram að fyrsta markinu sem Agüero skoraði eftir stungusendingu frá Kevin De Bruyne sem átti frábæran leik í liði City. Á 37. mínútu breyttist leikurinn þegar Sadio Mané var rekinn út af fyrir að sparka í andlitið á Ederson, markverði City. Skiptar skoðanir voru á rauða spjaldinu en líklega átti Jon Moss engra annarra kosta völ en að senda Senegalann í sturtu. Einum færri var róður Liverpool-manna þungur. Jesus kom City í 2-0 með skalla eftir fyrirgjöf De Bruynes í uppbótartíma fyrri hálfleiks og á 53. mínútu skoraði hann sitt annað mark og þriðja mark City eftir sendingu frá Agüero. Leroy Sané, sem kom inn á fyrir Jesus á 57. mínútu, bætti svo tveimur mörkum við áður en yfir lauk. Lokatölur 5-0, City í vil. Þetta er jöfnun á stærsta tapi Jürgens Klopp á stjóraferlinum og jafnframt stærsti sigur City á Liverpool síðan 1925. Jesus og Agüero virðast alltaf ná betur og betur saman og það eru vondar fréttir fyrir andstæðinga City sem virðist vera með heilsteyptara lið en á síðasta tímabili. Byrjunin hefur verið góð og það eru jákvæð teikn á lofti á Etihad. En City byrjaði síðasta tímabil líka frábærlega svo stuðningsmenn liðsins geta ekki farið að fagna of snemma. Hinn tvítugi Jesus, sem er mjög trúaður og á að hafa valið treyjunúmerið 33 til að heiðra nafna sinn sem var krossfestur 33 ára gamall, er einnig lykilmaður í brasilíska landsliðinu. Jesus hefur skorað fimm mörk í níu landsleikjum, auk þess sem hann skoraði þrjú mörk í sex leikjum þegar Brasilía varð Ólympíumeistari á heimavelli í fyrra. Þessi skemmtilegi leikmaður verður væntanlega í stóru hlutverki á HM í Rússlandi þar sem Brassar ætla að binda enda á 16 ára bið eftir heimsmeistaratitli.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira