Togstreitan eykst á Kóreuskaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2017 23:57 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Þeir hóta hvor öðrum gereyðileggingu og kalla hvor annan geðsjúkan. Visir/AFP Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. Þoturnar eru, sem fyrr segir, sagðar hafa flogið norðar meðfram hlutlausu belti austurstrandar Norður-Kóreu en gert hefur verið á þessari öld að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er nýjasta útspil Bandaríkjanna í afar viðkvæmum deilum landanna á milli þar sem öryggi fjölda fólks er í húfi. Spennan á milli þjóðhöfðingjanna Donalds Trumps og Kims Jong-un stigmagnast með hverjum deginum en þeir hafa haft í hótunum um að gereyðileggja ríki hvors annars. Síðast gerðu Norður-Kóreumenn kjarnavopnatilraun þann þriðja september og var þar um að ræða langöflugasta kjarnavopn sem ríkið hefur gert tilraunir með hingað til. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, brást í gær við nýjum viðskiptaþvingunum sem Trump fyrirskipaði gegn einræðisríkinu á fimmtudag sem og eldræðu forsetans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna frá því á mánudag þar sem forsetinn hótaði fyrrnefndri gereyðileggingu ef Kim-stjórnin myndi ekki stöðva kjarnorkuáætlun sína.Kim Jong-un ráðlagði Trump að vanda orðaval sitt og sagði hegðun hans á allsherjarþinginu „geðsjúka“. Ræða Trumps hefði í raun verið stríðsyfirlýsing og myndi stjórn Kims hugsa vandlega um hvernig henni bæri að svara. Tengdar fréttir Jarðskjálfti mælist nálægt kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreu Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í dag í Norður Kóreu. 23. september 2017 10:55 Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. Þoturnar eru, sem fyrr segir, sagðar hafa flogið norðar meðfram hlutlausu belti austurstrandar Norður-Kóreu en gert hefur verið á þessari öld að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er nýjasta útspil Bandaríkjanna í afar viðkvæmum deilum landanna á milli þar sem öryggi fjölda fólks er í húfi. Spennan á milli þjóðhöfðingjanna Donalds Trumps og Kims Jong-un stigmagnast með hverjum deginum en þeir hafa haft í hótunum um að gereyðileggja ríki hvors annars. Síðast gerðu Norður-Kóreumenn kjarnavopnatilraun þann þriðja september og var þar um að ræða langöflugasta kjarnavopn sem ríkið hefur gert tilraunir með hingað til. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, brást í gær við nýjum viðskiptaþvingunum sem Trump fyrirskipaði gegn einræðisríkinu á fimmtudag sem og eldræðu forsetans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna frá því á mánudag þar sem forsetinn hótaði fyrrnefndri gereyðileggingu ef Kim-stjórnin myndi ekki stöðva kjarnorkuáætlun sína.Kim Jong-un ráðlagði Trump að vanda orðaval sitt og sagði hegðun hans á allsherjarþinginu „geðsjúka“. Ræða Trumps hefði í raun verið stríðsyfirlýsing og myndi stjórn Kims hugsa vandlega um hvernig henni bæri að svara.
Tengdar fréttir Jarðskjálfti mælist nálægt kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreu Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í dag í Norður Kóreu. 23. september 2017 10:55 Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Jarðskjálfti mælist nálægt kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreu Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í dag í Norður Kóreu. 23. september 2017 10:55
Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30
Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09