Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2017 06:28 Frá tilraunaskoti Norður-Kóreu í maí síðastliðnum. Vísir/AFP Yfirvöld Norður-Kóreu hafa skotið á loft eldflaug sem lenti í Japanshafi. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar er tilraunaskotið það best heppnaða til þessa. Þá segja yfirvöld Norður-Kóreu að um hafi verið að ræða fyrsta tilraunaskot sitt á langdrægri eldflaug (ICBM). Smáatriði í kringum skotið eru enn nokkuð á huldu en eldflauginni, sem talið er að gæti náð til Alaska í Bandaríkjunum, var skotið á loft frá Norður-Phyongan-héraði í vesturhluta Norður-Kóreu. Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. Talið er að hún hafi lent í Japanshafi. Yfirvöld Norður-Kóreu segja að um hafi verið að ræða fyrsta tilraunaskot sitt á langdrægri eldflaug (ICBM) en áður hafði verið talið að eldflaugin væri miðdræg. Flauginni var skotið á loft um 9:40 að staðartíma eða 00:40 að íslenskum tíma. Þá vekur dagsetning skotsins athygli en í dag, 4. júlí, er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna. Skotið er númer ellefu í hrinu tilraunaskota frá Norður-Kóreu á þessu ári en ríkið hefur lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ á langdræga eldflaug sem næði til skotmarka um allan heim.Fréttin hefur verið uppfærð. Norður-Kórea Tengdar fréttir THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með. 16. maí 2017 16:09 Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55 Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar 15. maí 2017 10:37 Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra. 21. maí 2017 09:49 Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu hafa skotið á loft eldflaug sem lenti í Japanshafi. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar er tilraunaskotið það best heppnaða til þessa. Þá segja yfirvöld Norður-Kóreu að um hafi verið að ræða fyrsta tilraunaskot sitt á langdrægri eldflaug (ICBM). Smáatriði í kringum skotið eru enn nokkuð á huldu en eldflauginni, sem talið er að gæti náð til Alaska í Bandaríkjunum, var skotið á loft frá Norður-Phyongan-héraði í vesturhluta Norður-Kóreu. Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. Talið er að hún hafi lent í Japanshafi. Yfirvöld Norður-Kóreu segja að um hafi verið að ræða fyrsta tilraunaskot sitt á langdrægri eldflaug (ICBM) en áður hafði verið talið að eldflaugin væri miðdræg. Flauginni var skotið á loft um 9:40 að staðartíma eða 00:40 að íslenskum tíma. Þá vekur dagsetning skotsins athygli en í dag, 4. júlí, er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna. Skotið er númer ellefu í hrinu tilraunaskota frá Norður-Kóreu á þessu ári en ríkið hefur lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ á langdræga eldflaug sem næði til skotmarka um allan heim.Fréttin hefur verið uppfærð.
Norður-Kórea Tengdar fréttir THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með. 16. maí 2017 16:09 Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55 Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar 15. maí 2017 10:37 Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra. 21. maí 2017 09:49 Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira
THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með. 16. maí 2017 16:09
Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55
Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra. 21. maí 2017 09:49
Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52