Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2017 23:55 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fagnar tilraunaskotinu þann 14. maí síðastliðinn. Vísir/AFP Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug hafi tekist eins og áætlað var. Eldflauginni var skotið á loft fyrr í dag. Samkvæmt ríkisfréttastofunni er flaugin tilbúin til notkunar í hernaðaraðgerðum. Bandarísk yfirvöld segja þó drægi eldflaugarinnar ekki jafnast á við drægi síðustu flauga sem Norður-Kórea hefur skotið á loft. Í dag er vika síðan ríkisfréttastofa Norður-Kóreu staðfesti síðasta tilraunaskot yfirvalda en þá kom fram í yfirlýsingu að þar hefði verið um að ræða nýja eldflaug, á hverri hægt væri að koma fyrir kjarnaoddi. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað fordæmt þessar tilraunir Norður-Kóreu og mun funda á þriðjudag um eldflaugina sem skotið var á loft í dag. Eins og áður hafði leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, yfirumsjón með tilraunaskotinu í dag. Hann er sagður hafa „samþykkt nýtingu á vopnakerfinu til aðgerða.“ Eldflaugin, sem talin er vera af gerðinni Pukguksong-2, flaug rúmlega 500 kílómetra. Henni var skotið á loft nærri Pukchang í dag en þar misheppnaðist tilraunaskot í síðasta mánuði. Þetta er áttunda tilraunaskot Norður-Kóreu á þessu ári. Undanfarnar vikur hafa yfirvöld hótað því að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni en það hefur lengi verið yfirlýst markmið Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með. 16. maí 2017 16:09 Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar 15. maí 2017 10:37 Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra. 21. maí 2017 09:49 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug hafi tekist eins og áætlað var. Eldflauginni var skotið á loft fyrr í dag. Samkvæmt ríkisfréttastofunni er flaugin tilbúin til notkunar í hernaðaraðgerðum. Bandarísk yfirvöld segja þó drægi eldflaugarinnar ekki jafnast á við drægi síðustu flauga sem Norður-Kórea hefur skotið á loft. Í dag er vika síðan ríkisfréttastofa Norður-Kóreu staðfesti síðasta tilraunaskot yfirvalda en þá kom fram í yfirlýsingu að þar hefði verið um að ræða nýja eldflaug, á hverri hægt væri að koma fyrir kjarnaoddi. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað fordæmt þessar tilraunir Norður-Kóreu og mun funda á þriðjudag um eldflaugina sem skotið var á loft í dag. Eins og áður hafði leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, yfirumsjón með tilraunaskotinu í dag. Hann er sagður hafa „samþykkt nýtingu á vopnakerfinu til aðgerða.“ Eldflaugin, sem talin er vera af gerðinni Pukguksong-2, flaug rúmlega 500 kílómetra. Henni var skotið á loft nærri Pukchang í dag en þar misheppnaðist tilraunaskot í síðasta mánuði. Þetta er áttunda tilraunaskot Norður-Kóreu á þessu ári. Undanfarnar vikur hafa yfirvöld hótað því að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni en það hefur lengi verið yfirlýst markmið Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með. 16. maí 2017 16:09 Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar 15. maí 2017 10:37 Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra. 21. maí 2017 09:49 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08
THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með. 16. maí 2017 16:09
Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra. 21. maí 2017 09:49
Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent