Herinn fagnar velgengni í Simbabve Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Mugabe fékk að sækja útskriftarathöfn í gær. Viðræður um framtíð hans standa enn yfir. Nordicphotos/AFP Forsvarsmenn simbabveska hersins sögðust í gær hafa náð talsverðum árangri í aðgerðum sínum sem miða að því að „uppræta glæpamenn“ sem starfað hafa með Robert Mugabe forseta. Frá þessu greindi Herald, stærsti fjölmiðill landsins, í gær og vísaði í yfirlýsingu frá hernum. Í yfirlýsingunni segir að umræddir glæpamenn hafi með afbrotum sínum valdið efnahagslegum og samfélagslegum skaða í Simbabve. Þá kemur fram að herinn eigi nú í viðræðum við Mugabe um hvert framhaldið verði. Fyrr í vikunni tók herinn stjórnina í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. „Við munum reglulega senda frá okkur tilkynningar til þess að halda almenningi upplýstum um gang mála í landinu. Við biðjum þjóðina um að halda ró sinni á meðan á aðgerðum stendur,“ segir enn fremur. Þess ber að geta að þótt Herald sé í ríkiseigu hefur miðillinn verið harðlega gagnrýndur fyrir einhliða fréttaflutning. Þykir miðillinn hliðhollur ríkisstjórnarflokknum Zanu-PF og hefur áður verið á bandi Mugabe. Mugabe birtist almenningi í gær í fyrsta skipti frá því herinn hneppti hann í stofufangelsi. Hinn 93 ára forseti var viðstaddur útskriftarhátíð háskóla nokkurs í útjaðri höfuðborgarinnar Harare. Yfirlýsing hersins þykir bera þess merki að herforingjar vilji telja landsmönnum trú um að ekki stefni í upplausn og glundroða. Í umfjöllun Guardian í gær sagði að viðurvist Mugabe á útskriftarathöfninni sé líkleg til að hafa gagnstæð áhrif. Mugabe hefur ekki enn orðið við kröfu stjórnarandstæðinga sem og herforingja um að segja af sér. Bendir blaðamaður Guardian á að í ljósi þess að Mugabe hafi verið heimilað að sækja útskriftarathöfnina sé líklegt að aðgerðir hersins beinist frekar gegn forsetafrúnni Grace Mugabe. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve og hefur Zanu-PF klofnað vegna ágreinings um hver skuli taka við af hinum 93 ára Mugabe. Önnur fylkingin styður Grace Mugabe en hin styður brottrekna varaforsetann Emmerson Mnangagwa. Sá var rekinn úr embætti á dögunum, sakaður um ótrygglyndi, og er líklegt að brottreksturinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn í augum herforingja. Forsetinn hafi með brottrekstrinum lýst beinum stuðningi við eiginkonu sína. Frá því að herinn tók völdin hefur fjöldi meðlima hóps sem kallar sig Generation 40 verið handtekinn. Um er að ræða hóp innan Zanu-PF sem styður Grace Mugabe. Í ljósi þess að Jonathan Moyo, ráðherra framhaldsmenntunar, var ekki viðstaddur útskriftarathöfnina í gær er líklegt að hann sé í haldi hersins. Þrýstingurinn á Mugabe er hins vegar mikill, jafnvel þótt svo kunni að vera að aðgerðir hersins beinist einna helst gegn forsetafrúnni. Chris Mutsvangwa, formaður hinna áhrifamiklu samtaka uppgjafahermanna, boðaði til blaðamannafundar í gær. Kallaði hann þar eftir tafarlausri afsögn forseta. „Í dag og á morgun ætlum við að senda Mugabe, konu hans og öllum þeim sem styðja hann skýr skilaboð. Við sjáum í gegnum ykkur, það er komið að leikslokum,“ sagði Mutsvangwa í gær. Hvatti hann jafnframt alla til þess að mæta í kröfugöngu sem á að fara fram í dag. „Við biðlum til allra Simbabvemanna um að mæta á morgun í stærstu og fjölmennustu kröfugöngu í sögu þjóðarinnar svo við getum lokið því sem herinn hefur hafið.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Viðræður um framtíð Roberts Mugabe, forseta Simbabve, fóru fram í gær. Herinn hefur hneppt Mugabe í stofufangelsi. Hann gæti þó haldið forsetastólnum fram að landsþingi flokks síns í desember. 17. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Enginn nefndur Keir í Bretlandi í fyrra Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Sjá meira
Forsvarsmenn simbabveska hersins sögðust í gær hafa náð talsverðum árangri í aðgerðum sínum sem miða að því að „uppræta glæpamenn“ sem starfað hafa með Robert Mugabe forseta. Frá þessu greindi Herald, stærsti fjölmiðill landsins, í gær og vísaði í yfirlýsingu frá hernum. Í yfirlýsingunni segir að umræddir glæpamenn hafi með afbrotum sínum valdið efnahagslegum og samfélagslegum skaða í Simbabve. Þá kemur fram að herinn eigi nú í viðræðum við Mugabe um hvert framhaldið verði. Fyrr í vikunni tók herinn stjórnina í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. „Við munum reglulega senda frá okkur tilkynningar til þess að halda almenningi upplýstum um gang mála í landinu. Við biðjum þjóðina um að halda ró sinni á meðan á aðgerðum stendur,“ segir enn fremur. Þess ber að geta að þótt Herald sé í ríkiseigu hefur miðillinn verið harðlega gagnrýndur fyrir einhliða fréttaflutning. Þykir miðillinn hliðhollur ríkisstjórnarflokknum Zanu-PF og hefur áður verið á bandi Mugabe. Mugabe birtist almenningi í gær í fyrsta skipti frá því herinn hneppti hann í stofufangelsi. Hinn 93 ára forseti var viðstaddur útskriftarhátíð háskóla nokkurs í útjaðri höfuðborgarinnar Harare. Yfirlýsing hersins þykir bera þess merki að herforingjar vilji telja landsmönnum trú um að ekki stefni í upplausn og glundroða. Í umfjöllun Guardian í gær sagði að viðurvist Mugabe á útskriftarathöfninni sé líkleg til að hafa gagnstæð áhrif. Mugabe hefur ekki enn orðið við kröfu stjórnarandstæðinga sem og herforingja um að segja af sér. Bendir blaðamaður Guardian á að í ljósi þess að Mugabe hafi verið heimilað að sækja útskriftarathöfnina sé líklegt að aðgerðir hersins beinist frekar gegn forsetafrúnni Grace Mugabe. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve og hefur Zanu-PF klofnað vegna ágreinings um hver skuli taka við af hinum 93 ára Mugabe. Önnur fylkingin styður Grace Mugabe en hin styður brottrekna varaforsetann Emmerson Mnangagwa. Sá var rekinn úr embætti á dögunum, sakaður um ótrygglyndi, og er líklegt að brottreksturinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn í augum herforingja. Forsetinn hafi með brottrekstrinum lýst beinum stuðningi við eiginkonu sína. Frá því að herinn tók völdin hefur fjöldi meðlima hóps sem kallar sig Generation 40 verið handtekinn. Um er að ræða hóp innan Zanu-PF sem styður Grace Mugabe. Í ljósi þess að Jonathan Moyo, ráðherra framhaldsmenntunar, var ekki viðstaddur útskriftarathöfnina í gær er líklegt að hann sé í haldi hersins. Þrýstingurinn á Mugabe er hins vegar mikill, jafnvel þótt svo kunni að vera að aðgerðir hersins beinist einna helst gegn forsetafrúnni. Chris Mutsvangwa, formaður hinna áhrifamiklu samtaka uppgjafahermanna, boðaði til blaðamannafundar í gær. Kallaði hann þar eftir tafarlausri afsögn forseta. „Í dag og á morgun ætlum við að senda Mugabe, konu hans og öllum þeim sem styðja hann skýr skilaboð. Við sjáum í gegnum ykkur, það er komið að leikslokum,“ sagði Mutsvangwa í gær. Hvatti hann jafnframt alla til þess að mæta í kröfugöngu sem á að fara fram í dag. „Við biðlum til allra Simbabvemanna um að mæta á morgun í stærstu og fjölmennustu kröfugöngu í sögu þjóðarinnar svo við getum lokið því sem herinn hefur hafið.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Viðræður um framtíð Roberts Mugabe, forseta Simbabve, fóru fram í gær. Herinn hefur hneppt Mugabe í stofufangelsi. Hann gæti þó haldið forsetastólnum fram að landsþingi flokks síns í desember. 17. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Enginn nefndur Keir í Bretlandi í fyrra Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Sjá meira
Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Viðræður um framtíð Roberts Mugabe, forseta Simbabve, fóru fram í gær. Herinn hefur hneppt Mugabe í stofufangelsi. Hann gæti þó haldið forsetastólnum fram að landsþingi flokks síns í desember. 17. nóvember 2017 07:00