Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Kenískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um stöðu mála í Simbabve. Í Simbabve hefur hins vegar minna verið fjallað um stöðuna sem upp er komin. Ríkisblaðið Herald sagði frá því að herinn hefði alls ekki tekið völdin. Nordicphotos/AFP Robert Mugabe, forseti Simbabve, gæti haldið forsetaembættinu, að minnsta kosti að nafninu til, fram að landsþingi ríkisstjórnarflokksins Zanu-PF í desember. Á landsþinginu gæti flokkurinn svo ákveðið að skipta Mugabe út fyrir fyrrverandi varaforseta, Emmerson Mnangagwa. Þetta sagði Nick Mangwana, erindreki Zanu-PF í Bretlandi, við BBC í gær. Mugabe er nú í stofufangelsi í höfuðborginni Harare eftir að simbabveski herinn tók völdin þar í landi fyrr í vikunni. Viðræður um framtíð forsetans hófust í gær og reyndi kaþólski presturinn, og vinur Mugabe, Fidelis Mukonori, að miðla málum á milli Mugabe og herforingja. Einnig voru þeir Nosiviwe Maphisa-Nqakula, varnarmálaráðherra Suður-Afríku, og Bongani Bongo, ráðherra öryggismála hjá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku, sendir til Harare til að taka þátt í viðræðum. Voru þeir þar á vegum Samvinnustofnunar ríkja í sunnanverðri Afríku (SADC) sem Suður-Afríkuforsetinn Jacob Zuma leiðir um þessar mundir. Samkvæmt BBC var einna helst ágreiningur um hvaða hlutverki Mnangagwa muni nú gegna sem og hvernig best væri að tryggja öryggi Mugabe-fjölskyldunnar. Þá hefur BBC eftir heimildum að Mugabe vilji alls ekki segja af sér eins og herinn fer fram á. Er hann sagður halda því fram að hann sé réttmætur forseti Afríkuríkisins. Samkvæmt heimildum Reuters heldur Grace Mugabe forsetafrú sig nú á heimili þeirra hjóna ásamt stuðningsmönnum sínum. SADC hefur aldrei stutt valdaránsstjórnir til þessa. Pumza Fihlandi, blaðamaður BBC í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, sagði í gær að stuðningur við herinn myndi setja hættulegt fordæmi. Alpha Condé, forseti Gíneu og leiðtogi Afríkusambandsins, hefur einnig sagt að Afríkusambandið myndi ekki undir neinum kringumstæðum styðja „valdarán hersins“. Þá fór hann fram á að herinn myndi draga sig til baka. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve. Mugabe er á tíræðisaldri og því eru flokksmenn farnir að huga að því hver muni taka við forsetaembættinu. Flokkurinn hefur klofnað og styður annar armurinn Grace Mugabe en hinn Emmerson Mnangagwa. Nær öruggt er að aðgerðir hersins megi að miklu leyti rekja til þess að á dögunum rak Mugabe forseti Mnangagwa úr varaforsetaembættinu. Sagði hann varaforsetann ótrygglyndan. Með þessu lýsti forsetinn í raun fullum stuðningi við eiginkonuna. Fjölmiðlar í Simbabve greina frá því að herinn reyni nú að kæfa þá ógn sem hann telur stafa af Grace Mugabe. Til að mynda var greint frá því að formaður ungliðahreyfingar Zanu-PF, Kudzai Chipanga, hafi verið handtekinn í kjölfar sjónvarpsávarps þar sem hann gagnrýndi aðgerðir hersins harðlega. Chipanga er yfirlýstur stuðningsmaður forsetafrúarinnar. En Zanu-PF er vissulega ekki eini stjórnmálaflokkur Simbabve. MDC-T fékk 35 prósent atkvæða í þingkosningum ársins 2013 og munu nýjar kosningar fara fram á næsta ári. Morgan Tsvangirai, formaður og líklegasta forsetaefni MDC-T, kallaði í gær eftir afsögn Mugabe. „Með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar er nauðsynlegt að herra Robert Mugabe segi af sér tafarlaust.“ Tsvangirai fór einnig fram á að allir aðilar kæmu að borðinu til þess að tryggja farsæl stjórnarskipti. Það myndi síðan leiða til breytinga á kosningakerfinu svo frjálsar og sanngjarnar kosningar gætu farið fram. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Komið að úrslitaviðræðum í Zimbabwe Ráðherrar úr ríkisstjórn Suður-Afríku eru mættir til Harare í Zimbabwe. Ætla þeir að reyna að miðla málum milli Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, og herforingjunum sem tekið hafa yfir stjórn landsins. 16. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Robert Mugabe, forseti Simbabve, gæti haldið forsetaembættinu, að minnsta kosti að nafninu til, fram að landsþingi ríkisstjórnarflokksins Zanu-PF í desember. Á landsþinginu gæti flokkurinn svo ákveðið að skipta Mugabe út fyrir fyrrverandi varaforseta, Emmerson Mnangagwa. Þetta sagði Nick Mangwana, erindreki Zanu-PF í Bretlandi, við BBC í gær. Mugabe er nú í stofufangelsi í höfuðborginni Harare eftir að simbabveski herinn tók völdin þar í landi fyrr í vikunni. Viðræður um framtíð forsetans hófust í gær og reyndi kaþólski presturinn, og vinur Mugabe, Fidelis Mukonori, að miðla málum á milli Mugabe og herforingja. Einnig voru þeir Nosiviwe Maphisa-Nqakula, varnarmálaráðherra Suður-Afríku, og Bongani Bongo, ráðherra öryggismála hjá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku, sendir til Harare til að taka þátt í viðræðum. Voru þeir þar á vegum Samvinnustofnunar ríkja í sunnanverðri Afríku (SADC) sem Suður-Afríkuforsetinn Jacob Zuma leiðir um þessar mundir. Samkvæmt BBC var einna helst ágreiningur um hvaða hlutverki Mnangagwa muni nú gegna sem og hvernig best væri að tryggja öryggi Mugabe-fjölskyldunnar. Þá hefur BBC eftir heimildum að Mugabe vilji alls ekki segja af sér eins og herinn fer fram á. Er hann sagður halda því fram að hann sé réttmætur forseti Afríkuríkisins. Samkvæmt heimildum Reuters heldur Grace Mugabe forsetafrú sig nú á heimili þeirra hjóna ásamt stuðningsmönnum sínum. SADC hefur aldrei stutt valdaránsstjórnir til þessa. Pumza Fihlandi, blaðamaður BBC í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, sagði í gær að stuðningur við herinn myndi setja hættulegt fordæmi. Alpha Condé, forseti Gíneu og leiðtogi Afríkusambandsins, hefur einnig sagt að Afríkusambandið myndi ekki undir neinum kringumstæðum styðja „valdarán hersins“. Þá fór hann fram á að herinn myndi draga sig til baka. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve. Mugabe er á tíræðisaldri og því eru flokksmenn farnir að huga að því hver muni taka við forsetaembættinu. Flokkurinn hefur klofnað og styður annar armurinn Grace Mugabe en hinn Emmerson Mnangagwa. Nær öruggt er að aðgerðir hersins megi að miklu leyti rekja til þess að á dögunum rak Mugabe forseti Mnangagwa úr varaforsetaembættinu. Sagði hann varaforsetann ótrygglyndan. Með þessu lýsti forsetinn í raun fullum stuðningi við eiginkonuna. Fjölmiðlar í Simbabve greina frá því að herinn reyni nú að kæfa þá ógn sem hann telur stafa af Grace Mugabe. Til að mynda var greint frá því að formaður ungliðahreyfingar Zanu-PF, Kudzai Chipanga, hafi verið handtekinn í kjölfar sjónvarpsávarps þar sem hann gagnrýndi aðgerðir hersins harðlega. Chipanga er yfirlýstur stuðningsmaður forsetafrúarinnar. En Zanu-PF er vissulega ekki eini stjórnmálaflokkur Simbabve. MDC-T fékk 35 prósent atkvæða í þingkosningum ársins 2013 og munu nýjar kosningar fara fram á næsta ári. Morgan Tsvangirai, formaður og líklegasta forsetaefni MDC-T, kallaði í gær eftir afsögn Mugabe. „Með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar er nauðsynlegt að herra Robert Mugabe segi af sér tafarlaust.“ Tsvangirai fór einnig fram á að allir aðilar kæmu að borðinu til þess að tryggja farsæl stjórnarskipti. Það myndi síðan leiða til breytinga á kosningakerfinu svo frjálsar og sanngjarnar kosningar gætu farið fram.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Komið að úrslitaviðræðum í Zimbabwe Ráðherrar úr ríkisstjórn Suður-Afríku eru mættir til Harare í Zimbabwe. Ætla þeir að reyna að miðla málum milli Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, og herforingjunum sem tekið hafa yfir stjórn landsins. 16. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Komið að úrslitaviðræðum í Zimbabwe Ráðherrar úr ríkisstjórn Suður-Afríku eru mættir til Harare í Zimbabwe. Ætla þeir að reyna að miðla málum milli Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, og herforingjunum sem tekið hafa yfir stjórn landsins. 16. nóvember 2017 13:45