Sumarið verður enn betra með bikartitli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2017 06:00 Fyrirliðarnir Katrín Ásbjörnsdóttir og Sóley Guðmundsdóttir með Borgunarbikarinn. vísir/eyþór Þór/KA stendur með pálmann í höndunum í Pepsi-deild kvenna. Norðankonur eru með fimm stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir og fáir sem reikna með því að þær misstígi sig úr þessu. Fyrir vikið er enn meira í húfi fyrir liðin sem eru í úrslitaleik Borgunarbikarsins, Stjörnuna og ÍBV, en hann fer fram á morgun. Bæði lið töpuðu deildarleikjum sínum í upphafi vikunnar og möguleikar liðanna á Íslandsmeistaratitlinum voru þá um leið endanlega úr sögunni. Fyrirliðar liðanna eru þó sammála um að þrátt fyrir að titillinn sé úr sögunni hafi sumarið verið ágætt og verði enn betra með bikarmeistaratitli um helgina. „Þrátt fyrir allt var sumarið ekki vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Við spiluðum vel í deildinni þó svo að úrslitin hafi ef til vill ekki alltaf sýnt það og þá stóðum við okkur vel úti í Króatíu. Sú ferð gerði okkur gott – að vinna þrjá leiki og fá sjálfstraust aftur,“ sagði hún og átti þar við keppni í riðli Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, var sömuleiðis ánægð með sumarið. „Við vorum á svakalegum skriði fyrir EM-pásuna, sem var mjög skemmtilegt,“ segir hún en ÍBV gerði þrjú jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum eftir að hlé var gert á deildinni. „Það er helst sárt að sjá á eftir þeim stigum. Við hefðum gjarnan viljað fá þrjú stig í þeim leikjum.“Úr deildarleik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ.vísir/andri marinóHafa gætur á Cloe Katrín reiknar með jöfnum leik, enda gerðu þessi lið jafntefli í bæði skiptin þegar þau mættust í deildinni í sumar. „Þetta verður svipaður leikur og áður í sumar, reikna ég með. Við vitum að við verðum meira með boltann, enda erum við þannig lið. En þær eru góðar fram á við og nota sínar skyndisóknir vel,“ sagði Katrín. Cloe Lacasse er, rétt eins og Katrín sjálf, einn besti sóknarmaður deildarinnar. Báðar hafa skorað þrettán mörk í sumar. „Við hugsum auðvitað fyrst og fremst um ÍBV í heild en við verðum með góðar gætur á henni. Hún má ekki komast á ferðina því þá opnast vörnin okkar og þá getur allt gerst,“ segir Katrín. „Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkar leik og nýta okkur þessa viku til að undirbúa okkur og koma klárar til leiks,“ sagði fyrirliði Garðbæinga.Þjálfarar og fyrirliðar Stjörnunnar og ÍBV.vísir/eyþórGetum unnið öll lið Sóley tekur í svipaðan streng og segir að Eyjakonur séu ekki mikið að hugsa um lið Stjörnunnar í aðdraganda þessa leiks. „Við einbeitum okkur að okkar leik. Ef okkur tekst að spila vel þá ætti það að fara vel fyrir okkur,“ segir hún. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum en ÍBV er eina liðið sem hefur unnið norðankonur í deildinni. „Sá leikur staðfesti það sem við vissum, að við getum unnið öll lið. Það var mjög gott að hleypa Þór/KA ekki í gegnum mótið án þess að tapa og gaman að vinna þann leik. Sigurinn gefur ekkert í bikarúrslitum en gaf okkur sjálfstraust og fínan meðbyr.“Ógleymanleg stund Báðar segja að það væri dýrmæt stund fyrir þær að lyfta bikarnum góða á morgun, fyrir framan stuðningsmenn sína. „Ég hef tvisvar farið í bikarúrslit og í bæði skiptin lent í öðru sæti,“ segir Katrín. „Einu sinni með Þór/KA og einu sinni með KR. Þetta er þriðja skiptið mitt – og ég held að þetta sé þriðja skiptið hennar Gummu [Guðmundu Brynju Óladóttur] og við ætlum okkur að lyfta bikarnum í þetta skiptið.“ Það færist líka bros á Sóleyju við tilhugsunina um að lyfta bikarnum. „Það væri bara fáránlega góð tilfinning. Ég get eiginlega ekki hugsað það til enda – það yrði stund sem ég myndi aldrei gleyma.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Þór/KA stendur með pálmann í höndunum í Pepsi-deild kvenna. Norðankonur eru með fimm stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir og fáir sem reikna með því að þær misstígi sig úr þessu. Fyrir vikið er enn meira í húfi fyrir liðin sem eru í úrslitaleik Borgunarbikarsins, Stjörnuna og ÍBV, en hann fer fram á morgun. Bæði lið töpuðu deildarleikjum sínum í upphafi vikunnar og möguleikar liðanna á Íslandsmeistaratitlinum voru þá um leið endanlega úr sögunni. Fyrirliðar liðanna eru þó sammála um að þrátt fyrir að titillinn sé úr sögunni hafi sumarið verið ágætt og verði enn betra með bikarmeistaratitli um helgina. „Þrátt fyrir allt var sumarið ekki vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Við spiluðum vel í deildinni þó svo að úrslitin hafi ef til vill ekki alltaf sýnt það og þá stóðum við okkur vel úti í Króatíu. Sú ferð gerði okkur gott – að vinna þrjá leiki og fá sjálfstraust aftur,“ sagði hún og átti þar við keppni í riðli Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, var sömuleiðis ánægð með sumarið. „Við vorum á svakalegum skriði fyrir EM-pásuna, sem var mjög skemmtilegt,“ segir hún en ÍBV gerði þrjú jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum eftir að hlé var gert á deildinni. „Það er helst sárt að sjá á eftir þeim stigum. Við hefðum gjarnan viljað fá þrjú stig í þeim leikjum.“Úr deildarleik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ.vísir/andri marinóHafa gætur á Cloe Katrín reiknar með jöfnum leik, enda gerðu þessi lið jafntefli í bæði skiptin þegar þau mættust í deildinni í sumar. „Þetta verður svipaður leikur og áður í sumar, reikna ég með. Við vitum að við verðum meira með boltann, enda erum við þannig lið. En þær eru góðar fram á við og nota sínar skyndisóknir vel,“ sagði Katrín. Cloe Lacasse er, rétt eins og Katrín sjálf, einn besti sóknarmaður deildarinnar. Báðar hafa skorað þrettán mörk í sumar. „Við hugsum auðvitað fyrst og fremst um ÍBV í heild en við verðum með góðar gætur á henni. Hún má ekki komast á ferðina því þá opnast vörnin okkar og þá getur allt gerst,“ segir Katrín. „Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkar leik og nýta okkur þessa viku til að undirbúa okkur og koma klárar til leiks,“ sagði fyrirliði Garðbæinga.Þjálfarar og fyrirliðar Stjörnunnar og ÍBV.vísir/eyþórGetum unnið öll lið Sóley tekur í svipaðan streng og segir að Eyjakonur séu ekki mikið að hugsa um lið Stjörnunnar í aðdraganda þessa leiks. „Við einbeitum okkur að okkar leik. Ef okkur tekst að spila vel þá ætti það að fara vel fyrir okkur,“ segir hún. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum en ÍBV er eina liðið sem hefur unnið norðankonur í deildinni. „Sá leikur staðfesti það sem við vissum, að við getum unnið öll lið. Það var mjög gott að hleypa Þór/KA ekki í gegnum mótið án þess að tapa og gaman að vinna þann leik. Sigurinn gefur ekkert í bikarúrslitum en gaf okkur sjálfstraust og fínan meðbyr.“Ógleymanleg stund Báðar segja að það væri dýrmæt stund fyrir þær að lyfta bikarnum góða á morgun, fyrir framan stuðningsmenn sína. „Ég hef tvisvar farið í bikarúrslit og í bæði skiptin lent í öðru sæti,“ segir Katrín. „Einu sinni með Þór/KA og einu sinni með KR. Þetta er þriðja skiptið mitt – og ég held að þetta sé þriðja skiptið hennar Gummu [Guðmundu Brynju Óladóttur] og við ætlum okkur að lyfta bikarnum í þetta skiptið.“ Það færist líka bros á Sóleyju við tilhugsunina um að lyfta bikarnum. „Það væri bara fáránlega góð tilfinning. Ég get eiginlega ekki hugsað það til enda – það yrði stund sem ég myndi aldrei gleyma.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira