Sá elsti heldur uppi heiðri gamla skólans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. desember 2017 06:00 Hress. Hodgson er að vekja uppeldisfélagið til lífsins. vísir/getty Það hlógu margir þann 12. september síðastliðinn er Crystal Palace ákvað að ráða Roy gamla Hodgson sem knattspyrnustjóra félagsins. Þeir hinir sömu hlæja ekki mikið í dag. Hodgson hafði þá verið atvinnulaus síðan hann sagði starfi sínu sem landsliðsþjálfari Englands lausu eftir tapið fyrir Íslandi á EM. Flestir héldu að hann fengi hreinlega ekki annað starf á ferlinum enda varð hann sjötugur í ágúst. Tankurinn er tómur sagði fólk. Kallinn er búinn að vera. Þegar Hodgson tók við liðinu var Palace í ákaflega vondri stöðu. Liðið var búið að tapa öllum fjórum leikjum sínum í deildinni og ekki búið að skora eitt einasta mark. Það var afar fátt sem hreinlega benti til þess að liðið gæti skorað. Það var allt í molum hjá félaginu.Í góðum félagsskap Stjórn Palace ákvað að reka Hollendinginn Frank de Boer eftir aðeins 77 daga í starfi og ákvað þess í stað að setja allt sitt traust á Hodgson. Félagið gaf honum tveggja ára samning. Galið, fannst ansi mörgum. Hodgson var þá fyrsti stjórinn yfir sjötugu sem fær þjálfarasamning í ensku úrvalsdeildinni og aðeins sá þriðji yfir sjötugu sem þjálfar í deildinni. Hinir voru sörarnir Bobby Robson og Alex Ferguson en það þurfti ekki að bjóða þeim neinn samning eftir sjötugt. Þeir voru í vinnu. Ekki ónýtur félagsskapur þarna hjá Hodgson.Loksins kominn heim Hodgson er alinn upp hjá Palace og mikill stuðningsmaður félagsins. Hann spilaði með unglingaliði félagsins frá 1963 til 1965 og svo með aðalliðinu leiktíðina 1965-66. Síðan þá hefur hann ekki unnið fyrir sitt félag en fékk tækifærið sjötugur eftir að hafa farið út um allan heim að þjálfa frá árinu 1976. Þjálfaraferillinn spannar því yfir 40 ár en fyrsta liðið sem hann þjálfaði var Halmstad í Svíþjóð. Róm var ekki byggð á einum degi og það tók Hodgson tíma að berja sjálfstraust og trú í lið Palace. Fyrsti sigurinn undir hans stjórn kom í öðrum leik er liðið skellti Huddersfield í deildabikarnum.Byrjaði á að vinna Chelsea Fyrsti sigurinn í deildinni kom þó ekki fyrr en í fjórða leik liðsins undir hans stjórn þar. Sá sigur var líka af dýrari gerðinni. 2-1 sigur á Chelsea þann 14. október eða rúmum mánuði eftir að hann tók við liðinu. Í hönd fóru betri tímar. Palace sat lengi fast á botni úrvalsdeildarinnar en smám saman kom sjálfstraust og stöðugleiki í liðið. Nú er staðan sú að það hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð í deildinni sem er ótrúlegt. Liðið hefur unnið þrjá af þessum sjö leikjum og fjórir hafa endað með jafntefli. Síðasti tapleikur liðsins var þann 5. nóvember gegn Tottenham. Liðið hefur ekki tapað leik í tæplega einn og hálfan mánuð og á næst leik gegn Swansea á Þorláksmessu.Það er gaman hjá Hodgson.vísir/gettyLoksins mörk á útivelli Palace er búið vinna tvo leiki í röð og 0-3 útisigurinn á Leicester um helgina var einkar glæsilegur. Sérstaklega í ljósi þess að liðið hafði ekki skorað í tíu útileikjum í röð. Það er líka búið að halda hreinu í þremur útileikjum í röð en það er í fyrsta sinn í sögu Palace sem liðið nær þeim árangri. Eftir langa veru í fallsæti er Palace nú tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Þeir voru ekki margir sem sáu það gerast fyrir jól eða yfirhöfuð. Liðið var dauðadæmt að flestra mati og þá sérstaklega þar sem félagið ákvað að ráða Hodgson.Leið illa á botninum Sá gamli hefur sýnt að hann kann enn ýmislegt fyrir sér í fræðunum og heldur áfram að troða upp í efasemdarmenn. „Okkar leið illa á botninum og það var oft erfitt að horfa upp töfluna og sjá hvað við vorum langt á eftir öllum hinum," sagði Hodgson. „En við höfum leikið mjög vel síðustu vikur og ef við spilum svona alveg fram í maí eigum við mjög góða möguleika á því að bjarga sæti okkar í deildinni. Liðið er að spila vel og því kom þessi sigur mér ekki á óvart." Hodgson þarf svo að sveifla töfrasprotanum með stæl á milli jóla og nýárs en þá spilar lið hans við bæði Arsenal og Man. City. Alvöru próf sem Palace fær þar. Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira
Það hlógu margir þann 12. september síðastliðinn er Crystal Palace ákvað að ráða Roy gamla Hodgson sem knattspyrnustjóra félagsins. Þeir hinir sömu hlæja ekki mikið í dag. Hodgson hafði þá verið atvinnulaus síðan hann sagði starfi sínu sem landsliðsþjálfari Englands lausu eftir tapið fyrir Íslandi á EM. Flestir héldu að hann fengi hreinlega ekki annað starf á ferlinum enda varð hann sjötugur í ágúst. Tankurinn er tómur sagði fólk. Kallinn er búinn að vera. Þegar Hodgson tók við liðinu var Palace í ákaflega vondri stöðu. Liðið var búið að tapa öllum fjórum leikjum sínum í deildinni og ekki búið að skora eitt einasta mark. Það var afar fátt sem hreinlega benti til þess að liðið gæti skorað. Það var allt í molum hjá félaginu.Í góðum félagsskap Stjórn Palace ákvað að reka Hollendinginn Frank de Boer eftir aðeins 77 daga í starfi og ákvað þess í stað að setja allt sitt traust á Hodgson. Félagið gaf honum tveggja ára samning. Galið, fannst ansi mörgum. Hodgson var þá fyrsti stjórinn yfir sjötugu sem fær þjálfarasamning í ensku úrvalsdeildinni og aðeins sá þriðji yfir sjötugu sem þjálfar í deildinni. Hinir voru sörarnir Bobby Robson og Alex Ferguson en það þurfti ekki að bjóða þeim neinn samning eftir sjötugt. Þeir voru í vinnu. Ekki ónýtur félagsskapur þarna hjá Hodgson.Loksins kominn heim Hodgson er alinn upp hjá Palace og mikill stuðningsmaður félagsins. Hann spilaði með unglingaliði félagsins frá 1963 til 1965 og svo með aðalliðinu leiktíðina 1965-66. Síðan þá hefur hann ekki unnið fyrir sitt félag en fékk tækifærið sjötugur eftir að hafa farið út um allan heim að þjálfa frá árinu 1976. Þjálfaraferillinn spannar því yfir 40 ár en fyrsta liðið sem hann þjálfaði var Halmstad í Svíþjóð. Róm var ekki byggð á einum degi og það tók Hodgson tíma að berja sjálfstraust og trú í lið Palace. Fyrsti sigurinn undir hans stjórn kom í öðrum leik er liðið skellti Huddersfield í deildabikarnum.Byrjaði á að vinna Chelsea Fyrsti sigurinn í deildinni kom þó ekki fyrr en í fjórða leik liðsins undir hans stjórn þar. Sá sigur var líka af dýrari gerðinni. 2-1 sigur á Chelsea þann 14. október eða rúmum mánuði eftir að hann tók við liðinu. Í hönd fóru betri tímar. Palace sat lengi fast á botni úrvalsdeildarinnar en smám saman kom sjálfstraust og stöðugleiki í liðið. Nú er staðan sú að það hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð í deildinni sem er ótrúlegt. Liðið hefur unnið þrjá af þessum sjö leikjum og fjórir hafa endað með jafntefli. Síðasti tapleikur liðsins var þann 5. nóvember gegn Tottenham. Liðið hefur ekki tapað leik í tæplega einn og hálfan mánuð og á næst leik gegn Swansea á Þorláksmessu.Það er gaman hjá Hodgson.vísir/gettyLoksins mörk á útivelli Palace er búið vinna tvo leiki í röð og 0-3 útisigurinn á Leicester um helgina var einkar glæsilegur. Sérstaklega í ljósi þess að liðið hafði ekki skorað í tíu útileikjum í röð. Það er líka búið að halda hreinu í þremur útileikjum í röð en það er í fyrsta sinn í sögu Palace sem liðið nær þeim árangri. Eftir langa veru í fallsæti er Palace nú tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Þeir voru ekki margir sem sáu það gerast fyrir jól eða yfirhöfuð. Liðið var dauðadæmt að flestra mati og þá sérstaklega þar sem félagið ákvað að ráða Hodgson.Leið illa á botninum Sá gamli hefur sýnt að hann kann enn ýmislegt fyrir sér í fræðunum og heldur áfram að troða upp í efasemdarmenn. „Okkar leið illa á botninum og það var oft erfitt að horfa upp töfluna og sjá hvað við vorum langt á eftir öllum hinum," sagði Hodgson. „En við höfum leikið mjög vel síðustu vikur og ef við spilum svona alveg fram í maí eigum við mjög góða möguleika á því að bjarga sæti okkar í deildinni. Liðið er að spila vel og því kom þessi sigur mér ekki á óvart." Hodgson þarf svo að sveifla töfrasprotanum með stæl á milli jóla og nýárs en þá spilar lið hans við bæði Arsenal og Man. City. Alvöru próf sem Palace fær þar.
Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira