Enski boltinn

Morata: Ég þarf meiri tíma

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alvaro Morata
Alvaro Morata vísir/getty
Spánverjinn Alvaro Morata vill fá meiri tíma til þess að aðlagast ensku úrvalsdeildinni. Þetta sagði hann í viðtali við vefsíðu Chelsea.

Morata hefur ekki byrjað eins vel og menn vonuðust eftir með Englandsmeisturum Chelsea. Hann misnotaði vítaspyrnu í leiknum um Samfélagsskjöldinn og klúðraði dauðafæri á móti Tottenham

Þrátt fyrir það skoraði framherjinn sitt annað mark í tveimur leikjum á Stamford Bridge þegar Chelsea sigraði Everton um helgina. 

„Ég er ánægður með að hafa skorað, gefið stoðsendingu og að liðið vann,“ sagði Morata.

„Það er mikilvægt fyrir mig að fá að spila og aðlaga leik minn. Það er ekki auðvelt að koma í nýtt land, nýja deild og nýjan leikstíl. Ég þarf tíma til að aðlagast ensku úrvalsdeildinni. Liðsfélagar mínir eru að hjálpa mér með það og mér líður mjög vel hérna.“

Morata kom til félagsins til þess að fylla skarð Diego Costa, sem neitar að snúa aftur til Englands. Þessi 24 ára framherji segist þó ekki vera með neitt markmið í markaskorun.

„Ef ég fer að hugsa út í það ætti ég bara að fara að spila tennis. Það skiptir mig engu máli [hvort hann skori mörk], ég vil bara vinna. Þetta er liðsíþrótt.“


Tengdar fréttir

Chelsea með öruggan sigur á Everton

Cesc Fabregas og Alvaro Morata skoruðu bæði mörk Chelsea í 2-0 sigri liðsins á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans í Everton.

Morata þorði ekki í samkeppni við Harry Kane

Tottenham hefur ekki eytt einni krónu í nýja leikmenn í sumar það er um 30 milljörðum minna en Manchester City, liðið sem endaði einu sæti neðar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×