Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2017 06:00 Daníel Ólason er prófessor í sálfræði við HÍ. Vísir/E.Stefán Reglulega berast fregnir af því að niðurstöðum íþróttaviðburða sé hagrætt í því skyni að hafa af því fjárhagslegan ávinning í gegnum veðmálastarfsemi. Engin íþrótt er óhult en vandamálið er einna stærst í knattspyrnu og er íslensk knattspyrna þar ekki undanskilin. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar, þar sem þátttaka knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum var könnuð, voru kynntar á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær. Rúmlega 700 leikmenn svöruðu könnuninni og um sjö prósent þeirra viðurkenndu að hafa veðjað á úrslit eigin leikja.Sjá einnig:Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Daníel Ólason, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að tæpleg 30 prósent karlkyns leikmanna sem svöruðu könnuninni stundi peningaspil vikulega eða oftar. „Í þeim hópi er það um fimmtungur sem viðurkennir að veðja á eigin leiki,“ segir Daníel við Fréttablaðið. Konur eru mun ólíklegri til að stunda peningaspil. Aðeins 2,3 prósent kvenna gera það vikulega. Og langflestir þeirra sem stunda peningaspil gera það á erlendum vefsíðum. Raunar hafði helmingur allra karlkyns leikmanna veðjað á úrslit knattspyrnuleikja á erlendum vefsíðum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að 9,6 prósent leikmanna sem svöruðu sýna einkenni spilavanda. Samsvarandi hópur í þjóðarúrtaki er nokkru minni eða 2,5 prósent.Leikmenn mega ekki veðja „Rannsóknin segir ekkert um hvort úrslitum leikja á Íslandi hafi verið hagrætt,“ bendir Daníel á. „En freistingin er til staðar. Það eru miklir peningar undir og freistingin til að hafa áhrif á niðurstöðuna er til staðar.“ Hann segir að þó svo að heilt yfir sé ekki stór hópur leikmanna að veðja á úrslit eigin leikja sýni rannsóknin að hópurinn sé það stór að bregðast þurfi við. Samkvæmt reglum KSÍ mega samningsbundnir leikmenn á Íslandi ekki veðja á úrslit neinna leikja hér á landi – hvorki sinna eigin leikja eða annarra liða. Þorvaldur Ingimundarson er heilindafulltrúi KSÍ og segir að niðurstöðurnar komi sambandinu ekki á óvart. „Þetta eru vissulega háar tölur sem við sjáum í niðurstöðum rannsóknarinnar. Það staðfestir grun sem við höfum haft – að það er töluvert spilað og freistingin mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn,“ segir Þorvaldur.Aðeins tímaspursmál Rannsóknin er ein sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Daníel segir að í fyrra hafi verið framkvæmd rannsókn erlendis þar sem margar tegundir íþrótta voru skoðaðar. Þar kom í ljós að fjögur prósent leikmanna höfðu veðjað á eigin leiki. Niðurstaðan sýnir að það er mikil hætta á að veðmálahneyksli brjótist út á Íslandi, líkt og gerst hefur í nágrannalöndum Íslands. „Við verðum að horfast í augu við að það er líklegt að grunur vakni um óheilbrigða starfsemi af þessu tagi á Íslandi eins og annars staðar,“ segir Þorvaldur enn fremur. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt. 4. janúar 2017 06:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Reglulega berast fregnir af því að niðurstöðum íþróttaviðburða sé hagrætt í því skyni að hafa af því fjárhagslegan ávinning í gegnum veðmálastarfsemi. Engin íþrótt er óhult en vandamálið er einna stærst í knattspyrnu og er íslensk knattspyrna þar ekki undanskilin. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar, þar sem þátttaka knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum var könnuð, voru kynntar á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær. Rúmlega 700 leikmenn svöruðu könnuninni og um sjö prósent þeirra viðurkenndu að hafa veðjað á úrslit eigin leikja.Sjá einnig:Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Daníel Ólason, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að tæpleg 30 prósent karlkyns leikmanna sem svöruðu könnuninni stundi peningaspil vikulega eða oftar. „Í þeim hópi er það um fimmtungur sem viðurkennir að veðja á eigin leiki,“ segir Daníel við Fréttablaðið. Konur eru mun ólíklegri til að stunda peningaspil. Aðeins 2,3 prósent kvenna gera það vikulega. Og langflestir þeirra sem stunda peningaspil gera það á erlendum vefsíðum. Raunar hafði helmingur allra karlkyns leikmanna veðjað á úrslit knattspyrnuleikja á erlendum vefsíðum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að 9,6 prósent leikmanna sem svöruðu sýna einkenni spilavanda. Samsvarandi hópur í þjóðarúrtaki er nokkru minni eða 2,5 prósent.Leikmenn mega ekki veðja „Rannsóknin segir ekkert um hvort úrslitum leikja á Íslandi hafi verið hagrætt,“ bendir Daníel á. „En freistingin er til staðar. Það eru miklir peningar undir og freistingin til að hafa áhrif á niðurstöðuna er til staðar.“ Hann segir að þó svo að heilt yfir sé ekki stór hópur leikmanna að veðja á úrslit eigin leikja sýni rannsóknin að hópurinn sé það stór að bregðast þurfi við. Samkvæmt reglum KSÍ mega samningsbundnir leikmenn á Íslandi ekki veðja á úrslit neinna leikja hér á landi – hvorki sinna eigin leikja eða annarra liða. Þorvaldur Ingimundarson er heilindafulltrúi KSÍ og segir að niðurstöðurnar komi sambandinu ekki á óvart. „Þetta eru vissulega háar tölur sem við sjáum í niðurstöðum rannsóknarinnar. Það staðfestir grun sem við höfum haft – að það er töluvert spilað og freistingin mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn,“ segir Þorvaldur.Aðeins tímaspursmál Rannsóknin er ein sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Daníel segir að í fyrra hafi verið framkvæmd rannsókn erlendis þar sem margar tegundir íþrótta voru skoðaðar. Þar kom í ljós að fjögur prósent leikmanna höfðu veðjað á eigin leiki. Niðurstaðan sýnir að það er mikil hætta á að veðmálahneyksli brjótist út á Íslandi, líkt og gerst hefur í nágrannalöndum Íslands. „Við verðum að horfast í augu við að það er líklegt að grunur vakni um óheilbrigða starfsemi af þessu tagi á Íslandi eins og annars staðar,“ segir Þorvaldur enn fremur.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt. 4. janúar 2017 06:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt. 4. janúar 2017 06:30