Bandaríkin á leið niður „dimman veg“ undir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2017 10:41 Biden var varafoseti og náinn vinur Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Vísir/AFP Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé að leiða landið niður „dimman veg“ einangrunar á alþjóðavísu. „Við höfum virkilega áhyggjur af því að við séum á leið niður afar dimman veg. Það er ekki hræðsluáróður. Við erum að fara niður afar dimman veg sem einangrar Bandaríkin á heimssviðinu og þarf af leiðandi setur það hagsmuni Bandaríkjanna og bandarísku þjóðina í hættu frekar en að styrkja hana,“ sagði Biden við verðlaunaafhendingu í Washington-borg á fimmtudag. Þrátt fyrir þessa svörtu sýn á stöðu Bandaríkjanna nefndi Biden Trump aðeins á nafn nokkrum sinnum í ræðu sinni. Lýsti hann forsetanum sem „kjaftaski“ sem hefði alið á verstu hvötum Bandaríkjanna til að komast í embætti. Hann ógnaði nú áratugagömlum bandalögum sem Bandaríkin hefðu myndað, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. „Skírskotun lýðskrums og þjóðernishyggju er sírenusöngur, leið fyrir kjaftaska að auka völd sín, setja sjálfan sig á stall, brjóta niður tækin sem eru hönnuð í stjórnarskrá okkar til takmarka misbeitingu valds og að heimurinn sé settur úr jafnvægi,“ sagði Biden.Vísbending um að Biden og Trump taki beinni afstöðu gegn TrumpLíkti hann uppnefnum Trump í garð Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og herskárrar orðræðu forsetans við þá sem var ríkjandi í aðdraganda heimsstyrjaldanna á 20. öld. Trump hefur ítrekað uppnefnt Kim „litla eldflaugarmanninn“. „Að skiptast á fúkyrðum. Að setja fram niðrandi viðurnefndi. Að hóta því að „gereyða“ landi þar sem 25 milljónir manna búa. Svona óstöðugar aðgerðir gera ástandið aðeins verra og eyðir möguleikanum á viðræðum og eykur hættuna á átökunum,“ sagði Biden. Varaforsetinn fyrrverandi og Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafa fram að þessu verið tregir til að gagnrýna Trump með beinum hætti. Ræða Biden þykir benda til þess að sú stefna þeirra gæti verið að breytast. Orðrómar hafa verið um að Biden gæti jafnvel boðið sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020. Donald Trump Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé að leiða landið niður „dimman veg“ einangrunar á alþjóðavísu. „Við höfum virkilega áhyggjur af því að við séum á leið niður afar dimman veg. Það er ekki hræðsluáróður. Við erum að fara niður afar dimman veg sem einangrar Bandaríkin á heimssviðinu og þarf af leiðandi setur það hagsmuni Bandaríkjanna og bandarísku þjóðina í hættu frekar en að styrkja hana,“ sagði Biden við verðlaunaafhendingu í Washington-borg á fimmtudag. Þrátt fyrir þessa svörtu sýn á stöðu Bandaríkjanna nefndi Biden Trump aðeins á nafn nokkrum sinnum í ræðu sinni. Lýsti hann forsetanum sem „kjaftaski“ sem hefði alið á verstu hvötum Bandaríkjanna til að komast í embætti. Hann ógnaði nú áratugagömlum bandalögum sem Bandaríkin hefðu myndað, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. „Skírskotun lýðskrums og þjóðernishyggju er sírenusöngur, leið fyrir kjaftaska að auka völd sín, setja sjálfan sig á stall, brjóta niður tækin sem eru hönnuð í stjórnarskrá okkar til takmarka misbeitingu valds og að heimurinn sé settur úr jafnvægi,“ sagði Biden.Vísbending um að Biden og Trump taki beinni afstöðu gegn TrumpLíkti hann uppnefnum Trump í garð Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og herskárrar orðræðu forsetans við þá sem var ríkjandi í aðdraganda heimsstyrjaldanna á 20. öld. Trump hefur ítrekað uppnefnt Kim „litla eldflaugarmanninn“. „Að skiptast á fúkyrðum. Að setja fram niðrandi viðurnefndi. Að hóta því að „gereyða“ landi þar sem 25 milljónir manna búa. Svona óstöðugar aðgerðir gera ástandið aðeins verra og eyðir möguleikanum á viðræðum og eykur hættuna á átökunum,“ sagði Biden. Varaforsetinn fyrrverandi og Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafa fram að þessu verið tregir til að gagnrýna Trump með beinum hætti. Ræða Biden þykir benda til þess að sú stefna þeirra gæti verið að breytast. Orðrómar hafa verið um að Biden gæti jafnvel boðið sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020.
Donald Trump Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Sjá meira