Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2017 16:01 Leikarinn Geoffrey Rush þvertekur fyrir ásakanirnar. Vísir/afp Ástralski leikarinn Geoffrey Rush lét af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar fáeinum dögum eftir að mikilsvirtu áströlsku leikfélagi barst ásökun um „ósæmilega hegðun“ leikarans, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Rush þvertekur fyrir að hafa hegðað sér á ósæmilegan hátt við störf sín fyrir The Sydney Theatre Company, mikilsvirt leikfélag í Ástralíu. Fyrir um tveimur árum fór Rush með aðalhlutverk í uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi en svo virðist sem ásakanirnar megi rekja til þeirrar sýningar. Í tilkynningu, sem send var til fjölmiðla í dag, sagði Rush að hann teldi ósanngjarnt að samstarfsfólk hans yrði á einhvern hátt bendlað við ásakanir á borð við þær sem gefnar hafa verið út á hendur honum. Þá sagði Rush það hafa verið erfiða ákvörðun að stíga til hliðar sem formaður áströlsku kvikmyndaakademíunnar en taldi tafarlausa afsögn hið rétta í stöðunni „þangað til málið hefur verið leyst.“ Talið að leikkona hafi sakað Rush um áreitni Ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá The Sidney Theatre Company um ásakanirnar eða eðli hinnar „ósæmilegu hegðunar“ sem Rush er sakaður um. Samkvæmt tilkynningu frá leikfélaginu vill umkvörtunaraðilinn að trúnaður ríki um meðferð málsins og að Rush verði ekki viðriðinn frekari rannsókn. Samkvæmt fjölmiðlum í Ástralíu sakaði leikkona, sem starfaði við uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi, Rush um að hafa snert sig á óviðeigandi hátt. Rush hefur starfað sem leikari hjá The Sidney Theatre Company í 35 ár. Rush, sem er 66 ára gamall, hlaut Óskarsverðlaun árið 1997 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Shine og hefur þess utan verið tilnefndur þrisvar til verðlaunanna. Hann er þó einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Barbossa kapteinn í Pirates of the Caribbean-kvikmyndaseríunni. MeToo Ástralía Bíó og sjónvarp Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Ástralski leikarinn Geoffrey Rush lét af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar fáeinum dögum eftir að mikilsvirtu áströlsku leikfélagi barst ásökun um „ósæmilega hegðun“ leikarans, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Rush þvertekur fyrir að hafa hegðað sér á ósæmilegan hátt við störf sín fyrir The Sydney Theatre Company, mikilsvirt leikfélag í Ástralíu. Fyrir um tveimur árum fór Rush með aðalhlutverk í uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi en svo virðist sem ásakanirnar megi rekja til þeirrar sýningar. Í tilkynningu, sem send var til fjölmiðla í dag, sagði Rush að hann teldi ósanngjarnt að samstarfsfólk hans yrði á einhvern hátt bendlað við ásakanir á borð við þær sem gefnar hafa verið út á hendur honum. Þá sagði Rush það hafa verið erfiða ákvörðun að stíga til hliðar sem formaður áströlsku kvikmyndaakademíunnar en taldi tafarlausa afsögn hið rétta í stöðunni „þangað til málið hefur verið leyst.“ Talið að leikkona hafi sakað Rush um áreitni Ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá The Sidney Theatre Company um ásakanirnar eða eðli hinnar „ósæmilegu hegðunar“ sem Rush er sakaður um. Samkvæmt tilkynningu frá leikfélaginu vill umkvörtunaraðilinn að trúnaður ríki um meðferð málsins og að Rush verði ekki viðriðinn frekari rannsókn. Samkvæmt fjölmiðlum í Ástralíu sakaði leikkona, sem starfaði við uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi, Rush um að hafa snert sig á óviðeigandi hátt. Rush hefur starfað sem leikari hjá The Sidney Theatre Company í 35 ár. Rush, sem er 66 ára gamall, hlaut Óskarsverðlaun árið 1997 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Shine og hefur þess utan verið tilnefndur þrisvar til verðlaunanna. Hann er þó einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Barbossa kapteinn í Pirates of the Caribbean-kvikmyndaseríunni.
MeToo Ástralía Bíó og sjónvarp Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira