Íslamska ríkið stendur á tímamótum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júní 2017 07:00 Hin skakka al-Hadba mínaretta al-Nuri moskunnar trónir yfir rústum Mósúl, áður en hún var sprengd. Nordicphotos/AFP Eyðilegging al-Nuri moskunnar í írösku borginni Mósúl er opinber viðurkenning Íslamska ríkisins á því að það hafi tapað orrustunni um borgina. Sú er skoðun Haiders al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, sem hann lýsti í gær. Eins og greint hefur verið frá segja Írakar að ISIS hafi sprengt upp moskuna á miðvikudag. ISIS bendir hins vegar á Bandaríkjamenn sem neita sjálfir sök. Moskan, sem var ríflega 800 ára gömul, er merkileg í sögu ISIS þar sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, lýsti formlega yfir stofnun svokallaðs kalífadæmis þar í júlí 2014. Á undanförnum þremur árum hefur hið svokallaða kalífadæmi bæði unnið sigra og tapað. Margir leiðtoga þess hafa fallið í árásum og þá hafa samtökin þurft að færa höfuðstöðvar sínar frá Baqubah í Írak til Rakka í Sýrlandi og þaðan til Mayadin, einnig í Sýrlandi. Allt bendir nú til þess að ISIS sé við það að tapa tveimur stærstu borgunum sem hafa verið á valdi þeirra; Rakka og Mósúl. Í gær greindi Reuters frá því að hersveitir sýrlenskra uppreisnarmanna væru við það að umkringja samtökin í Rakka. Um er að ræða arabíska og kúrdíska vígamenn sem njóta stuðnings bandaríska flughersins. Búist er við því að þeim takist að hrekja ISIS frá borginni en þar hafa samtökin ríkt frá árinu 2014. Orrustan um Mósúl hefur staðið yfir frá því í október síðastliðnum. Hafa Kúrdar og Arabar unnið með hernaðarbandalagi Bandaríkjamanna og tilkynnti ríkisstjórn Íraks að tekist hefði að vinna austurhluta borgarinnar af ISIS í janúar. Verr hefur gengið í vesturhlutanum en á sunnudag tilkynnti íraski herinn um lokakafla orrustunnar. Herinn telur að um 300 skæruliðar séu eftir í borginni, samanborið við 6.000 í október. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir ISIS rannsakar rússneska varnarmálaráðuneytið hvort tekist hafi að fella al-Baghdadi sjálfan í loftárás á Rakka. Óljóst er hvort sú sé raunin en margoft áður hefur dauða al-Baghdadis verið lýst yfir. Fall ISIS er þó ekki gulltryggt með væntanlegum ósigrum samtakanna í Rakka og Mósúl, að því er The Independent greinir frá í umfjöllun sinni. Segir þar að fólki í kalífadæminu muni vissulega snarfækka og áhrif þess minnka en að kalífadæmið sjálft sé ekki nauðsynlegt ISIS. Án kalífadæmisins getur ISIS enn þrifist utan stórborga Mið-Austurlanda, rétt eins og samtökin gerðu árið 2013. Gætu samtökin enn skipulagt hryðjuverkaárásir sem og haft áhrif á fólk á Vesturlöndum og hvatt til hryðjuverka líkt og þeirra sem áttu sér stað í París, Brussel og Manchester. Vísir/AFP Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Eyðilegging al-Nuri moskunnar í írösku borginni Mósúl er opinber viðurkenning Íslamska ríkisins á því að það hafi tapað orrustunni um borgina. Sú er skoðun Haiders al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, sem hann lýsti í gær. Eins og greint hefur verið frá segja Írakar að ISIS hafi sprengt upp moskuna á miðvikudag. ISIS bendir hins vegar á Bandaríkjamenn sem neita sjálfir sök. Moskan, sem var ríflega 800 ára gömul, er merkileg í sögu ISIS þar sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, lýsti formlega yfir stofnun svokallaðs kalífadæmis þar í júlí 2014. Á undanförnum þremur árum hefur hið svokallaða kalífadæmi bæði unnið sigra og tapað. Margir leiðtoga þess hafa fallið í árásum og þá hafa samtökin þurft að færa höfuðstöðvar sínar frá Baqubah í Írak til Rakka í Sýrlandi og þaðan til Mayadin, einnig í Sýrlandi. Allt bendir nú til þess að ISIS sé við það að tapa tveimur stærstu borgunum sem hafa verið á valdi þeirra; Rakka og Mósúl. Í gær greindi Reuters frá því að hersveitir sýrlenskra uppreisnarmanna væru við það að umkringja samtökin í Rakka. Um er að ræða arabíska og kúrdíska vígamenn sem njóta stuðnings bandaríska flughersins. Búist er við því að þeim takist að hrekja ISIS frá borginni en þar hafa samtökin ríkt frá árinu 2014. Orrustan um Mósúl hefur staðið yfir frá því í október síðastliðnum. Hafa Kúrdar og Arabar unnið með hernaðarbandalagi Bandaríkjamanna og tilkynnti ríkisstjórn Íraks að tekist hefði að vinna austurhluta borgarinnar af ISIS í janúar. Verr hefur gengið í vesturhlutanum en á sunnudag tilkynnti íraski herinn um lokakafla orrustunnar. Herinn telur að um 300 skæruliðar séu eftir í borginni, samanborið við 6.000 í október. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir ISIS rannsakar rússneska varnarmálaráðuneytið hvort tekist hafi að fella al-Baghdadi sjálfan í loftárás á Rakka. Óljóst er hvort sú sé raunin en margoft áður hefur dauða al-Baghdadis verið lýst yfir. Fall ISIS er þó ekki gulltryggt með væntanlegum ósigrum samtakanna í Rakka og Mósúl, að því er The Independent greinir frá í umfjöllun sinni. Segir þar að fólki í kalífadæminu muni vissulega snarfækka og áhrif þess minnka en að kalífadæmið sjálft sé ekki nauðsynlegt ISIS. Án kalífadæmisins getur ISIS enn þrifist utan stórborga Mið-Austurlanda, rétt eins og samtökin gerðu árið 2013. Gætu samtökin enn skipulagt hryðjuverkaárásir sem og haft áhrif á fólk á Vesturlöndum og hvatt til hryðjuverka líkt og þeirra sem áttu sér stað í París, Brussel og Manchester. Vísir/AFP
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira