Íslamska ríkið stendur á tímamótum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júní 2017 07:00 Hin skakka al-Hadba mínaretta al-Nuri moskunnar trónir yfir rústum Mósúl, áður en hún var sprengd. Nordicphotos/AFP Eyðilegging al-Nuri moskunnar í írösku borginni Mósúl er opinber viðurkenning Íslamska ríkisins á því að það hafi tapað orrustunni um borgina. Sú er skoðun Haiders al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, sem hann lýsti í gær. Eins og greint hefur verið frá segja Írakar að ISIS hafi sprengt upp moskuna á miðvikudag. ISIS bendir hins vegar á Bandaríkjamenn sem neita sjálfir sök. Moskan, sem var ríflega 800 ára gömul, er merkileg í sögu ISIS þar sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, lýsti formlega yfir stofnun svokallaðs kalífadæmis þar í júlí 2014. Á undanförnum þremur árum hefur hið svokallaða kalífadæmi bæði unnið sigra og tapað. Margir leiðtoga þess hafa fallið í árásum og þá hafa samtökin þurft að færa höfuðstöðvar sínar frá Baqubah í Írak til Rakka í Sýrlandi og þaðan til Mayadin, einnig í Sýrlandi. Allt bendir nú til þess að ISIS sé við það að tapa tveimur stærstu borgunum sem hafa verið á valdi þeirra; Rakka og Mósúl. Í gær greindi Reuters frá því að hersveitir sýrlenskra uppreisnarmanna væru við það að umkringja samtökin í Rakka. Um er að ræða arabíska og kúrdíska vígamenn sem njóta stuðnings bandaríska flughersins. Búist er við því að þeim takist að hrekja ISIS frá borginni en þar hafa samtökin ríkt frá árinu 2014. Orrustan um Mósúl hefur staðið yfir frá því í október síðastliðnum. Hafa Kúrdar og Arabar unnið með hernaðarbandalagi Bandaríkjamanna og tilkynnti ríkisstjórn Íraks að tekist hefði að vinna austurhluta borgarinnar af ISIS í janúar. Verr hefur gengið í vesturhlutanum en á sunnudag tilkynnti íraski herinn um lokakafla orrustunnar. Herinn telur að um 300 skæruliðar séu eftir í borginni, samanborið við 6.000 í október. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir ISIS rannsakar rússneska varnarmálaráðuneytið hvort tekist hafi að fella al-Baghdadi sjálfan í loftárás á Rakka. Óljóst er hvort sú sé raunin en margoft áður hefur dauða al-Baghdadis verið lýst yfir. Fall ISIS er þó ekki gulltryggt með væntanlegum ósigrum samtakanna í Rakka og Mósúl, að því er The Independent greinir frá í umfjöllun sinni. Segir þar að fólki í kalífadæminu muni vissulega snarfækka og áhrif þess minnka en að kalífadæmið sjálft sé ekki nauðsynlegt ISIS. Án kalífadæmisins getur ISIS enn þrifist utan stórborga Mið-Austurlanda, rétt eins og samtökin gerðu árið 2013. Gætu samtökin enn skipulagt hryðjuverkaárásir sem og haft áhrif á fólk á Vesturlöndum og hvatt til hryðjuverka líkt og þeirra sem áttu sér stað í París, Brussel og Manchester. Vísir/AFP Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Sjá meira
Eyðilegging al-Nuri moskunnar í írösku borginni Mósúl er opinber viðurkenning Íslamska ríkisins á því að það hafi tapað orrustunni um borgina. Sú er skoðun Haiders al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, sem hann lýsti í gær. Eins og greint hefur verið frá segja Írakar að ISIS hafi sprengt upp moskuna á miðvikudag. ISIS bendir hins vegar á Bandaríkjamenn sem neita sjálfir sök. Moskan, sem var ríflega 800 ára gömul, er merkileg í sögu ISIS þar sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, lýsti formlega yfir stofnun svokallaðs kalífadæmis þar í júlí 2014. Á undanförnum þremur árum hefur hið svokallaða kalífadæmi bæði unnið sigra og tapað. Margir leiðtoga þess hafa fallið í árásum og þá hafa samtökin þurft að færa höfuðstöðvar sínar frá Baqubah í Írak til Rakka í Sýrlandi og þaðan til Mayadin, einnig í Sýrlandi. Allt bendir nú til þess að ISIS sé við það að tapa tveimur stærstu borgunum sem hafa verið á valdi þeirra; Rakka og Mósúl. Í gær greindi Reuters frá því að hersveitir sýrlenskra uppreisnarmanna væru við það að umkringja samtökin í Rakka. Um er að ræða arabíska og kúrdíska vígamenn sem njóta stuðnings bandaríska flughersins. Búist er við því að þeim takist að hrekja ISIS frá borginni en þar hafa samtökin ríkt frá árinu 2014. Orrustan um Mósúl hefur staðið yfir frá því í október síðastliðnum. Hafa Kúrdar og Arabar unnið með hernaðarbandalagi Bandaríkjamanna og tilkynnti ríkisstjórn Íraks að tekist hefði að vinna austurhluta borgarinnar af ISIS í janúar. Verr hefur gengið í vesturhlutanum en á sunnudag tilkynnti íraski herinn um lokakafla orrustunnar. Herinn telur að um 300 skæruliðar séu eftir í borginni, samanborið við 6.000 í október. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir ISIS rannsakar rússneska varnarmálaráðuneytið hvort tekist hafi að fella al-Baghdadi sjálfan í loftárás á Rakka. Óljóst er hvort sú sé raunin en margoft áður hefur dauða al-Baghdadis verið lýst yfir. Fall ISIS er þó ekki gulltryggt með væntanlegum ósigrum samtakanna í Rakka og Mósúl, að því er The Independent greinir frá í umfjöllun sinni. Segir þar að fólki í kalífadæminu muni vissulega snarfækka og áhrif þess minnka en að kalífadæmið sjálft sé ekki nauðsynlegt ISIS. Án kalífadæmisins getur ISIS enn þrifist utan stórborga Mið-Austurlanda, rétt eins og samtökin gerðu árið 2013. Gætu samtökin enn skipulagt hryðjuverkaárásir sem og haft áhrif á fólk á Vesturlöndum og hvatt til hryðjuverka líkt og þeirra sem áttu sér stað í París, Brussel og Manchester. Vísir/AFP
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Sjá meira