Pútín og Assad funduðu í Sochi Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2017 08:35 Þetta er í annað sinn sem Bashar al-Assad Sýrlandsforseti heimsækir Rússland frá því að stríðið braust út í Sýrlandi árið 2011. Vísir/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í rússneska bænum Sochi við Svartahaf í gær. Ekki var greint frá því fyrir fundinn hvað stæði til og var fyrst sagt frá fundi forsetanna í morgun. Reuters greinir frá.Forsetarnir ræddu meðal annars ástandið í Sýrlandi en sýrlenski herinn náði yfirráðum í bænum al-Bukamal um helgina. Borginni hafði verið lýst sem síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna ISIS í landinu. „Við eigum enn langt í land áður en við náum algerum sigri á hryðjuverkamönnunum. En hvað varðar sameiginlega vinnu okkar að sigra hryðjuverkasamtök innan landsvæðis Sýrlands, þá má segja að hernaðarlegum aðgerðum fari senn að ljúka,“ sagði Pútín í samtali við rússneska sjónvarpsstöð. Forsetinn rússneski óskaði Assad til hamingju með árangur Sýrlands í baráttunni gegn hryðjuverkum og þá þakkaði Assad Rússlandsstjórn fyrir bæði pólitískan og hernaðarlegan stuðning. Um var að ræða aðra ferð sýrlenska forsetans til Rússlands frá því að stríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Pútín segir mikilvægasta verkefnið nú sé að vinna að pólitískum lausnum og benti á að sýrlenskur starfsbróðir sinn væri reiðubúinn að vinna með öllum þeim sem vilja vinna að friði í landinu.Ræðir við Trump Pútín sagðist ennfremur ætla að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta og fjölda leiðtoga ríkja í Mið-Austurlöndum um ástandið í Sýrlandi í síma í dag og þá mun hann funda með leiðtogum Írans og Tyrklands, Hassan Rouhani og Recep Tayyip Erdogan, á morgun. Rouhani lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi í morgun að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi nú liðið undir lok. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í rússneska bænum Sochi við Svartahaf í gær. Ekki var greint frá því fyrir fundinn hvað stæði til og var fyrst sagt frá fundi forsetanna í morgun. Reuters greinir frá.Forsetarnir ræddu meðal annars ástandið í Sýrlandi en sýrlenski herinn náði yfirráðum í bænum al-Bukamal um helgina. Borginni hafði verið lýst sem síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna ISIS í landinu. „Við eigum enn langt í land áður en við náum algerum sigri á hryðjuverkamönnunum. En hvað varðar sameiginlega vinnu okkar að sigra hryðjuverkasamtök innan landsvæðis Sýrlands, þá má segja að hernaðarlegum aðgerðum fari senn að ljúka,“ sagði Pútín í samtali við rússneska sjónvarpsstöð. Forsetinn rússneski óskaði Assad til hamingju með árangur Sýrlands í baráttunni gegn hryðjuverkum og þá þakkaði Assad Rússlandsstjórn fyrir bæði pólitískan og hernaðarlegan stuðning. Um var að ræða aðra ferð sýrlenska forsetans til Rússlands frá því að stríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Pútín segir mikilvægasta verkefnið nú sé að vinna að pólitískum lausnum og benti á að sýrlenskur starfsbróðir sinn væri reiðubúinn að vinna með öllum þeim sem vilja vinna að friði í landinu.Ræðir við Trump Pútín sagðist ennfremur ætla að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta og fjölda leiðtoga ríkja í Mið-Austurlöndum um ástandið í Sýrlandi í síma í dag og þá mun hann funda með leiðtogum Írans og Tyrklands, Hassan Rouhani og Recep Tayyip Erdogan, á morgun. Rouhani lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi í morgun að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi nú liðið undir lok.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33
Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45