Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2017 21:45 Frá aðgerðum hersins í Rawa. Vísir/AFP Írakski herinn og bandamenn stjórnvalda í Baghdad hafa tekið síðasta bæinn sem vígamenn Íslamska ríkisins stjórnuðu í landinu. Bærinn Rawa féll í leiftursókn í dag og segja yfirvöld að hann hafi verið frelsaður að fullu. Samtökin hafa nú tapað nánast öllu af því landsvæði sem þau stjórnuðu þegar Abu Bakr al-Baghdadi lýsti yfir stofnun Kalífadæmisins í Írak og Sýrlandi árið 2014. Haider al-Abadi segir að herinn muni nú framkvæma leitaraðgerðir í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Herinn sneyddi fram hjá Rawa í sókn sinni að borginni al-Qaim sem er við landamæri Sýrlands. Sú borg var frelsuð í byrjun mánaðarins. Sýrlandsmegin við landamærin berjast sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, enn um borgina Abu Kamal.Sjá einnig: ISIS-liðar sagðir byggja upp lokavarnir sínar Talsmaður bandalags Bandaríkjanna gegn ISIS sagði „daga hins falska Kalífadæmis“ vera liðna.Daesh crumbles! Iraqi Security Forces liberate Rawa, last urban area in Iraq held by ISIS. @CJTFOIR proud to stand with Iraq! #defeatdaesh pic.twitter.com/TWmkAvqEPI— OIR Spokesman (@OIRSpox) November 17, 2017 Sérfræðingar búast nú við því að ISIS muni snúa sér aftur að rótum sínum. Það er skæruliðahernaði og hryðjuverkaárásum. Það ferli hafi verið í undirbúningi um nokkuð skeið. Greinendur Institute for the Study of War segja að áhersla Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafi verið að berjast um yfirráðasvæði við ISIS, hafi gefið samtökunum tíma og rúm til þess að endurskipuleggja sig. Sömuleiðs séu þær aðstæður sem hafi gert samtökunum mögulegt að blómstra enn til staðar og er þar átt við deilur á milli fylkinga og þjóðflokka í landinu.Hverfa í skuggana Sömuleiðis segja sérfræðingar sem hafa fylgst með samtökunum á samfélagsmiðlum eins og Telegram að ein af fjölmiðladeildum ISIS, Al Naba, hafi birt upplýsingar um endurskipulagninguna í síðasta mánuði.Sjá einnig: Komið að endalokum Kalífadæmisins Þar var vísað til ársins 2008 þegar ISIS, sem þá hét Islamic State of Iraq, hafði gefið verulega undan í átökum við bandaríska herinn. Vígamönnum samtakanna var þá skipt niður í smærri hópa og þjálfaðir í sérhæfðum verkefnum eins og sprengjugerð, sprengjuárásum og upplýsingaöflun. Undanfarna mánuði hafa vígamenn ISIS ekki barist af jafn miklum krafti og áður og hafa embættismenn útskýrt þetta með yfirlýsingum um að baráttuvilji samtakanna sé ekki til staðar. Þetta gæti verið útskýrt með því að vígamenn ISIS hafi horfið aftur í skuggana og vinni nú að því að undirbúa skæruliðahernað. Mið-Austurlönd Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Írakski herinn og bandamenn stjórnvalda í Baghdad hafa tekið síðasta bæinn sem vígamenn Íslamska ríkisins stjórnuðu í landinu. Bærinn Rawa féll í leiftursókn í dag og segja yfirvöld að hann hafi verið frelsaður að fullu. Samtökin hafa nú tapað nánast öllu af því landsvæði sem þau stjórnuðu þegar Abu Bakr al-Baghdadi lýsti yfir stofnun Kalífadæmisins í Írak og Sýrlandi árið 2014. Haider al-Abadi segir að herinn muni nú framkvæma leitaraðgerðir í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Herinn sneyddi fram hjá Rawa í sókn sinni að borginni al-Qaim sem er við landamæri Sýrlands. Sú borg var frelsuð í byrjun mánaðarins. Sýrlandsmegin við landamærin berjast sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, enn um borgina Abu Kamal.Sjá einnig: ISIS-liðar sagðir byggja upp lokavarnir sínar Talsmaður bandalags Bandaríkjanna gegn ISIS sagði „daga hins falska Kalífadæmis“ vera liðna.Daesh crumbles! Iraqi Security Forces liberate Rawa, last urban area in Iraq held by ISIS. @CJTFOIR proud to stand with Iraq! #defeatdaesh pic.twitter.com/TWmkAvqEPI— OIR Spokesman (@OIRSpox) November 17, 2017 Sérfræðingar búast nú við því að ISIS muni snúa sér aftur að rótum sínum. Það er skæruliðahernaði og hryðjuverkaárásum. Það ferli hafi verið í undirbúningi um nokkuð skeið. Greinendur Institute for the Study of War segja að áhersla Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafi verið að berjast um yfirráðasvæði við ISIS, hafi gefið samtökunum tíma og rúm til þess að endurskipuleggja sig. Sömuleiðs séu þær aðstæður sem hafi gert samtökunum mögulegt að blómstra enn til staðar og er þar átt við deilur á milli fylkinga og þjóðflokka í landinu.Hverfa í skuggana Sömuleiðis segja sérfræðingar sem hafa fylgst með samtökunum á samfélagsmiðlum eins og Telegram að ein af fjölmiðladeildum ISIS, Al Naba, hafi birt upplýsingar um endurskipulagninguna í síðasta mánuði.Sjá einnig: Komið að endalokum Kalífadæmisins Þar var vísað til ársins 2008 þegar ISIS, sem þá hét Islamic State of Iraq, hafði gefið verulega undan í átökum við bandaríska herinn. Vígamönnum samtakanna var þá skipt niður í smærri hópa og þjálfaðir í sérhæfðum verkefnum eins og sprengjugerð, sprengjuárásum og upplýsingaöflun. Undanfarna mánuði hafa vígamenn ISIS ekki barist af jafn miklum krafti og áður og hafa embættismenn útskýrt þetta með yfirlýsingum um að baráttuvilji samtakanna sé ekki til staðar. Þetta gæti verið útskýrt með því að vígamenn ISIS hafi horfið aftur í skuggana og vinni nú að því að undirbúa skæruliðahernað.
Mið-Austurlönd Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira