Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 22:33 Ellefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með ályktuninni. Egyptaland og Kína sátu hjá og Bólivía og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Vísir/AFP Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum beitti neitunarvaldi gegn ályktun Öryggisráðsins um að hefja að nýja alþjóðlega rannsókn á notkun efnavopna í Sýrlandi. Rannsókninni hefði verið ætlað að komast að því hverjir hefðu verið að beita efnavopnum í landinu. Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Ályktunin sneri að því að endurvekja rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, sem Rússar komu í veg fyrir að yrði framlengd í síðasta mánuði.Sjá einnig: Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í SýrlandiEllefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með ályktuninni, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Egyptaland og Kína sátu hjá og Bólivía og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Ályktanir þurfa einungis níu atkvæði til að vera samþykktar en Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kína og Frakkland geta beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir samþykktir.Beiting neitunarvaldsins hefur verið harðlega gagnrýnd af sendiherrum Bandaríkjanna og Frakklands. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa veitt Öryggisráðinu „þungt högg“. „Með því að stöðva viðleitanir ráðsins til að bera kennsl á gerendur hefur Rússland dregið úr getu okkar til að koma í veg fyrir árásir í framtíðinni.“ „Skilaboðin til allra sem eru að hlusta eru í rauninni skýr: Rússland sættir sig við beitingu efnavopna í Sýrlandi,“ sagði hún. Francois Delattre, sendiherra Frakklands, sló á svipaða strengi og sagði að erfiðara yrði að koma í veg fyrir efnavopnaárásir í framtíðinni. „Svo það sé á hreinu, þá höfum við gefið skrímsli lausan tauminn hér í kvöld,“ sagði Delattre. Rússar höfðu gagnrýnt niðurstöður rannsakenda Sameinuðu þjóðanna og OPCW sem birtar voru í síðasta mánuði um að saríngasi hefði verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun í apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad um að hafa framkvæmt árásina. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á árásinni.Sjá einnig: Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinniSkömmu fyrir atkvæðagreiðsluna um ályktunina í kvöld, sem lögð var fram af Bandaríkjunum, drógu Rússar til baka ályktun sem þeir höfðu lagt fram. Þar var farið fram á að niðurstöður rannsóknarinnar varðandi Khan Sheikhoun yrðu felldar niður og önnur „allsherjar og hágæða rannsókn“ færi fram. Ályktunin var dregin til baka eftir að Rússar töpuðu atkvæðagreiðslu um að taka ályktun Bandaríkjanna fyrir fyrst. Tengdar fréttir Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla Sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan færslum á samfélagsmiðlum er ástæða þess að hermálayfirvöld í Rússlandi ætla að banna notkun þeirra í hernum. 5. október 2017 17:44 Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07 May sakar Rússa um afskipti af kosningum á Vesturlöndum Forsætisráðherra Breta sakar Rússlandsforseta og rússnesk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir. 14. nóvember 2017 08:15 „Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera sönnun þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. 14. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum beitti neitunarvaldi gegn ályktun Öryggisráðsins um að hefja að nýja alþjóðlega rannsókn á notkun efnavopna í Sýrlandi. Rannsókninni hefði verið ætlað að komast að því hverjir hefðu verið að beita efnavopnum í landinu. Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Ályktunin sneri að því að endurvekja rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, sem Rússar komu í veg fyrir að yrði framlengd í síðasta mánuði.Sjá einnig: Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í SýrlandiEllefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með ályktuninni, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Egyptaland og Kína sátu hjá og Bólivía og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Ályktanir þurfa einungis níu atkvæði til að vera samþykktar en Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kína og Frakkland geta beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir samþykktir.Beiting neitunarvaldsins hefur verið harðlega gagnrýnd af sendiherrum Bandaríkjanna og Frakklands. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa veitt Öryggisráðinu „þungt högg“. „Með því að stöðva viðleitanir ráðsins til að bera kennsl á gerendur hefur Rússland dregið úr getu okkar til að koma í veg fyrir árásir í framtíðinni.“ „Skilaboðin til allra sem eru að hlusta eru í rauninni skýr: Rússland sættir sig við beitingu efnavopna í Sýrlandi,“ sagði hún. Francois Delattre, sendiherra Frakklands, sló á svipaða strengi og sagði að erfiðara yrði að koma í veg fyrir efnavopnaárásir í framtíðinni. „Svo það sé á hreinu, þá höfum við gefið skrímsli lausan tauminn hér í kvöld,“ sagði Delattre. Rússar höfðu gagnrýnt niðurstöður rannsakenda Sameinuðu þjóðanna og OPCW sem birtar voru í síðasta mánuði um að saríngasi hefði verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun í apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad um að hafa framkvæmt árásina. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á árásinni.Sjá einnig: Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinniSkömmu fyrir atkvæðagreiðsluna um ályktunina í kvöld, sem lögð var fram af Bandaríkjunum, drógu Rússar til baka ályktun sem þeir höfðu lagt fram. Þar var farið fram á að niðurstöður rannsóknarinnar varðandi Khan Sheikhoun yrðu felldar niður og önnur „allsherjar og hágæða rannsókn“ færi fram. Ályktunin var dregin til baka eftir að Rússar töpuðu atkvæðagreiðslu um að taka ályktun Bandaríkjanna fyrir fyrst.
Tengdar fréttir Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla Sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan færslum á samfélagsmiðlum er ástæða þess að hermálayfirvöld í Rússlandi ætla að banna notkun þeirra í hernum. 5. október 2017 17:44 Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07 May sakar Rússa um afskipti af kosningum á Vesturlöndum Forsætisráðherra Breta sakar Rússlandsforseta og rússnesk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir. 14. nóvember 2017 08:15 „Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera sönnun þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. 14. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla Sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan færslum á samfélagsmiðlum er ástæða þess að hermálayfirvöld í Rússlandi ætla að banna notkun þeirra í hernum. 5. október 2017 17:44
Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07
May sakar Rússa um afskipti af kosningum á Vesturlöndum Forsætisráðherra Breta sakar Rússlandsforseta og rússnesk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir. 14. nóvember 2017 08:15
„Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera sönnun þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. 14. nóvember 2017 18:54