Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 22:33 Ellefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með ályktuninni. Egyptaland og Kína sátu hjá og Bólivía og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Vísir/AFP Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum beitti neitunarvaldi gegn ályktun Öryggisráðsins um að hefja að nýja alþjóðlega rannsókn á notkun efnavopna í Sýrlandi. Rannsókninni hefði verið ætlað að komast að því hverjir hefðu verið að beita efnavopnum í landinu. Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Ályktunin sneri að því að endurvekja rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, sem Rússar komu í veg fyrir að yrði framlengd í síðasta mánuði.Sjá einnig: Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í SýrlandiEllefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með ályktuninni, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Egyptaland og Kína sátu hjá og Bólivía og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Ályktanir þurfa einungis níu atkvæði til að vera samþykktar en Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kína og Frakkland geta beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir samþykktir.Beiting neitunarvaldsins hefur verið harðlega gagnrýnd af sendiherrum Bandaríkjanna og Frakklands. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa veitt Öryggisráðinu „þungt högg“. „Með því að stöðva viðleitanir ráðsins til að bera kennsl á gerendur hefur Rússland dregið úr getu okkar til að koma í veg fyrir árásir í framtíðinni.“ „Skilaboðin til allra sem eru að hlusta eru í rauninni skýr: Rússland sættir sig við beitingu efnavopna í Sýrlandi,“ sagði hún. Francois Delattre, sendiherra Frakklands, sló á svipaða strengi og sagði að erfiðara yrði að koma í veg fyrir efnavopnaárásir í framtíðinni. „Svo það sé á hreinu, þá höfum við gefið skrímsli lausan tauminn hér í kvöld,“ sagði Delattre. Rússar höfðu gagnrýnt niðurstöður rannsakenda Sameinuðu þjóðanna og OPCW sem birtar voru í síðasta mánuði um að saríngasi hefði verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun í apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad um að hafa framkvæmt árásina. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á árásinni.Sjá einnig: Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinniSkömmu fyrir atkvæðagreiðsluna um ályktunina í kvöld, sem lögð var fram af Bandaríkjunum, drógu Rússar til baka ályktun sem þeir höfðu lagt fram. Þar var farið fram á að niðurstöður rannsóknarinnar varðandi Khan Sheikhoun yrðu felldar niður og önnur „allsherjar og hágæða rannsókn“ færi fram. Ályktunin var dregin til baka eftir að Rússar töpuðu atkvæðagreiðslu um að taka ályktun Bandaríkjanna fyrir fyrst. Tengdar fréttir Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla Sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan færslum á samfélagsmiðlum er ástæða þess að hermálayfirvöld í Rússlandi ætla að banna notkun þeirra í hernum. 5. október 2017 17:44 Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07 May sakar Rússa um afskipti af kosningum á Vesturlöndum Forsætisráðherra Breta sakar Rússlandsforseta og rússnesk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir. 14. nóvember 2017 08:15 „Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera sönnun þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. 14. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum beitti neitunarvaldi gegn ályktun Öryggisráðsins um að hefja að nýja alþjóðlega rannsókn á notkun efnavopna í Sýrlandi. Rannsókninni hefði verið ætlað að komast að því hverjir hefðu verið að beita efnavopnum í landinu. Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Ályktunin sneri að því að endurvekja rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, sem Rússar komu í veg fyrir að yrði framlengd í síðasta mánuði.Sjá einnig: Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í SýrlandiEllefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með ályktuninni, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Egyptaland og Kína sátu hjá og Bólivía og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Ályktanir þurfa einungis níu atkvæði til að vera samþykktar en Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kína og Frakkland geta beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir samþykktir.Beiting neitunarvaldsins hefur verið harðlega gagnrýnd af sendiherrum Bandaríkjanna og Frakklands. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa veitt Öryggisráðinu „þungt högg“. „Með því að stöðva viðleitanir ráðsins til að bera kennsl á gerendur hefur Rússland dregið úr getu okkar til að koma í veg fyrir árásir í framtíðinni.“ „Skilaboðin til allra sem eru að hlusta eru í rauninni skýr: Rússland sættir sig við beitingu efnavopna í Sýrlandi,“ sagði hún. Francois Delattre, sendiherra Frakklands, sló á svipaða strengi og sagði að erfiðara yrði að koma í veg fyrir efnavopnaárásir í framtíðinni. „Svo það sé á hreinu, þá höfum við gefið skrímsli lausan tauminn hér í kvöld,“ sagði Delattre. Rússar höfðu gagnrýnt niðurstöður rannsakenda Sameinuðu þjóðanna og OPCW sem birtar voru í síðasta mánuði um að saríngasi hefði verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun í apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad um að hafa framkvæmt árásina. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á árásinni.Sjá einnig: Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinniSkömmu fyrir atkvæðagreiðsluna um ályktunina í kvöld, sem lögð var fram af Bandaríkjunum, drógu Rússar til baka ályktun sem þeir höfðu lagt fram. Þar var farið fram á að niðurstöður rannsóknarinnar varðandi Khan Sheikhoun yrðu felldar niður og önnur „allsherjar og hágæða rannsókn“ færi fram. Ályktunin var dregin til baka eftir að Rússar töpuðu atkvæðagreiðslu um að taka ályktun Bandaríkjanna fyrir fyrst.
Tengdar fréttir Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla Sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan færslum á samfélagsmiðlum er ástæða þess að hermálayfirvöld í Rússlandi ætla að banna notkun þeirra í hernum. 5. október 2017 17:44 Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07 May sakar Rússa um afskipti af kosningum á Vesturlöndum Forsætisráðherra Breta sakar Rússlandsforseta og rússnesk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir. 14. nóvember 2017 08:15 „Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera sönnun þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. 14. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla Sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan færslum á samfélagsmiðlum er ástæða þess að hermálayfirvöld í Rússlandi ætla að banna notkun þeirra í hernum. 5. október 2017 17:44
Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07
May sakar Rússa um afskipti af kosningum á Vesturlöndum Forsætisráðherra Breta sakar Rússlandsforseta og rússnesk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir. 14. nóvember 2017 08:15
„Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera sönnun þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. 14. nóvember 2017 18:54