Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 22:33 Ellefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með ályktuninni. Egyptaland og Kína sátu hjá og Bólivía og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Vísir/AFP Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum beitti neitunarvaldi gegn ályktun Öryggisráðsins um að hefja að nýja alþjóðlega rannsókn á notkun efnavopna í Sýrlandi. Rannsókninni hefði verið ætlað að komast að því hverjir hefðu verið að beita efnavopnum í landinu. Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Ályktunin sneri að því að endurvekja rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, sem Rússar komu í veg fyrir að yrði framlengd í síðasta mánuði.Sjá einnig: Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í SýrlandiEllefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með ályktuninni, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Egyptaland og Kína sátu hjá og Bólivía og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Ályktanir þurfa einungis níu atkvæði til að vera samþykktar en Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kína og Frakkland geta beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir samþykktir.Beiting neitunarvaldsins hefur verið harðlega gagnrýnd af sendiherrum Bandaríkjanna og Frakklands. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa veitt Öryggisráðinu „þungt högg“. „Með því að stöðva viðleitanir ráðsins til að bera kennsl á gerendur hefur Rússland dregið úr getu okkar til að koma í veg fyrir árásir í framtíðinni.“ „Skilaboðin til allra sem eru að hlusta eru í rauninni skýr: Rússland sættir sig við beitingu efnavopna í Sýrlandi,“ sagði hún. Francois Delattre, sendiherra Frakklands, sló á svipaða strengi og sagði að erfiðara yrði að koma í veg fyrir efnavopnaárásir í framtíðinni. „Svo það sé á hreinu, þá höfum við gefið skrímsli lausan tauminn hér í kvöld,“ sagði Delattre. Rússar höfðu gagnrýnt niðurstöður rannsakenda Sameinuðu þjóðanna og OPCW sem birtar voru í síðasta mánuði um að saríngasi hefði verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun í apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad um að hafa framkvæmt árásina. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á árásinni.Sjá einnig: Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinniSkömmu fyrir atkvæðagreiðsluna um ályktunina í kvöld, sem lögð var fram af Bandaríkjunum, drógu Rússar til baka ályktun sem þeir höfðu lagt fram. Þar var farið fram á að niðurstöður rannsóknarinnar varðandi Khan Sheikhoun yrðu felldar niður og önnur „allsherjar og hágæða rannsókn“ færi fram. Ályktunin var dregin til baka eftir að Rússar töpuðu atkvæðagreiðslu um að taka ályktun Bandaríkjanna fyrir fyrst. Tengdar fréttir Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla Sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan færslum á samfélagsmiðlum er ástæða þess að hermálayfirvöld í Rússlandi ætla að banna notkun þeirra í hernum. 5. október 2017 17:44 Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07 May sakar Rússa um afskipti af kosningum á Vesturlöndum Forsætisráðherra Breta sakar Rússlandsforseta og rússnesk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir. 14. nóvember 2017 08:15 „Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera sönnun þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. 14. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum beitti neitunarvaldi gegn ályktun Öryggisráðsins um að hefja að nýja alþjóðlega rannsókn á notkun efnavopna í Sýrlandi. Rannsókninni hefði verið ætlað að komast að því hverjir hefðu verið að beita efnavopnum í landinu. Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Ályktunin sneri að því að endurvekja rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, sem Rússar komu í veg fyrir að yrði framlengd í síðasta mánuði.Sjá einnig: Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í SýrlandiEllefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með ályktuninni, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Egyptaland og Kína sátu hjá og Bólivía og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Ályktanir þurfa einungis níu atkvæði til að vera samþykktar en Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kína og Frakkland geta beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir samþykktir.Beiting neitunarvaldsins hefur verið harðlega gagnrýnd af sendiherrum Bandaríkjanna og Frakklands. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa veitt Öryggisráðinu „þungt högg“. „Með því að stöðva viðleitanir ráðsins til að bera kennsl á gerendur hefur Rússland dregið úr getu okkar til að koma í veg fyrir árásir í framtíðinni.“ „Skilaboðin til allra sem eru að hlusta eru í rauninni skýr: Rússland sættir sig við beitingu efnavopna í Sýrlandi,“ sagði hún. Francois Delattre, sendiherra Frakklands, sló á svipaða strengi og sagði að erfiðara yrði að koma í veg fyrir efnavopnaárásir í framtíðinni. „Svo það sé á hreinu, þá höfum við gefið skrímsli lausan tauminn hér í kvöld,“ sagði Delattre. Rússar höfðu gagnrýnt niðurstöður rannsakenda Sameinuðu þjóðanna og OPCW sem birtar voru í síðasta mánuði um að saríngasi hefði verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun í apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad um að hafa framkvæmt árásina. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á árásinni.Sjá einnig: Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinniSkömmu fyrir atkvæðagreiðsluna um ályktunina í kvöld, sem lögð var fram af Bandaríkjunum, drógu Rússar til baka ályktun sem þeir höfðu lagt fram. Þar var farið fram á að niðurstöður rannsóknarinnar varðandi Khan Sheikhoun yrðu felldar niður og önnur „allsherjar og hágæða rannsókn“ færi fram. Ályktunin var dregin til baka eftir að Rússar töpuðu atkvæðagreiðslu um að taka ályktun Bandaríkjanna fyrir fyrst.
Tengdar fréttir Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla Sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan færslum á samfélagsmiðlum er ástæða þess að hermálayfirvöld í Rússlandi ætla að banna notkun þeirra í hernum. 5. október 2017 17:44 Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07 May sakar Rússa um afskipti af kosningum á Vesturlöndum Forsætisráðherra Breta sakar Rússlandsforseta og rússnesk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir. 14. nóvember 2017 08:15 „Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera sönnun þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. 14. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla Sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan færslum á samfélagsmiðlum er ástæða þess að hermálayfirvöld í Rússlandi ætla að banna notkun þeirra í hernum. 5. október 2017 17:44
Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07
May sakar Rússa um afskipti af kosningum á Vesturlöndum Forsætisráðherra Breta sakar Rússlandsforseta og rússnesk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir. 14. nóvember 2017 08:15
„Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera sönnun þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. 14. nóvember 2017 18:54