Móðir Teresa tekin í dýrlingatölu á sunnudaginn nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 2. september 2016 17:30 Móðir Teresa hefur sætt talsverðri gagnrýni undanfarin ár. Vísir Móðir Teresa verður tekin í dýrlingatölu nú á sunnudaginn. Athöfnin mun fara fram í Vatíkaninu en áætlað er að hálf milljón manna verði viðstödd messuna. Móðir Teresa er heimsþekkt fyrir starf sitt í fátækrahverfum Kalkútta á Indlandi en hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979. Hún lést árið 1997, 87 ára að aldri. Í frétt BBC kemur fram að til þess að Kaþólska kirkjan taki einstakling í dýrlingatölu þurfi að teljast sannað að viðkomandi hafi stuðlað að tveimur kraftaverkum eftir andlát. Vatíkanið hefur nú lýst því yfir að tvö kraftaverk hafi verið staðfest eftir andlát Móður Teresu. Annars vegar á kona á Indlandi að hafa læknast af æxli í kviðarholi árið 2002 og hins vegar brasilískur karl af heilaæxli árið 2008. Bæði höfðu þau beðið til Móður Teresu í von um lækningu. Frans páfi staðfesti síðara kraftaverkið í fyrra og gerði Móður Teresu þannig kleift að vera tekin í dýrlingatölu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, lýsti því yfir í útvarpsviðtali á dögunum að indverska þjóðin væri stolt vegna viðburðarins enda hefði Móðir Teresa helgað líf sitt fátæku fólki. Modi mun senda hundrað manna hóp frá Indlandi til Vatíkansins með Sushma Swaraj, utanríkisráðherra Indlands, í broddi fylkingar. Ekki eru þó allir Indverjar sáttir með þessa ákvörðun Modis og hefur undirskriftasöfnun verið sett á fót með því markmiði að fá Swaraj til þess að sniðganga athöfnina. Að mati gagnrýnendanna er tvískinnungur fólginn í því að utanríkisráðherra lands sem leggur áherslu á vísindalega hugsun skuli vera viðstaddur athöfn sem byggir á trúarlegum kraftaverkum. Þess má jafnframt geta að Móðir Teresa sjálf hefur sætt margvíslegri gagnrýni í gegnum árin. Sú gagnrýni varðar helst meinta vanrækslu og vöntun á hreinlæti við þjónustu á fátækum sjúklingum og blessun fólks á dánarbeði óháð því hvaða trúarbrögðum það aðhylltist. Páfagarður Tengdar fréttir Móðir Teresa tekin í dýrðlingatölu í september Móðir Teresa var tekin í tölu blessaðra árið 2003 og Frans páfi lýsti því svo yfir á síðasta ári að hún hafi framkvæmt annað kraftaverk. 15. mars 2016 13:59 Móðir Teresa nær því að verða tekin í tölu dýrlinga Nefnd Páfagarðs ákvað fyrir þremur dögum að hún hafi framkvæmt kraftaverk með því að lækna brasilískan mann af heilaæxli. 18. desember 2015 09:38 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Móðir Teresa verður tekin í dýrlingatölu nú á sunnudaginn. Athöfnin mun fara fram í Vatíkaninu en áætlað er að hálf milljón manna verði viðstödd messuna. Móðir Teresa er heimsþekkt fyrir starf sitt í fátækrahverfum Kalkútta á Indlandi en hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979. Hún lést árið 1997, 87 ára að aldri. Í frétt BBC kemur fram að til þess að Kaþólska kirkjan taki einstakling í dýrlingatölu þurfi að teljast sannað að viðkomandi hafi stuðlað að tveimur kraftaverkum eftir andlát. Vatíkanið hefur nú lýst því yfir að tvö kraftaverk hafi verið staðfest eftir andlát Móður Teresu. Annars vegar á kona á Indlandi að hafa læknast af æxli í kviðarholi árið 2002 og hins vegar brasilískur karl af heilaæxli árið 2008. Bæði höfðu þau beðið til Móður Teresu í von um lækningu. Frans páfi staðfesti síðara kraftaverkið í fyrra og gerði Móður Teresu þannig kleift að vera tekin í dýrlingatölu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, lýsti því yfir í útvarpsviðtali á dögunum að indverska þjóðin væri stolt vegna viðburðarins enda hefði Móðir Teresa helgað líf sitt fátæku fólki. Modi mun senda hundrað manna hóp frá Indlandi til Vatíkansins með Sushma Swaraj, utanríkisráðherra Indlands, í broddi fylkingar. Ekki eru þó allir Indverjar sáttir með þessa ákvörðun Modis og hefur undirskriftasöfnun verið sett á fót með því markmiði að fá Swaraj til þess að sniðganga athöfnina. Að mati gagnrýnendanna er tvískinnungur fólginn í því að utanríkisráðherra lands sem leggur áherslu á vísindalega hugsun skuli vera viðstaddur athöfn sem byggir á trúarlegum kraftaverkum. Þess má jafnframt geta að Móðir Teresa sjálf hefur sætt margvíslegri gagnrýni í gegnum árin. Sú gagnrýni varðar helst meinta vanrækslu og vöntun á hreinlæti við þjónustu á fátækum sjúklingum og blessun fólks á dánarbeði óháð því hvaða trúarbrögðum það aðhylltist.
Páfagarður Tengdar fréttir Móðir Teresa tekin í dýrðlingatölu í september Móðir Teresa var tekin í tölu blessaðra árið 2003 og Frans páfi lýsti því svo yfir á síðasta ári að hún hafi framkvæmt annað kraftaverk. 15. mars 2016 13:59 Móðir Teresa nær því að verða tekin í tölu dýrlinga Nefnd Páfagarðs ákvað fyrir þremur dögum að hún hafi framkvæmt kraftaverk með því að lækna brasilískan mann af heilaæxli. 18. desember 2015 09:38 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Móðir Teresa tekin í dýrðlingatölu í september Móðir Teresa var tekin í tölu blessaðra árið 2003 og Frans páfi lýsti því svo yfir á síðasta ári að hún hafi framkvæmt annað kraftaverk. 15. mars 2016 13:59
Móðir Teresa nær því að verða tekin í tölu dýrlinga Nefnd Páfagarðs ákvað fyrir þremur dögum að hún hafi framkvæmt kraftaverk með því að lækna brasilískan mann af heilaæxli. 18. desember 2015 09:38