Trump sakaður um svæsna karlrembu við tökur á raunveruleikaþætti sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2016 13:38 Þættirnir voru gríðarlega vinsælir undir stjórn Trump. Vísir/Getty Hópur fyrrum þáttakenda og starfsmanna raunveruleikaþáttarins The Apprentice sem stýrt var af Donald Trump um árabil hefur sakað forsetaefni Repúblikana um svæsna karlrembu í garð kvenna við tökur á þáttunum.Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn fréttastofu Associated Press þar sem rætt var yfir tuttugu manns sem komu að þáttunum á sínum tíma en Trump, sem framleiðir þættina enn þann í dag, stýrði þeim á árunum 2004 til 2015. Þættirnir voru mjög vinsælir en í þeim keppti hópur þáttakanda um að fá að stýra fjárfestingarverkefni á vegum Trump. Þeim sem Trump þótti ekki standa sig í stykkinu voru reknir á staðnum. Fyrrum þáttakendur segja að Trump hafi ítrekað rætt fjálglega um brjósastærð þáttakenda og starfsmanna þáttarins og við hverja þeirra hann væri til í að stunda kynmök með. Þá segir Katherine Walker, fyrrum framleiðandi, þáttarsins að Trump hafi ítrekað rætt um líkama kvenkyns starfsfólks þáttanna og velt því fyrir sér hver þeirra myndi standa sig best í rúminu.Bað karlkyns þáttakendur um að gefa kvenkyns þáttakendum einkunn byggða á útliti þeirra Segja þáttakendurnir og starfsmennirnir að Trump hafi oftar en ekki látið ummæli sín falla á meðan á tökum stóð og að þau hafi síðan verið klippt út áður en að þátturinn var sendur í loftið.„Þú ert rekinn“ var helsti frasi Trump í þáttunumVísir/Getty„Ef það var hlé á tökum þá leit hann kannski á einhverja konu í tökuliðinu og sagði: „Þú ert sjóðandi heit í dag. Þessi kjóll fer þér mjög vel,“ áður en hann sneri sér að karlkyns meðlimi í tökuliðinu og spurði hann hvort að hann myndi ekki vilja sofa hjá viðkomandi,“ er haft eftir einum viðmælenda AP. Þá segja þau einnig frá því að Trump hafi beðið karlkyns þáttakendur í þáttunum um að gefa kvenkyns þáttakendum þáttarins einkunn eftir útliti þeirra.Sjá einnig: Trump segir Machado viðbjóðslega Talsmaður Trump segir þessar ásakanir vera tilhæfulausar með öllu og þarna sé á ferðinni óánægðir fyrrum starfsmenn þáttarins sem vilji koma höggi á Trump. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu varpað ljósi á upplýsinga sem draga í efa hæfni Trump til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna og má þar nefna upplýsingar sem gefa til kynna að Trump hafi ekki greitt tekjuskatt í fjölda ára. Trump háir nú harða baráttu um forsetaembætti Bandaríkjanna við Hillary Clinton sem aukið hefur forskot sitt í skoðanakönnunum í kjölfar kappræðna þeirra sem fram fóru í síðustu viku. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum 8. nóvember 2016.Hér að neðan má sjá umfjöllun NBC um þau áhrif sem The Apprentice hafði á forsetaframboð Trump Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir Machado viðbjóðslega Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps. 1. október 2016 07:00 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter. 30. september 2016 21:45 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Hópur fyrrum þáttakenda og starfsmanna raunveruleikaþáttarins The Apprentice sem stýrt var af Donald Trump um árabil hefur sakað forsetaefni Repúblikana um svæsna karlrembu í garð kvenna við tökur á þáttunum.Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn fréttastofu Associated Press þar sem rætt var yfir tuttugu manns sem komu að þáttunum á sínum tíma en Trump, sem framleiðir þættina enn þann í dag, stýrði þeim á árunum 2004 til 2015. Þættirnir voru mjög vinsælir en í þeim keppti hópur þáttakanda um að fá að stýra fjárfestingarverkefni á vegum Trump. Þeim sem Trump þótti ekki standa sig í stykkinu voru reknir á staðnum. Fyrrum þáttakendur segja að Trump hafi ítrekað rætt fjálglega um brjósastærð þáttakenda og starfsmanna þáttarins og við hverja þeirra hann væri til í að stunda kynmök með. Þá segir Katherine Walker, fyrrum framleiðandi, þáttarsins að Trump hafi ítrekað rætt um líkama kvenkyns starfsfólks þáttanna og velt því fyrir sér hver þeirra myndi standa sig best í rúminu.Bað karlkyns þáttakendur um að gefa kvenkyns þáttakendum einkunn byggða á útliti þeirra Segja þáttakendurnir og starfsmennirnir að Trump hafi oftar en ekki látið ummæli sín falla á meðan á tökum stóð og að þau hafi síðan verið klippt út áður en að þátturinn var sendur í loftið.„Þú ert rekinn“ var helsti frasi Trump í þáttunumVísir/Getty„Ef það var hlé á tökum þá leit hann kannski á einhverja konu í tökuliðinu og sagði: „Þú ert sjóðandi heit í dag. Þessi kjóll fer þér mjög vel,“ áður en hann sneri sér að karlkyns meðlimi í tökuliðinu og spurði hann hvort að hann myndi ekki vilja sofa hjá viðkomandi,“ er haft eftir einum viðmælenda AP. Þá segja þau einnig frá því að Trump hafi beðið karlkyns þáttakendur í þáttunum um að gefa kvenkyns þáttakendum þáttarins einkunn eftir útliti þeirra.Sjá einnig: Trump segir Machado viðbjóðslega Talsmaður Trump segir þessar ásakanir vera tilhæfulausar með öllu og þarna sé á ferðinni óánægðir fyrrum starfsmenn þáttarins sem vilji koma höggi á Trump. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu varpað ljósi á upplýsinga sem draga í efa hæfni Trump til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna og má þar nefna upplýsingar sem gefa til kynna að Trump hafi ekki greitt tekjuskatt í fjölda ára. Trump háir nú harða baráttu um forsetaembætti Bandaríkjanna við Hillary Clinton sem aukið hefur forskot sitt í skoðanakönnunum í kjölfar kappræðna þeirra sem fram fóru í síðustu viku. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum 8. nóvember 2016.Hér að neðan má sjá umfjöllun NBC um þau áhrif sem The Apprentice hafði á forsetaframboð Trump
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir Machado viðbjóðslega Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps. 1. október 2016 07:00 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter. 30. september 2016 21:45 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Trump segir Machado viðbjóðslega Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps. 1. október 2016 07:00
Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38
Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14
Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter. 30. september 2016 21:45