Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. desember 2016 07:00 Íbúar á því sem eftir er af svæðum uppreisnarmanna í borginni reyndu á þriðjudag að komast burt, en vopnahléið var rofið í gærmorgun með nýjum loftárásum. Vísir/EPA Stjórnarherinn í Sýrlandi hóf í gær að nýju sprengjuárásir á þau hverfi í Aleppo sem enn voru á valdi uppreisnarmanna. Sprengjunum virðist varpað á hús og götur án þess að skotmörk séu sérstaklega valin. Á þriðjudag hafði verið gert samkomulag, fyrir milligöngu Rússa og Tyrkja, um vopnahlé á meðan almenningur fengi að forða sér úr borginni yfir til annarra svæða í Sýrlandi sem enn eru á valdi uppreisnarmanna, en það vopnahlé var rofið með átökunum í gærmorgun. Rússar saka uppreisnarmenn um að hafa rofið vopnahléið en uppreisnarmenn segja stjórnarherinn hafa rofið það fyrst, að því er fram kemur á fréttavefnum Al Jazeera og fleiri fréttamiðlum. Þá er fullyrt að stjórnarherinn krefjist þess að fá 260 manns afhenta áður en hægt verði að hleypa öðrum út úr hverfunum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja frásagnir Sameinuðu þjóðanna af aftökum án dóms og laga á þriðjudag ekki óvæntar. Voðaverk af því tagi jafngildi stríðsglæpum. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagðist hafa vitneskju um að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inni á heimilum sínum eða úti á götu, þar á meðal börn. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum,“ segir Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu samtakanna í Beirút. „Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar,“ segir Alouf. „Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni.“ Stjórn Bashars al Assad forseta virðist gera sér vonir um að sigur á uppreisnarmönnum í Aleppo marki upphafið að endalokum borgarastyrjaldarinnar, sem geisað hefur í meira en fjögur ár og kostað hundruð þúsunda lífið. Uppreisnarhópar gegn stjórninni hafa þó enn stór svæði í Sýrlandi á sínu valdi og eru líklegir til að halda áfram skæruhernaði. Íbúar borgarinnar hafa sumir hverjir verið duglegir að segja frá upplifun sinni á samfélagsmiðlum og hafa færslur þeirra vakið athygli á hinum hörmulegu aðstæðum í borginni. „Kæri heimur, það eru heiftarlegar sprengjuárásir núna. Hvers vegna þegið þið?“ spyr Fatemah, enskukennari í Aleppo, á Twitter-aðgangi dóttur sinnar, Bana Alabed. „Óttinn er að drepa mig og börnin mín.“ Bana, sem er sjö ára, hefur skrifað á Twitter síðan í september ásamt móður sinni þar sem þær lýsa lífi fjölskyldunnar í hinni stríðshrjáðu borg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Stjórnarherinn í Sýrlandi hóf í gær að nýju sprengjuárásir á þau hverfi í Aleppo sem enn voru á valdi uppreisnarmanna. Sprengjunum virðist varpað á hús og götur án þess að skotmörk séu sérstaklega valin. Á þriðjudag hafði verið gert samkomulag, fyrir milligöngu Rússa og Tyrkja, um vopnahlé á meðan almenningur fengi að forða sér úr borginni yfir til annarra svæða í Sýrlandi sem enn eru á valdi uppreisnarmanna, en það vopnahlé var rofið með átökunum í gærmorgun. Rússar saka uppreisnarmenn um að hafa rofið vopnahléið en uppreisnarmenn segja stjórnarherinn hafa rofið það fyrst, að því er fram kemur á fréttavefnum Al Jazeera og fleiri fréttamiðlum. Þá er fullyrt að stjórnarherinn krefjist þess að fá 260 manns afhenta áður en hægt verði að hleypa öðrum út úr hverfunum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja frásagnir Sameinuðu þjóðanna af aftökum án dóms og laga á þriðjudag ekki óvæntar. Voðaverk af því tagi jafngildi stríðsglæpum. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagðist hafa vitneskju um að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inni á heimilum sínum eða úti á götu, þar á meðal börn. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum,“ segir Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu samtakanna í Beirút. „Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar,“ segir Alouf. „Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni.“ Stjórn Bashars al Assad forseta virðist gera sér vonir um að sigur á uppreisnarmönnum í Aleppo marki upphafið að endalokum borgarastyrjaldarinnar, sem geisað hefur í meira en fjögur ár og kostað hundruð þúsunda lífið. Uppreisnarhópar gegn stjórninni hafa þó enn stór svæði í Sýrlandi á sínu valdi og eru líklegir til að halda áfram skæruhernaði. Íbúar borgarinnar hafa sumir hverjir verið duglegir að segja frá upplifun sinni á samfélagsmiðlum og hafa færslur þeirra vakið athygli á hinum hörmulegu aðstæðum í borginni. „Kæri heimur, það eru heiftarlegar sprengjuárásir núna. Hvers vegna þegið þið?“ spyr Fatemah, enskukennari í Aleppo, á Twitter-aðgangi dóttur sinnar, Bana Alabed. „Óttinn er að drepa mig og börnin mín.“ Bana, sem er sjö ára, hefur skrifað á Twitter síðan í september ásamt móður sinni þar sem þær lýsa lífi fjölskyldunnar í hinni stríðshrjáðu borg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira