Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. desember 2016 07:00 Íbúar á því sem eftir er af svæðum uppreisnarmanna í borginni reyndu á þriðjudag að komast burt, en vopnahléið var rofið í gærmorgun með nýjum loftárásum. Vísir/EPA Stjórnarherinn í Sýrlandi hóf í gær að nýju sprengjuárásir á þau hverfi í Aleppo sem enn voru á valdi uppreisnarmanna. Sprengjunum virðist varpað á hús og götur án þess að skotmörk séu sérstaklega valin. Á þriðjudag hafði verið gert samkomulag, fyrir milligöngu Rússa og Tyrkja, um vopnahlé á meðan almenningur fengi að forða sér úr borginni yfir til annarra svæða í Sýrlandi sem enn eru á valdi uppreisnarmanna, en það vopnahlé var rofið með átökunum í gærmorgun. Rússar saka uppreisnarmenn um að hafa rofið vopnahléið en uppreisnarmenn segja stjórnarherinn hafa rofið það fyrst, að því er fram kemur á fréttavefnum Al Jazeera og fleiri fréttamiðlum. Þá er fullyrt að stjórnarherinn krefjist þess að fá 260 manns afhenta áður en hægt verði að hleypa öðrum út úr hverfunum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja frásagnir Sameinuðu þjóðanna af aftökum án dóms og laga á þriðjudag ekki óvæntar. Voðaverk af því tagi jafngildi stríðsglæpum. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagðist hafa vitneskju um að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inni á heimilum sínum eða úti á götu, þar á meðal börn. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum,“ segir Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu samtakanna í Beirút. „Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar,“ segir Alouf. „Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni.“ Stjórn Bashars al Assad forseta virðist gera sér vonir um að sigur á uppreisnarmönnum í Aleppo marki upphafið að endalokum borgarastyrjaldarinnar, sem geisað hefur í meira en fjögur ár og kostað hundruð þúsunda lífið. Uppreisnarhópar gegn stjórninni hafa þó enn stór svæði í Sýrlandi á sínu valdi og eru líklegir til að halda áfram skæruhernaði. Íbúar borgarinnar hafa sumir hverjir verið duglegir að segja frá upplifun sinni á samfélagsmiðlum og hafa færslur þeirra vakið athygli á hinum hörmulegu aðstæðum í borginni. „Kæri heimur, það eru heiftarlegar sprengjuárásir núna. Hvers vegna þegið þið?“ spyr Fatemah, enskukennari í Aleppo, á Twitter-aðgangi dóttur sinnar, Bana Alabed. „Óttinn er að drepa mig og börnin mín.“ Bana, sem er sjö ára, hefur skrifað á Twitter síðan í september ásamt móður sinni þar sem þær lýsa lífi fjölskyldunnar í hinni stríðshrjáðu borg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Stjórnarherinn í Sýrlandi hóf í gær að nýju sprengjuárásir á þau hverfi í Aleppo sem enn voru á valdi uppreisnarmanna. Sprengjunum virðist varpað á hús og götur án þess að skotmörk séu sérstaklega valin. Á þriðjudag hafði verið gert samkomulag, fyrir milligöngu Rússa og Tyrkja, um vopnahlé á meðan almenningur fengi að forða sér úr borginni yfir til annarra svæða í Sýrlandi sem enn eru á valdi uppreisnarmanna, en það vopnahlé var rofið með átökunum í gærmorgun. Rússar saka uppreisnarmenn um að hafa rofið vopnahléið en uppreisnarmenn segja stjórnarherinn hafa rofið það fyrst, að því er fram kemur á fréttavefnum Al Jazeera og fleiri fréttamiðlum. Þá er fullyrt að stjórnarherinn krefjist þess að fá 260 manns afhenta áður en hægt verði að hleypa öðrum út úr hverfunum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja frásagnir Sameinuðu þjóðanna af aftökum án dóms og laga á þriðjudag ekki óvæntar. Voðaverk af því tagi jafngildi stríðsglæpum. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagðist hafa vitneskju um að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inni á heimilum sínum eða úti á götu, þar á meðal börn. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum,“ segir Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu samtakanna í Beirút. „Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar,“ segir Alouf. „Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni.“ Stjórn Bashars al Assad forseta virðist gera sér vonir um að sigur á uppreisnarmönnum í Aleppo marki upphafið að endalokum borgarastyrjaldarinnar, sem geisað hefur í meira en fjögur ár og kostað hundruð þúsunda lífið. Uppreisnarhópar gegn stjórninni hafa þó enn stór svæði í Sýrlandi á sínu valdi og eru líklegir til að halda áfram skæruhernaði. Íbúar borgarinnar hafa sumir hverjir verið duglegir að segja frá upplifun sinni á samfélagsmiðlum og hafa færslur þeirra vakið athygli á hinum hörmulegu aðstæðum í borginni. „Kæri heimur, það eru heiftarlegar sprengjuárásir núna. Hvers vegna þegið þið?“ spyr Fatemah, enskukennari í Aleppo, á Twitter-aðgangi dóttur sinnar, Bana Alabed. „Óttinn er að drepa mig og börnin mín.“ Bana, sem er sjö ára, hefur skrifað á Twitter síðan í september ásamt móður sinni þar sem þær lýsa lífi fjölskyldunnar í hinni stríðshrjáðu borg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira