Flokkur Pútíns getur nú breytt stjórnarskrá Rússlands að vild Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. september 2016 07:30 Vladimír Pútín forseti óskar Dmitrí Medvedev forsætisráðherra til hamingju með stóra sigurinn. vísir/epa Næsta kjörtímabil verða meira en þrír af hverjum fjórum þingmönnum rússnesku dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, þingmenn Sameinaðs Rússlands, stjórnarflokks þeirra Dmitrís Medvedev forsætisráðherra og Vladimírs Pútín forseta. Þetta þýðir að flokkurinn getur í reynd breytt stjórnarskrá landsins að vild án þess að þurfa stuðning frá neinum öðrum flokkum. „Þetta var góður árangur,“ sagði Pútín þegar hann heimsótti kosningamiðstöð flokksins á sunnudagskvöld. „Fólk hefur greitt Sameinuðu Rússlandi atkvæði sitt, jafnvel þótt ástandið sé ekki gott.“ Hann sagðist telja að vegna þess að ástandið er ekki sem best þá vilji fólk fá stöðugleika: „Ég held að þannig líði fólkinu og það vill þennan stöðugleika. Í svona flókinni stöðu vill það hafa öryggi í landinu, í stjórnmálunum og á þingi.“ Kosningaþátttakan hefur hins vegar aldrei verið minni, ekki nema 47 prósent. Í reynd var það ekki nema fjórðungur kosningabærra manna sem tryggði flokknum þennan yfirgnæfandi meirihluta. Þessi lélega kosningaþátttaka virðist benda til lítils áhuga almennings á kosningunum. Hún gæti einnig bent til þess að stuðningur almennings við Pútín sé kannski ekki jafn afgerandi og talið hefur verið. Áhugaleysið gæti einnig stafað af því að aðrir valkostir hafi ekki þótt líklegir til að ná miklu fram. Flokkur hans hlaut 54 prósent atkvæða í þingkosningunum á sunnudag og 343 af 450 þingmönnum. Í síðustu kosningum, sem haldnar voru árið 2011, hlaut flokkurinn 49 prósent og 238 þingsæti, þannig að hann hefur nú bætt við sig 105 þingsætum. Þrír aðrir flokkar náðu mönnum á þing. Kommúnistaflokkurinn fékk 13 prósent, þjóðernisflokkur Vladimírs Zhirinovskí hlaut einnig 13 prósent og Réttlátt Rússland fékk sex prósent. Allir þessir flokkar hafa stutt stjórn Medvedevs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Flokkur Pútíns vann stórsigur: Kosningaþátttaka hefur aldrei verið minni Þegar búið var að telja 93 prósent atkvæða hafði Sameinað Rússlands, tryggt sér 54,2 prósent atkvæða og 343 af 450 þingsætum í Dúmunni. 19. september 2016 11:41 Stefnir í öruggan sigur hjá flokki Putin Flokkurinn Sameinað Rússland er með örugga forystu samkvæmt nýjustu tölum en tapar þó fylgi samanborið við seinustu kosningar. 18. september 2016 20:48 Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. 9. mars 2015 19:14 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Næsta kjörtímabil verða meira en þrír af hverjum fjórum þingmönnum rússnesku dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, þingmenn Sameinaðs Rússlands, stjórnarflokks þeirra Dmitrís Medvedev forsætisráðherra og Vladimírs Pútín forseta. Þetta þýðir að flokkurinn getur í reynd breytt stjórnarskrá landsins að vild án þess að þurfa stuðning frá neinum öðrum flokkum. „Þetta var góður árangur,“ sagði Pútín þegar hann heimsótti kosningamiðstöð flokksins á sunnudagskvöld. „Fólk hefur greitt Sameinuðu Rússlandi atkvæði sitt, jafnvel þótt ástandið sé ekki gott.“ Hann sagðist telja að vegna þess að ástandið er ekki sem best þá vilji fólk fá stöðugleika: „Ég held að þannig líði fólkinu og það vill þennan stöðugleika. Í svona flókinni stöðu vill það hafa öryggi í landinu, í stjórnmálunum og á þingi.“ Kosningaþátttakan hefur hins vegar aldrei verið minni, ekki nema 47 prósent. Í reynd var það ekki nema fjórðungur kosningabærra manna sem tryggði flokknum þennan yfirgnæfandi meirihluta. Þessi lélega kosningaþátttaka virðist benda til lítils áhuga almennings á kosningunum. Hún gæti einnig bent til þess að stuðningur almennings við Pútín sé kannski ekki jafn afgerandi og talið hefur verið. Áhugaleysið gæti einnig stafað af því að aðrir valkostir hafi ekki þótt líklegir til að ná miklu fram. Flokkur hans hlaut 54 prósent atkvæða í þingkosningunum á sunnudag og 343 af 450 þingmönnum. Í síðustu kosningum, sem haldnar voru árið 2011, hlaut flokkurinn 49 prósent og 238 þingsæti, þannig að hann hefur nú bætt við sig 105 þingsætum. Þrír aðrir flokkar náðu mönnum á þing. Kommúnistaflokkurinn fékk 13 prósent, þjóðernisflokkur Vladimírs Zhirinovskí hlaut einnig 13 prósent og Réttlátt Rússland fékk sex prósent. Allir þessir flokkar hafa stutt stjórn Medvedevs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Flokkur Pútíns vann stórsigur: Kosningaþátttaka hefur aldrei verið minni Þegar búið var að telja 93 prósent atkvæða hafði Sameinað Rússlands, tryggt sér 54,2 prósent atkvæða og 343 af 450 þingsætum í Dúmunni. 19. september 2016 11:41 Stefnir í öruggan sigur hjá flokki Putin Flokkurinn Sameinað Rússland er með örugga forystu samkvæmt nýjustu tölum en tapar þó fylgi samanborið við seinustu kosningar. 18. september 2016 20:48 Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. 9. mars 2015 19:14 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Flokkur Pútíns vann stórsigur: Kosningaþátttaka hefur aldrei verið minni Þegar búið var að telja 93 prósent atkvæða hafði Sameinað Rússlands, tryggt sér 54,2 prósent atkvæða og 343 af 450 þingsætum í Dúmunni. 19. september 2016 11:41
Stefnir í öruggan sigur hjá flokki Putin Flokkurinn Sameinað Rússland er með örugga forystu samkvæmt nýjustu tölum en tapar þó fylgi samanborið við seinustu kosningar. 18. september 2016 20:48
Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. 9. mars 2015 19:14
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila