Erlent

Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimir Putin Rússlandsforseti hefur nú í fyrsta sinn viðurkennt að ákvörðun hafi verið tekin um innlimun Krímskaga nokkrum vikum fyrir atkvæðagreiðsluna um framtíð landsvæðisins.
Vladimir Putin Rússlandsforseti hefur nú í fyrsta sinn viðurkennt að ákvörðun hafi verið tekin um innlimun Krímskaga nokkrum vikum fyrir atkvæðagreiðsluna um framtíð landsvæðisins. Vísir/AFP

Vladimir Putin Rússlandsforseti hefur nú í fyrsta sinn viðurkennt að ákvörðun hafi verið tekin um innlimun Krímskaga nokkrum vikum fyrir atkvæðagreiðsluna um framtíð landsvæðisins.

Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. Ákvörðunin vakti mikla reiði alþjóðasamfélagsins og var hún fordæmd af stjórnvöldum í fjölmörgum ríkjum.

Í frétt BBC segir að Pútín greini frá þessu í nýrri heimildarmynd sem brátt verður frumsýnd.

Þar kemur fram að hann hafi fyrirskipað vinnu að því að „endurheimta Krím“ að loknum fundi þann 22. febrúar. Boðað var til fundarins eftir að Viktor Janúkóvitsj var hrakkinn úr embætti forseta Úkraínu og vildi Pútín tryggja öryggi Janúkóvitsj.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.