Erlent

Stefnir í öruggan sigur hjá flokki Putin

Anton Egilsson skrifar
Vladimir Putin, forseti Rússlands, er eflaust ánægður með gengi síns flokks.
Vladimir Putin, forseti Rússlands, er eflaust ánægður með gengi síns flokks. Vísir/EPA
Í dag fóru fram þingkosningar í Rússlandi en þá var kosið um 450 sæti í Dúmunni sem er neðri deild rússneska þingsins. Kjörstaðir í Rússlandi voru opnir til klukkan sex í dag en talið er að kjörsókn hafi verið um 40%.

Samkvæmt nýjustu tölum bendir allt til þess að flokkur Vladimir Putin, Sameinað Rússland, fari örugglega með sigur af hólmi í kosningunum en eftir að 11% atkvæða hafa verið talin er flokkurinn með rúmlega 46% fylgi. Fjórtán flokkar eru í framboði en næst á hæla flokks Putins kemur Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með rúm 17% atkvæða.

Verði þetta niðurstaðan er ljóst að Sameinað Rússland tapar nokkru fylgi frá því í seinustu þingkosningum árið 2011 . Flokkurinn hlaut þá alls 49,32% atkvæða en það tryggði þeim 238 af þeim 450 sætum sem í boði eru í Dúmunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×