Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2016 14:11 Erna Solberg setti inn færslu á Facebook sem var eytt út af Facebook. Mynd/Samsett Norðmenn eru ekki par sáttir við samfélagsmiðilinn Facebook vegna ritskoðunartilburða fyrirtækisins risastóra á einni frægustu stríðsljósmynd allra tíma. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, deildi myndinni í kjölfar mikillar umræðu í Noregi en færslu hennar var snarlega eytt af Facebook fyrir vikið. Myndin sem um ræðir er af hinni i níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Mikil umræða hefur skapast um myndina eftir að ritstjóri Aftenposten skrifaði Mark Zuckerberg harðort opið bréf þar sem hann gagnrýndi fyrirtækið harkalega fyrir að koma í veg fyrir birtingu á myndinni. Erna Solberg vildi eðli málsins samkvæmt leggja orð í belg til stuðnings ritstjóranum og setti inn örlitla færslu honum til stuðnings inn á Facebook þar sem með fylgdi myndin umrædda.Sjá einnig: Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmyndaSkellti Solberg sér svo upp í flugvél frá Osló til Þrándheims en þegar hún var lent sá hún að Facebook hafði eytt færslunni og vísað til reglna um að ekki mætti birta myndir af nöktum stúlkum á samfélagsmiðlinum. Segir Solbert að þrátt fyrir að Facebook meini vel sé þó mikilvægt að koma í veg fyrir slíka ritskoðun á sögunni. „Ég vil að börnin mín alist upp í heimi þar sem sagan er kennd eins og hún gerðist. Þar sem menn læra af sögulegum viðburðum og mistökum,“ segir Solberg í annarri færslu. „Með því að fjarlægja svona myndir er Facebook að ritskoða söguna.“ Opið bréf ritstjóra Aftenposten hefur vakið mikla athygli og er fjallað um það á öllum helstu miðlum, þar á meðal BBC og CNN. Tengdar fréttir Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Norðmenn eru ekki par sáttir við samfélagsmiðilinn Facebook vegna ritskoðunartilburða fyrirtækisins risastóra á einni frægustu stríðsljósmynd allra tíma. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, deildi myndinni í kjölfar mikillar umræðu í Noregi en færslu hennar var snarlega eytt af Facebook fyrir vikið. Myndin sem um ræðir er af hinni i níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Mikil umræða hefur skapast um myndina eftir að ritstjóri Aftenposten skrifaði Mark Zuckerberg harðort opið bréf þar sem hann gagnrýndi fyrirtækið harkalega fyrir að koma í veg fyrir birtingu á myndinni. Erna Solberg vildi eðli málsins samkvæmt leggja orð í belg til stuðnings ritstjóranum og setti inn örlitla færslu honum til stuðnings inn á Facebook þar sem með fylgdi myndin umrædda.Sjá einnig: Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmyndaSkellti Solberg sér svo upp í flugvél frá Osló til Þrándheims en þegar hún var lent sá hún að Facebook hafði eytt færslunni og vísað til reglna um að ekki mætti birta myndir af nöktum stúlkum á samfélagsmiðlinum. Segir Solbert að þrátt fyrir að Facebook meini vel sé þó mikilvægt að koma í veg fyrir slíka ritskoðun á sögunni. „Ég vil að börnin mín alist upp í heimi þar sem sagan er kennd eins og hún gerðist. Þar sem menn læra af sögulegum viðburðum og mistökum,“ segir Solberg í annarri færslu. „Með því að fjarlægja svona myndir er Facebook að ritskoða söguna.“ Opið bréf ritstjóra Aftenposten hefur vakið mikla athygli og er fjallað um það á öllum helstu miðlum, þar á meðal BBC og CNN.
Tengdar fréttir Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45