Hefur drepið þúsundir Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. september 2016 07:00 Íbúar í Manila fylgjast með þegar lík grunaðs fíkniefnaneytanda er borið burt að lokinni lögregluaðgerð. Vísir/EPA Þegar Rodrigo Duterte tók við forsetaembættinu á Filippseyjum í lok júní hafði hann lofað morðum í stórum stíl. Hann ætlaði að láta drepa fíkniefnasala og annan glæpalýð án dóms og laga. Þetta hafði hann gert óhikað í borgarstjóratíð sinni, en hann var borgarstjóri í Davao áratugum saman áður en hann varð forseti. „Gleymum mannréttindalögum,“ sagði Duterte undir lok kosningabaráttunnar. „Ef ég kemst í forsetahöllina þá mun ég gera nákvæmlega það sama og ég gerði þegar ég var borgarstjóri. Þið, eiturlyfjasalar, ræningjar og ónytjungar, þið ættuð að hypja ykkur. Því ég myndi drepa ykkur.“ Óhætt er að segja að hann hafi staðið við stóru orðin. Nú, ekki þremur mánuðum síðar, er talið að meira en þrjú þúsund manns liggi í valnum. Landsmönnum óar samt mörgum við þessari framkvæmdagleði. Dóms- og mannréttindanefnd þingsins sá að minnsta kosti ástæðu til að hefja rannsókn. Nú í vikunni var meðal annars Edgar Matobato kallaður til yfirheyrslu, en hann viðurkennir fúslega að hafa verið í vígasveit á vegum Dutertes, meðan Duterte var borgarstjóri. „Okkar starfi var að drepa glæpamenn eins og eiturlyfjasala, nauðgara og þjófa,“ sagði Matobato. Hann fullyrti að Duterte sjálfur hefði einu sinni skotið mann með vélbyssu. Sá var starfsmaður dómsmálaráðuneytisins. Óhætt er að segja að Duterte hafi staðið við loforðið.vísir/epaVill bandaríska herinn burt frá FilippseyjumDuterte forseti hefur ekki farið dult með að hann vill endilega losna við bandaríska hermenn frá Filippseyjum. Bandarískir hermenn hafa árum saman aðstoðað stjórnarher Filippseyja í baráttunni gegn uppreisnarhópum og hryðjuverkasveitum í suðurhluta landsins. Duterte segir hins vegar viðveru bandaríska hersins gera þar illt verra. Filippseyjar þurfi nú að móta sér sjálfstæða utanríkisstefnu, án bandarískra áhrifa.Hórusynir og fíflRodrigo Duterte hefur ekkert hikað við að segja það sem honum sýnist á alþjóðavettvangi. Nýverið kallaði hann Barack Obama Bandaríkjaforseta hóruson, með þeim afleiðingum að Obama hætti við að ræða sérstaklega við hann á leiðtogafundi Bandalags Suðaustur-Asíuríkja í Laos. Obama hefur síðan fengið afsökunarbeiðni frá skrifstofu Dutertes, þar sem hann segist vissulega hafa tekið sterkt til orða en sjái sérstaklega eftir því að það hafi komið út eins og persónuleg árás á Bandaríkjaforseta. Duterte hefur reyndar líka kallað Frans páfa hóruson og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kallaði hann fífl. Og sendiherra Bandaríkjanna á Filippseyjum hefur hann kallað samkynhneigðan hóruson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Þegar Rodrigo Duterte tók við forsetaembættinu á Filippseyjum í lok júní hafði hann lofað morðum í stórum stíl. Hann ætlaði að láta drepa fíkniefnasala og annan glæpalýð án dóms og laga. Þetta hafði hann gert óhikað í borgarstjóratíð sinni, en hann var borgarstjóri í Davao áratugum saman áður en hann varð forseti. „Gleymum mannréttindalögum,“ sagði Duterte undir lok kosningabaráttunnar. „Ef ég kemst í forsetahöllina þá mun ég gera nákvæmlega það sama og ég gerði þegar ég var borgarstjóri. Þið, eiturlyfjasalar, ræningjar og ónytjungar, þið ættuð að hypja ykkur. Því ég myndi drepa ykkur.“ Óhætt er að segja að hann hafi staðið við stóru orðin. Nú, ekki þremur mánuðum síðar, er talið að meira en þrjú þúsund manns liggi í valnum. Landsmönnum óar samt mörgum við þessari framkvæmdagleði. Dóms- og mannréttindanefnd þingsins sá að minnsta kosti ástæðu til að hefja rannsókn. Nú í vikunni var meðal annars Edgar Matobato kallaður til yfirheyrslu, en hann viðurkennir fúslega að hafa verið í vígasveit á vegum Dutertes, meðan Duterte var borgarstjóri. „Okkar starfi var að drepa glæpamenn eins og eiturlyfjasala, nauðgara og þjófa,“ sagði Matobato. Hann fullyrti að Duterte sjálfur hefði einu sinni skotið mann með vélbyssu. Sá var starfsmaður dómsmálaráðuneytisins. Óhætt er að segja að Duterte hafi staðið við loforðið.vísir/epaVill bandaríska herinn burt frá FilippseyjumDuterte forseti hefur ekki farið dult með að hann vill endilega losna við bandaríska hermenn frá Filippseyjum. Bandarískir hermenn hafa árum saman aðstoðað stjórnarher Filippseyja í baráttunni gegn uppreisnarhópum og hryðjuverkasveitum í suðurhluta landsins. Duterte segir hins vegar viðveru bandaríska hersins gera þar illt verra. Filippseyjar þurfi nú að móta sér sjálfstæða utanríkisstefnu, án bandarískra áhrifa.Hórusynir og fíflRodrigo Duterte hefur ekkert hikað við að segja það sem honum sýnist á alþjóðavettvangi. Nýverið kallaði hann Barack Obama Bandaríkjaforseta hóruson, með þeim afleiðingum að Obama hætti við að ræða sérstaklega við hann á leiðtogafundi Bandalags Suðaustur-Asíuríkja í Laos. Obama hefur síðan fengið afsökunarbeiðni frá skrifstofu Dutertes, þar sem hann segist vissulega hafa tekið sterkt til orða en sjái sérstaklega eftir því að það hafi komið út eins og persónuleg árás á Bandaríkjaforseta. Duterte hefur reyndar líka kallað Frans páfa hóruson og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kallaði hann fífl. Og sendiherra Bandaríkjanna á Filippseyjum hefur hann kallað samkynhneigðan hóruson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira