Fjölni mistókst aðra umferðina í röð að komast á toppinn þegar liðið tapaði fyrir Breiðabliki í sjónvarpsleik kvöldsins en Skaginn vann fjórða leikinn í röð. Garðar Gunnlaugsson skoraði tíunda markið sitt á tímabilinu í 2-1 sigri ÍA gegn Val.
KR slapp við að detta niður í fallsæti með því að rústa Fylki, 4-1, í Árbænum og þar með lauk tveggja leikja sigurgöngu Fylkismanna í deildinni.
Þá sóttu Stjörnumenn sigur til Ólafsvíkur þar sem fimm mörk voru skoruð og eitt rautt spjald fór á loft.
Hér að neðan má sjá öll mörk kvöldsins en umferðin verður gerð upp í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport HD annað kvöld klukkan 22.00.
Úrslit og markaskorarar kvöldsins:
Fylkir - KR 1-4
0-1 Morten Beck Andersen (2.), 0-2 Aron Bjarki Jósepsson (10.), 1-2 Tonci Radovnikovic (15.), 1-3 Óskar Örn Hauksson (42.), 1-4 Óskar Örn Hauksson (53.).
Víkingur Ó. - Stjarnan 2-3
0-1 Baldur Sigurðsson (17.), 1-1 Hrvoje Tokic (19.), 1-2 Grétar S. Sigurðarson (29.), 2-2 Þorsteinn Már Ragnarsson (65.), 3-2 Arnar Már Björgvinsson (67.).
Rautt: Hrvoje Tokic, Vík. Ó. (19.).
ÍA - Valur 2-1
1-0 Ármann Smári Björnsson (33.), 2-0 Garðar Gunnlaugsson (38.), 2-1 Andri Adolphsson (64.).
Fjölnir - Breiðablik 0-3
0-1 Daniel Bamberg (18.), 0-2 Gísli Eyjólfsson (23.), 0-3 Andri Rafn Yeoman (74.).