Sameinuðu þjóðirnar telja stríðsglæpi framda í Aleppo: „Leyfið okkur að fara“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2016 20:12 Sameinuðu þjóðirnar telja allar líkur á því að sprengjuárásir Sýrlandshers og hersveita Rússa á austurhluta Aleppo síðustu daga séu stríðsglæpir, en tugþúsundir almennra borgara eru innlyksa í þeim hluta borgarinnar sem enn er á valdi uppreisnarmanna. Um tiltölulega lítið svæði er að ræða en þar er nánast ekkert um mat og drykk enda hefur hjálparsamtökum leyft að koma þangað inn til að aðstoða fólkið sem er fast þar. Ekkert varð af áformum um að flytja almenna borgara og uppreisnarmenn frá Austur-Aleppo í dag en Rússar og Tyrkir sömdu um vopnahlé í gærkvöldi. Svo virðist hins vegar sem stjórnvöld í Sýrlandi hafi neitað samningnum og þær tuttugu rútur sem flytja áttu almenna borgara frá austurhluta Aleppo lögðu aldrei af stað.Afar líklegt að alþjóðalög séu brotin Loftárárásirnar héldu því áfram í dag og segja Sameinuðu þjóðirnar að afar líklegt sé að Sýrlandsher og Rússar hafi brotið alþjóðalög með árásum á svæði þar sem almennir borgarar halda til og komast hvorki lönd né strönd. Zeid Raad al-Hussein hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag að sýrlenska ríkisstjórnin bæri algjöra ábyrgð á því að tryggja að Sýrlendingar væru öruggir í heimalandi sínu. „Sú aðferð að að sveifla þessum samningi framan í fólk sem er umkringt og afar illa leikið, og vekja þannig hjá því von um að það lifi til að sjá annan dag, en gera samninginn síðan ógildan aðeins hálfum degi seinna er einnig ótrúlega grimmilegt,“ sagði í yfirlýsingu al-Hussein. Að því er fram kemur á vef BBC eru vestræn ríki nú að reyna að safna saman sönnunargögnum um stríðsglæpi í Aleppo og annars staðar í Sýrlandi. Notast er við gervihnetti og ómönnuð loftför til þess.„Bjargið okkur heimsbyggð“ Á meðan biðla almennir borgarar í Aleppo til alþjóðasamfélagsins um að koma sýrlensku þjóðinni til bjargar en síðustu daga hafa hundruð, ef ekki þúsundir, skilaboða frá fólki sem er innilokuð í austurhluta Aleppo streymt inn á samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook. Í dag var því meðal annars lýst að sprengjukúlum hefði rignt yfir götuna þar sem safna átti fólki saman til að flytja það úr borginni. „Bjargið okkur. Bjargið okkur heimsbyggð og hver sá sem hefur bara smá af manngæsku í sér,“ sagði ónefndur læknir í talskilaboðum frá einu af svæðunum sem eru lokuð af. „Við grátbiðjum ykkur, hinir látnu og slösuðu liggja á götum úti og heimili fólks hafa hrunið saman ofan á það. Bjargið okkur. Bjargið okkur.“ „Við viljum fara. Við viljum ekki meira blóðbað, leyfið okkur að fara. Hvað er að gerast?“ sagði annar almennur borgari í austurhluta Aleppo. Tengdar fréttir Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45 Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. 13. desember 2016 23:15 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar telja allar líkur á því að sprengjuárásir Sýrlandshers og hersveita Rússa á austurhluta Aleppo síðustu daga séu stríðsglæpir, en tugþúsundir almennra borgara eru innlyksa í þeim hluta borgarinnar sem enn er á valdi uppreisnarmanna. Um tiltölulega lítið svæði er að ræða en þar er nánast ekkert um mat og drykk enda hefur hjálparsamtökum leyft að koma þangað inn til að aðstoða fólkið sem er fast þar. Ekkert varð af áformum um að flytja almenna borgara og uppreisnarmenn frá Austur-Aleppo í dag en Rússar og Tyrkir sömdu um vopnahlé í gærkvöldi. Svo virðist hins vegar sem stjórnvöld í Sýrlandi hafi neitað samningnum og þær tuttugu rútur sem flytja áttu almenna borgara frá austurhluta Aleppo lögðu aldrei af stað.Afar líklegt að alþjóðalög séu brotin Loftárárásirnar héldu því áfram í dag og segja Sameinuðu þjóðirnar að afar líklegt sé að Sýrlandsher og Rússar hafi brotið alþjóðalög með árásum á svæði þar sem almennir borgarar halda til og komast hvorki lönd né strönd. Zeid Raad al-Hussein hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag að sýrlenska ríkisstjórnin bæri algjöra ábyrgð á því að tryggja að Sýrlendingar væru öruggir í heimalandi sínu. „Sú aðferð að að sveifla þessum samningi framan í fólk sem er umkringt og afar illa leikið, og vekja þannig hjá því von um að það lifi til að sjá annan dag, en gera samninginn síðan ógildan aðeins hálfum degi seinna er einnig ótrúlega grimmilegt,“ sagði í yfirlýsingu al-Hussein. Að því er fram kemur á vef BBC eru vestræn ríki nú að reyna að safna saman sönnunargögnum um stríðsglæpi í Aleppo og annars staðar í Sýrlandi. Notast er við gervihnetti og ómönnuð loftför til þess.„Bjargið okkur heimsbyggð“ Á meðan biðla almennir borgarar í Aleppo til alþjóðasamfélagsins um að koma sýrlensku þjóðinni til bjargar en síðustu daga hafa hundruð, ef ekki þúsundir, skilaboða frá fólki sem er innilokuð í austurhluta Aleppo streymt inn á samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook. Í dag var því meðal annars lýst að sprengjukúlum hefði rignt yfir götuna þar sem safna átti fólki saman til að flytja það úr borginni. „Bjargið okkur. Bjargið okkur heimsbyggð og hver sá sem hefur bara smá af manngæsku í sér,“ sagði ónefndur læknir í talskilaboðum frá einu af svæðunum sem eru lokuð af. „Við grátbiðjum ykkur, hinir látnu og slösuðu liggja á götum úti og heimili fólks hafa hrunið saman ofan á það. Bjargið okkur. Bjargið okkur.“ „Við viljum fara. Við viljum ekki meira blóðbað, leyfið okkur að fara. Hvað er að gerast?“ sagði annar almennur borgari í austurhluta Aleppo.
Tengdar fréttir Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45 Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. 13. desember 2016 23:15 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45
Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. 13. desember 2016 23:15