Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2016 23:15 Samantha Power. vísir/getty Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. Sagði hún Assad, Rússa og Írana hafa sett óbreytta borgara í Aleppo í snöru með árásum sínum í borginni. Spurði Power hvort að þessi þrjú aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gætu ekki skammast sín fyrir glæpina sem þau hefðu framið gegn óbreyttum borgurum í Aleppo. Power ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag á neyðarfundi ráðsins sem boðaður var vegna blóðbaðsins sem geisað hefur í Aleppo síðastliðinn sólarhring eða svo, en í gær staðfestu Sameinuðu þjóðirnar að fjöldamorð hefði verið framið í borginni þar sem 82 saklausir borgarar voru myrtir af stjórnarhernum í áhlaupi þeirra á austurhluta Aleppo sem var á valdi uppreisnarmanna. Undir kvöld var svo greint frá því að samkomulag hefði náðst milli Rússa og Tyrkja um það að enda bardagana í austurhluta Aleppo. Uppreisnarmönnum, sem og þeim óbreyttu borgurum sem það kjósa, yrði gert kleift að yfirgefa borgina en samningurinn þýðir að hún er nú öll á valdi stjórnarhers Assad."Is there literally nothing that can shame you?" - @AmbassadorPower's extraordinary attack on Syria, Russia and Iran over deaths in #Aleppo pic.twitter.com/Ue87QfEGU7— Channel 4 News (@Channel4News) December 13, 2016 Á fundi Öryggisráðsins í dag beindi Power orðum sínum að Sýrlandsstjórn, Rússum og Írönum. Hún sagði ástandið sem ríkt hefur í Aleppo undanfarið, þar sem tugþúsundir borgarar hafa verið innlyksa mánuðum saman, væri á ábyrgð stjórnvalda í þessum ríkjum. „Þetta er snaran ykkar. Þið ættuð að skammast ykkar en svo virðist sem þetta sé ykkur frekar hvatning. Þið eruð að skipuleggja næstu árás. Kunnið þið virkilega ekki að skammast ykkar? Er ekkert sem fær ykkur til að skammast ykkar?“ spurði Power. Vitaly Churkin, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, svaraði Power. Hann sagði undarlegt að hlusta á hana „líkt og hún væri einhver móðir Teresa.“ Churkin minnti Power síðan á hvaða land hún væri sendiherra fyrir og þátttöku Bandaríkjanna í hinum ýmsu stríðum gegnum árin. Þrátt fyrir samkomulagið sem náðist í dag um Aleppo er það þó ekki svo að stríðinu í Sýrlandi sé lokið. Fjöldi ólíkra uppreisnarhópa er enn með tögl og haldir í Idlib-sýslu í norðvesturhluta landsins. Talið er að stjórnarherinn muni næst sækja fram þar og reyna að brjóta uppreisnina á bak aftur. Þá berjast uppreisnarmenn við liðsmenn Íslamska ríkisins í norðausturhluta Sýrlands. Íslamska ríkið hefur einnig barist við stjórnarherinn, meðal annars um völd í borginni Palmyra sem er nú aftur á valdi liðsmanna hryðjuverkahópsins eftir að hafa verið á valdi Sýrlandsstjórnar síðan í mars. Tengdar fréttir Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Þetta er haft eftir sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum. 13. desember 2016 17:51 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. Sagði hún Assad, Rússa og Írana hafa sett óbreytta borgara í Aleppo í snöru með árásum sínum í borginni. Spurði Power hvort að þessi þrjú aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gætu ekki skammast sín fyrir glæpina sem þau hefðu framið gegn óbreyttum borgurum í Aleppo. Power ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag á neyðarfundi ráðsins sem boðaður var vegna blóðbaðsins sem geisað hefur í Aleppo síðastliðinn sólarhring eða svo, en í gær staðfestu Sameinuðu þjóðirnar að fjöldamorð hefði verið framið í borginni þar sem 82 saklausir borgarar voru myrtir af stjórnarhernum í áhlaupi þeirra á austurhluta Aleppo sem var á valdi uppreisnarmanna. Undir kvöld var svo greint frá því að samkomulag hefði náðst milli Rússa og Tyrkja um það að enda bardagana í austurhluta Aleppo. Uppreisnarmönnum, sem og þeim óbreyttu borgurum sem það kjósa, yrði gert kleift að yfirgefa borgina en samningurinn þýðir að hún er nú öll á valdi stjórnarhers Assad."Is there literally nothing that can shame you?" - @AmbassadorPower's extraordinary attack on Syria, Russia and Iran over deaths in #Aleppo pic.twitter.com/Ue87QfEGU7— Channel 4 News (@Channel4News) December 13, 2016 Á fundi Öryggisráðsins í dag beindi Power orðum sínum að Sýrlandsstjórn, Rússum og Írönum. Hún sagði ástandið sem ríkt hefur í Aleppo undanfarið, þar sem tugþúsundir borgarar hafa verið innlyksa mánuðum saman, væri á ábyrgð stjórnvalda í þessum ríkjum. „Þetta er snaran ykkar. Þið ættuð að skammast ykkar en svo virðist sem þetta sé ykkur frekar hvatning. Þið eruð að skipuleggja næstu árás. Kunnið þið virkilega ekki að skammast ykkar? Er ekkert sem fær ykkur til að skammast ykkar?“ spurði Power. Vitaly Churkin, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, svaraði Power. Hann sagði undarlegt að hlusta á hana „líkt og hún væri einhver móðir Teresa.“ Churkin minnti Power síðan á hvaða land hún væri sendiherra fyrir og þátttöku Bandaríkjanna í hinum ýmsu stríðum gegnum árin. Þrátt fyrir samkomulagið sem náðist í dag um Aleppo er það þó ekki svo að stríðinu í Sýrlandi sé lokið. Fjöldi ólíkra uppreisnarhópa er enn með tögl og haldir í Idlib-sýslu í norðvesturhluta landsins. Talið er að stjórnarherinn muni næst sækja fram þar og reyna að brjóta uppreisnina á bak aftur. Þá berjast uppreisnarmenn við liðsmenn Íslamska ríkisins í norðausturhluta Sýrlands. Íslamska ríkið hefur einnig barist við stjórnarherinn, meðal annars um völd í borginni Palmyra sem er nú aftur á valdi liðsmanna hryðjuverkahópsins eftir að hafa verið á valdi Sýrlandsstjórnar síðan í mars.
Tengdar fréttir Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Þetta er haft eftir sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum. 13. desember 2016 17:51 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Þetta er haft eftir sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum. 13. desember 2016 17:51
Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12
Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40