Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - ÍBV 0-1 | Eyjakonur áfram eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júlí 2016 16:00 Eyjakonur eru komnar í úrslit. vísir/vilhelm Þór/KA mætti ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna í dag og höfðu Eyjakonur betur eftir framlengdan leik, 1-0. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og var leikurinn heldur betur bragðdaufur. Liðin vildi greinilega ekki taka miklar áhættur og því opnuðust varnirnar ekki ýkja mikið. Þór/KA var kannski ívið betri aðilinn í venjulegum leiktíma en í framlengingunni tók Cloe Lacasse, leikmaður ÍBV, yfir. Hún var algjörlega stórkostleg í framlengingunni og átti greinilega mikla meira bensín eftir á tankinum en aðrir leikmenn. Hún fór hvað eftir annað upp kantinn og stak hvern Akureyringinn af á eftir öðrum. Það endaði með því að fyrirliðinn Rebekah Bass skoraði eina mark leiksins þegar Lacasse renndi boltanum út í teig á Bass sem setti hann þægilega í fjærhornið. Eyjakonur áttu einfaldlega skilið að fara áfram í úrslit, því þær börðust mun meira í framlengingunni. Þór/KA fékk gott færi undir lok leiksins en Bryndís í markið Eyjamanna varði vel. Það verður því ÍBV sem mætir Breiðablik í úrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fer 12. ágúst. Þau lið eru því komin í stærsta leik ársins. Ian Jeffs: Markmiðið hefur alltaf verið að berjast um titlaIan Jeffs í leik með karlaliði ÍBV.vísir/valli„Það er bara geggjað að komast í úrslit,“segir Ian David Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við erum eðlilega mjög ánægð með þetta en þetta var algjör baráttuleikur og bara 50/50 hver myndi fara alla leið.“ Jeffs segir að ÍBV hafi verið betri aðilinn í framlengingunni og það hafi skipt sköpum. Cloe Laccase var mögnuð í liði ÍBV í dag og lagði upp sigurmarkið. „Sem þjálfari þarftu stundum að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim. Í síðasta leik lét ég Cloe bara spila einn hálfleik og hvíldi hana. Það borgaði sig heldu betur í dag og hún átti frábæran leik.“ Hann segir að völlurinn hafi verið blautur og mjög erfitt að spila góðan fótbolta á Akureyri í dag. „Það er frábært fyrir okkur að vera komnar í þennan leik. Þetta er stærsti leikurinn á hverju ári í karla og kvennaboltanum og það var markmiðið okkar í sumar að berjast um einhvern titil.“ Jóhann: Cloe er svindlkall eins og Harpa ÞorsteinsJóhann Kristinn Gunnarsson, Þjálfari Þórs/KA.Mynd/Daníel„Liðið sem tapar í undanúrslitum er sársvekkt, það er auðvitað alltaf þannig,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir leikinn. „Það munaði mjög litlu á liðunum í dag en það sem verður okkur að falli er bara einn leikmaður, hún Cloe Lacasse. Það eru ekki margir svona leikmenn í þessari deild, eiginlega bara örfáir ef það er einhver.“ Hann segir að Cloe sé svona svindlkall eins og Harpa Þorsteinsdóttir hjá Stjörnunni. „Þvílíkur gæðaleikmaður. Mér fannst við vera á pari við þær í baráttunni og slíku en við náðum ekki að skora og þá getur leikmaður eins og Cloe dúkkað upp og nýtt sér okkar mistök og refsað.“ Jóhann segir að þegar svona leikur er kominn í framlengingu skiptir bara máli hvaða lið gerir mistök. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Þór/KA mætti ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna í dag og höfðu Eyjakonur betur eftir framlengdan leik, 1-0. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og var leikurinn heldur betur bragðdaufur. Liðin vildi greinilega ekki taka miklar áhættur og því opnuðust varnirnar ekki ýkja mikið. Þór/KA var kannski ívið betri aðilinn í venjulegum leiktíma en í framlengingunni tók Cloe Lacasse, leikmaður ÍBV, yfir. Hún var algjörlega stórkostleg í framlengingunni og átti greinilega mikla meira bensín eftir á tankinum en aðrir leikmenn. Hún fór hvað eftir annað upp kantinn og stak hvern Akureyringinn af á eftir öðrum. Það endaði með því að fyrirliðinn Rebekah Bass skoraði eina mark leiksins þegar Lacasse renndi boltanum út í teig á Bass sem setti hann þægilega í fjærhornið. Eyjakonur áttu einfaldlega skilið að fara áfram í úrslit, því þær börðust mun meira í framlengingunni. Þór/KA fékk gott færi undir lok leiksins en Bryndís í markið Eyjamanna varði vel. Það verður því ÍBV sem mætir Breiðablik í úrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fer 12. ágúst. Þau lið eru því komin í stærsta leik ársins. Ian Jeffs: Markmiðið hefur alltaf verið að berjast um titlaIan Jeffs í leik með karlaliði ÍBV.vísir/valli„Það er bara geggjað að komast í úrslit,“segir Ian David Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við erum eðlilega mjög ánægð með þetta en þetta var algjör baráttuleikur og bara 50/50 hver myndi fara alla leið.“ Jeffs segir að ÍBV hafi verið betri aðilinn í framlengingunni og það hafi skipt sköpum. Cloe Laccase var mögnuð í liði ÍBV í dag og lagði upp sigurmarkið. „Sem þjálfari þarftu stundum að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim. Í síðasta leik lét ég Cloe bara spila einn hálfleik og hvíldi hana. Það borgaði sig heldu betur í dag og hún átti frábæran leik.“ Hann segir að völlurinn hafi verið blautur og mjög erfitt að spila góðan fótbolta á Akureyri í dag. „Það er frábært fyrir okkur að vera komnar í þennan leik. Þetta er stærsti leikurinn á hverju ári í karla og kvennaboltanum og það var markmiðið okkar í sumar að berjast um einhvern titil.“ Jóhann: Cloe er svindlkall eins og Harpa ÞorsteinsJóhann Kristinn Gunnarsson, Þjálfari Þórs/KA.Mynd/Daníel„Liðið sem tapar í undanúrslitum er sársvekkt, það er auðvitað alltaf þannig,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir leikinn. „Það munaði mjög litlu á liðunum í dag en það sem verður okkur að falli er bara einn leikmaður, hún Cloe Lacasse. Það eru ekki margir svona leikmenn í þessari deild, eiginlega bara örfáir ef það er einhver.“ Hann segir að Cloe sé svona svindlkall eins og Harpa Þorsteinsdóttir hjá Stjörnunni. „Þvílíkur gæðaleikmaður. Mér fannst við vera á pari við þær í baráttunni og slíku en við náðum ekki að skora og þá getur leikmaður eins og Cloe dúkkað upp og nýtt sér okkar mistök og refsað.“ Jóhann segir að þegar svona leikur er kominn í framlengingu skiptir bara máli hvaða lið gerir mistök.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira