Rússar halda áfram loftárásum á Aleppo Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2016 19:30 Vísir/Getty Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt. Rússar héldu áfram að varpa sprengjum á borgina í dag. Þrír Sýrlendingar eru hylltir sem hetjur í Þýskalandi eftir að þeir klófestu mann sem var að skipuleggja sprengjutilræði. Rússar beittu neitunarvaldi sínu gegn tillögu Frakka í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag þar sem þess var krafist að loftárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi og átökum við borgina yrði hætt. Rússar voru með aðra tillögu um vopnahlé án þess að þar væri tekið fram að loftárásum skyldi hætt. Sú tillaga hlaut ekki nægan stuðning í öryggisráðinu. Rússar, sem berjast með stjórnarhernum í Sýrlandi, hafa haldið sprengjuárásum á suturhluta Aleppo áfram undanfarna daga. Borgin er nánast rústir eina en björgunarsveitir almennings reyna að bjarga fólki úr sprengjurústum upp á hvern einasta dag. Zeid Ra‘Ad Al framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að menn hljóti að spyrja sig fyrir hvern öryggisráðið starfi. „Alla vega ekki til að skapa íbúum Aleppo öryggi,“ sagði framkvæmdastjóri. Talið er að um 300 þúsund manns hafi fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi á undanförnum fimm árum þar af þúsundir barna. Hundruð þúsunda eða milljónir manna hafa flúið hörmungarástandið í landinu og hefur mikill fjöldi leitað skjóls í Þýskalandi. Flóttamannastraumurinn hefur reynt á þolrif Þjóðverja en nú er þremur sýrlenskum hælisleitendum í Leipzig fagnað sem hetjum. Þeir leyfðu landa sínum að gista hjá sér en sáu síðan mynd af honum sem þýsk lögregluyfirvöld höfðu sett á Facebook þar sem hann var grunaður um að vera að skipuleggja hryðjuverk. En sprengjuefni höfðu fundist á dvalarstað hans. Þremenningarnir bundu manninn niður með rafmagnssnúru og kölluðu til lögreglus em handtók manninn. Þremenningarinir þora ekki að koma fram undir nafni né sýna andlit sitt. Einn þeirra sem einfaldlega er kallaður Mohamed A sagði í viðtali við þýska sjónvarpsstöð, þar sem hann snér baki í myndavélina: „Ég vil ekki að eitthvað af þessum toga gerist í þessu landi. Enginn hefur tekið eins vel á móti Sýrlendingum og Þjóðverjar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu landi, fólkinu þar og lögum landsins,“ sagði Muhamed. Fjöldi manns hefur skorað á þýsk yfirvöld að flýta afgreiðslu á umsókn þremenninganna um hæli í Þýskalandi. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt. Rússar héldu áfram að varpa sprengjum á borgina í dag. Þrír Sýrlendingar eru hylltir sem hetjur í Þýskalandi eftir að þeir klófestu mann sem var að skipuleggja sprengjutilræði. Rússar beittu neitunarvaldi sínu gegn tillögu Frakka í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag þar sem þess var krafist að loftárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi og átökum við borgina yrði hætt. Rússar voru með aðra tillögu um vopnahlé án þess að þar væri tekið fram að loftárásum skyldi hætt. Sú tillaga hlaut ekki nægan stuðning í öryggisráðinu. Rússar, sem berjast með stjórnarhernum í Sýrlandi, hafa haldið sprengjuárásum á suturhluta Aleppo áfram undanfarna daga. Borgin er nánast rústir eina en björgunarsveitir almennings reyna að bjarga fólki úr sprengjurústum upp á hvern einasta dag. Zeid Ra‘Ad Al framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að menn hljóti að spyrja sig fyrir hvern öryggisráðið starfi. „Alla vega ekki til að skapa íbúum Aleppo öryggi,“ sagði framkvæmdastjóri. Talið er að um 300 þúsund manns hafi fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi á undanförnum fimm árum þar af þúsundir barna. Hundruð þúsunda eða milljónir manna hafa flúið hörmungarástandið í landinu og hefur mikill fjöldi leitað skjóls í Þýskalandi. Flóttamannastraumurinn hefur reynt á þolrif Þjóðverja en nú er þremur sýrlenskum hælisleitendum í Leipzig fagnað sem hetjum. Þeir leyfðu landa sínum að gista hjá sér en sáu síðan mynd af honum sem þýsk lögregluyfirvöld höfðu sett á Facebook þar sem hann var grunaður um að vera að skipuleggja hryðjuverk. En sprengjuefni höfðu fundist á dvalarstað hans. Þremenningarnir bundu manninn niður með rafmagnssnúru og kölluðu til lögreglus em handtók manninn. Þremenningarinir þora ekki að koma fram undir nafni né sýna andlit sitt. Einn þeirra sem einfaldlega er kallaður Mohamed A sagði í viðtali við þýska sjónvarpsstöð, þar sem hann snér baki í myndavélina: „Ég vil ekki að eitthvað af þessum toga gerist í þessu landi. Enginn hefur tekið eins vel á móti Sýrlendingum og Þjóðverjar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu landi, fólkinu þar og lögum landsins,“ sagði Muhamed. Fjöldi manns hefur skorað á þýsk yfirvöld að flýta afgreiðslu á umsókn þremenninganna um hæli í Þýskalandi.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira