Forkosningar Repúblikana: Hver er þessi John Kasich? Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2016 15:04 Kasich hefur verið þátttakandi á fjölmennum sviðum kappræðna frambjóðendanna allt frá upphafi kosningabaráttunnar en hefur þó ekki tekist að ná almennrar hylli kjósenda. Vísir/AFP John Kasich, ríkisstjóri Ohio, hafnaði á dögunum í öðru sæti í forkosningum Repúblikana í New Hampshire á eftir auðjöfurnum Donald Trump. Kasich vonast til að hann sé nú kominn með nægilega mikinn vind í seglin sem muni að lokum tryggja honum nægilegan stuðning til að hljóta útnefningu Repúblikaflokksins. Kasich hefur verið þátttakandi á fjölmennum sviðum kappræðna frambjóðendanna allt frá upphafi kosningabaráttunnar en hefur þó átt í vandræðum með að ná almennrar hylli kjósenda. Hann hlaut þó 15,8 prósent atkvæða í forkosningunum í New Hampshire, en Trump heil 35,3 prósent. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins verða haldnar í Suður-Karólínu á laugardaginn.Hófsamur frambjóðandiÍ frétt BBC um Kasich segir að ríkisstjórinn hafi gefið sig út fyrir að vera hófsamur frambjóðandi innan um umdeilda frambjóðendur á borð við Trump, Ted Cruz og Jeb Bush. Hann leggur áherslu á fyrri störf sín sem þingmaður og ríkisstjóri og hefur lýst stefnu annarra frambjóðenda í fjölmörgum málum sem sem „óábyrga“.Sat á þingi frá 1983 til 2001Hinn 63 ára Kasich tók við embætti ríkisstjóra Ohio árið 2011. Hann átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á árunum 1983 til 2001 og var formaður fjárlaganefndar þingsins frá 1995 til 2001. Eftir að hann hætti á þingi 2001 starfaði hann um tíma hjá Fox News þar sem hann stýrði meðal annars þættinum Heartland with John Kasich og var gestastjórnandi þáttar Bill O’Reilly. Þá starfaði hann einnig hjá bankanum Lehman Brothers.John Kasich og eiginkona hans Karen Waldbillig Kasich.Vísir/AFPMeð reynsluna og hefur verið prófaðurKasich tilkynnti um framboð sitt til forseta fyrir framan tvö þúsund stuðningsmenn sína í Ohio State háskólanum í júlí á síðasta ári. „Ég er með reynsluna og hef verið prófaður, próf sem mótar þig og undirbýr þig undir mikilvægasta starf í heimi.“ Fréttaritari BBC segir að Kasich hafi ákveðið að bjóða sig fram þar sem hann taldi Jeb Bush, sem álitinn var líklegasti hófsami frambjóðandinn til að ná árangri, vera veikari en fyrst var talið. Líkt og með Bush, þá vantreysta margir kjósendur Repúblikana Kasich vegna umbóta hans á sviði heilbrigðismála í Ohio. Þá hefur gengið illa fyrir hann að fá athyglina beinda að sér þar sem hann þykir oft á tíðum þurr í fasi.Nýtur stuðnings New York TimesKasich segir að kristin trú hans hafi átt þátt í stefnumótun hans og þá leggur hann áherslu á að hann hafi náð fram hallalausum fjárlögum á starfstíma sínum á þingi og í stóli ríkisstjóra Ohio. Kasich hefur gagnrýnt Trump við fjölmörg tækifæri, meðal annars vegna yfirlýsinga Trump um að stöðva komu múslima til Bandaríkjanna og að vísa skuli öllum ólöglegum innflytjendum úr landi.Athygli vakti að bandaríska stórblaðið New York Times lýsti yfir stuðningi við Kasich og Hillary Clinton í forkosningum stóru flokkanna tveggja þar sem Kasich var lýst sem „eina trúverðuga kostinum“ innan raða Repúblikanaflokksins.Kasich er kvæntur viðskiptakonunni Karen Waldbillig Kasich og eiga þau saman tvíburadæturnar, Emmu og Reese. Donald Trump Tengdar fréttir Hver er þessi Ted Cruz? Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. 2. febrúar 2016 10:15 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
John Kasich, ríkisstjóri Ohio, hafnaði á dögunum í öðru sæti í forkosningum Repúblikana í New Hampshire á eftir auðjöfurnum Donald Trump. Kasich vonast til að hann sé nú kominn með nægilega mikinn vind í seglin sem muni að lokum tryggja honum nægilegan stuðning til að hljóta útnefningu Repúblikaflokksins. Kasich hefur verið þátttakandi á fjölmennum sviðum kappræðna frambjóðendanna allt frá upphafi kosningabaráttunnar en hefur þó átt í vandræðum með að ná almennrar hylli kjósenda. Hann hlaut þó 15,8 prósent atkvæða í forkosningunum í New Hampshire, en Trump heil 35,3 prósent. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins verða haldnar í Suður-Karólínu á laugardaginn.Hófsamur frambjóðandiÍ frétt BBC um Kasich segir að ríkisstjórinn hafi gefið sig út fyrir að vera hófsamur frambjóðandi innan um umdeilda frambjóðendur á borð við Trump, Ted Cruz og Jeb Bush. Hann leggur áherslu á fyrri störf sín sem þingmaður og ríkisstjóri og hefur lýst stefnu annarra frambjóðenda í fjölmörgum málum sem sem „óábyrga“.Sat á þingi frá 1983 til 2001Hinn 63 ára Kasich tók við embætti ríkisstjóra Ohio árið 2011. Hann átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á árunum 1983 til 2001 og var formaður fjárlaganefndar þingsins frá 1995 til 2001. Eftir að hann hætti á þingi 2001 starfaði hann um tíma hjá Fox News þar sem hann stýrði meðal annars þættinum Heartland with John Kasich og var gestastjórnandi þáttar Bill O’Reilly. Þá starfaði hann einnig hjá bankanum Lehman Brothers.John Kasich og eiginkona hans Karen Waldbillig Kasich.Vísir/AFPMeð reynsluna og hefur verið prófaðurKasich tilkynnti um framboð sitt til forseta fyrir framan tvö þúsund stuðningsmenn sína í Ohio State háskólanum í júlí á síðasta ári. „Ég er með reynsluna og hef verið prófaður, próf sem mótar þig og undirbýr þig undir mikilvægasta starf í heimi.“ Fréttaritari BBC segir að Kasich hafi ákveðið að bjóða sig fram þar sem hann taldi Jeb Bush, sem álitinn var líklegasti hófsami frambjóðandinn til að ná árangri, vera veikari en fyrst var talið. Líkt og með Bush, þá vantreysta margir kjósendur Repúblikana Kasich vegna umbóta hans á sviði heilbrigðismála í Ohio. Þá hefur gengið illa fyrir hann að fá athyglina beinda að sér þar sem hann þykir oft á tíðum þurr í fasi.Nýtur stuðnings New York TimesKasich segir að kristin trú hans hafi átt þátt í stefnumótun hans og þá leggur hann áherslu á að hann hafi náð fram hallalausum fjárlögum á starfstíma sínum á þingi og í stóli ríkisstjóra Ohio. Kasich hefur gagnrýnt Trump við fjölmörg tækifæri, meðal annars vegna yfirlýsinga Trump um að stöðva komu múslima til Bandaríkjanna og að vísa skuli öllum ólöglegum innflytjendum úr landi.Athygli vakti að bandaríska stórblaðið New York Times lýsti yfir stuðningi við Kasich og Hillary Clinton í forkosningum stóru flokkanna tveggja þar sem Kasich var lýst sem „eina trúverðuga kostinum“ innan raða Repúblikanaflokksins.Kasich er kvæntur viðskiptakonunni Karen Waldbillig Kasich og eiga þau saman tvíburadæturnar, Emmu og Reese.
Donald Trump Tengdar fréttir Hver er þessi Ted Cruz? Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. 2. febrúar 2016 10:15 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hver er þessi Ted Cruz? Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. 2. febrúar 2016 10:15
Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00