Forkosningar Repúblikana: Hver er þessi John Kasich? Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2016 15:04 Kasich hefur verið þátttakandi á fjölmennum sviðum kappræðna frambjóðendanna allt frá upphafi kosningabaráttunnar en hefur þó ekki tekist að ná almennrar hylli kjósenda. Vísir/AFP John Kasich, ríkisstjóri Ohio, hafnaði á dögunum í öðru sæti í forkosningum Repúblikana í New Hampshire á eftir auðjöfurnum Donald Trump. Kasich vonast til að hann sé nú kominn með nægilega mikinn vind í seglin sem muni að lokum tryggja honum nægilegan stuðning til að hljóta útnefningu Repúblikaflokksins. Kasich hefur verið þátttakandi á fjölmennum sviðum kappræðna frambjóðendanna allt frá upphafi kosningabaráttunnar en hefur þó átt í vandræðum með að ná almennrar hylli kjósenda. Hann hlaut þó 15,8 prósent atkvæða í forkosningunum í New Hampshire, en Trump heil 35,3 prósent. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins verða haldnar í Suður-Karólínu á laugardaginn.Hófsamur frambjóðandiÍ frétt BBC um Kasich segir að ríkisstjórinn hafi gefið sig út fyrir að vera hófsamur frambjóðandi innan um umdeilda frambjóðendur á borð við Trump, Ted Cruz og Jeb Bush. Hann leggur áherslu á fyrri störf sín sem þingmaður og ríkisstjóri og hefur lýst stefnu annarra frambjóðenda í fjölmörgum málum sem sem „óábyrga“.Sat á þingi frá 1983 til 2001Hinn 63 ára Kasich tók við embætti ríkisstjóra Ohio árið 2011. Hann átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á árunum 1983 til 2001 og var formaður fjárlaganefndar þingsins frá 1995 til 2001. Eftir að hann hætti á þingi 2001 starfaði hann um tíma hjá Fox News þar sem hann stýrði meðal annars þættinum Heartland with John Kasich og var gestastjórnandi þáttar Bill O’Reilly. Þá starfaði hann einnig hjá bankanum Lehman Brothers.John Kasich og eiginkona hans Karen Waldbillig Kasich.Vísir/AFPMeð reynsluna og hefur verið prófaðurKasich tilkynnti um framboð sitt til forseta fyrir framan tvö þúsund stuðningsmenn sína í Ohio State háskólanum í júlí á síðasta ári. „Ég er með reynsluna og hef verið prófaður, próf sem mótar þig og undirbýr þig undir mikilvægasta starf í heimi.“ Fréttaritari BBC segir að Kasich hafi ákveðið að bjóða sig fram þar sem hann taldi Jeb Bush, sem álitinn var líklegasti hófsami frambjóðandinn til að ná árangri, vera veikari en fyrst var talið. Líkt og með Bush, þá vantreysta margir kjósendur Repúblikana Kasich vegna umbóta hans á sviði heilbrigðismála í Ohio. Þá hefur gengið illa fyrir hann að fá athyglina beinda að sér þar sem hann þykir oft á tíðum þurr í fasi.Nýtur stuðnings New York TimesKasich segir að kristin trú hans hafi átt þátt í stefnumótun hans og þá leggur hann áherslu á að hann hafi náð fram hallalausum fjárlögum á starfstíma sínum á þingi og í stóli ríkisstjóra Ohio. Kasich hefur gagnrýnt Trump við fjölmörg tækifæri, meðal annars vegna yfirlýsinga Trump um að stöðva komu múslima til Bandaríkjanna og að vísa skuli öllum ólöglegum innflytjendum úr landi.Athygli vakti að bandaríska stórblaðið New York Times lýsti yfir stuðningi við Kasich og Hillary Clinton í forkosningum stóru flokkanna tveggja þar sem Kasich var lýst sem „eina trúverðuga kostinum“ innan raða Repúblikanaflokksins.Kasich er kvæntur viðskiptakonunni Karen Waldbillig Kasich og eiga þau saman tvíburadæturnar, Emmu og Reese. Donald Trump Tengdar fréttir Hver er þessi Ted Cruz? Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. 2. febrúar 2016 10:15 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
John Kasich, ríkisstjóri Ohio, hafnaði á dögunum í öðru sæti í forkosningum Repúblikana í New Hampshire á eftir auðjöfurnum Donald Trump. Kasich vonast til að hann sé nú kominn með nægilega mikinn vind í seglin sem muni að lokum tryggja honum nægilegan stuðning til að hljóta útnefningu Repúblikaflokksins. Kasich hefur verið þátttakandi á fjölmennum sviðum kappræðna frambjóðendanna allt frá upphafi kosningabaráttunnar en hefur þó átt í vandræðum með að ná almennrar hylli kjósenda. Hann hlaut þó 15,8 prósent atkvæða í forkosningunum í New Hampshire, en Trump heil 35,3 prósent. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins verða haldnar í Suður-Karólínu á laugardaginn.Hófsamur frambjóðandiÍ frétt BBC um Kasich segir að ríkisstjórinn hafi gefið sig út fyrir að vera hófsamur frambjóðandi innan um umdeilda frambjóðendur á borð við Trump, Ted Cruz og Jeb Bush. Hann leggur áherslu á fyrri störf sín sem þingmaður og ríkisstjóri og hefur lýst stefnu annarra frambjóðenda í fjölmörgum málum sem sem „óábyrga“.Sat á þingi frá 1983 til 2001Hinn 63 ára Kasich tók við embætti ríkisstjóra Ohio árið 2011. Hann átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á árunum 1983 til 2001 og var formaður fjárlaganefndar þingsins frá 1995 til 2001. Eftir að hann hætti á þingi 2001 starfaði hann um tíma hjá Fox News þar sem hann stýrði meðal annars þættinum Heartland with John Kasich og var gestastjórnandi þáttar Bill O’Reilly. Þá starfaði hann einnig hjá bankanum Lehman Brothers.John Kasich og eiginkona hans Karen Waldbillig Kasich.Vísir/AFPMeð reynsluna og hefur verið prófaðurKasich tilkynnti um framboð sitt til forseta fyrir framan tvö þúsund stuðningsmenn sína í Ohio State háskólanum í júlí á síðasta ári. „Ég er með reynsluna og hef verið prófaður, próf sem mótar þig og undirbýr þig undir mikilvægasta starf í heimi.“ Fréttaritari BBC segir að Kasich hafi ákveðið að bjóða sig fram þar sem hann taldi Jeb Bush, sem álitinn var líklegasti hófsami frambjóðandinn til að ná árangri, vera veikari en fyrst var talið. Líkt og með Bush, þá vantreysta margir kjósendur Repúblikana Kasich vegna umbóta hans á sviði heilbrigðismála í Ohio. Þá hefur gengið illa fyrir hann að fá athyglina beinda að sér þar sem hann þykir oft á tíðum þurr í fasi.Nýtur stuðnings New York TimesKasich segir að kristin trú hans hafi átt þátt í stefnumótun hans og þá leggur hann áherslu á að hann hafi náð fram hallalausum fjárlögum á starfstíma sínum á þingi og í stóli ríkisstjóra Ohio. Kasich hefur gagnrýnt Trump við fjölmörg tækifæri, meðal annars vegna yfirlýsinga Trump um að stöðva komu múslima til Bandaríkjanna og að vísa skuli öllum ólöglegum innflytjendum úr landi.Athygli vakti að bandaríska stórblaðið New York Times lýsti yfir stuðningi við Kasich og Hillary Clinton í forkosningum stóru flokkanna tveggja þar sem Kasich var lýst sem „eina trúverðuga kostinum“ innan raða Repúblikanaflokksins.Kasich er kvæntur viðskiptakonunni Karen Waldbillig Kasich og eiga þau saman tvíburadæturnar, Emmu og Reese.
Donald Trump Tengdar fréttir Hver er þessi Ted Cruz? Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. 2. febrúar 2016 10:15 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Hver er þessi Ted Cruz? Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. 2. febrúar 2016 10:15
Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00