Acoff áfram í Laugardalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2016 16:06 Acoff í leik með Þrótti síðasta sumar. Vísir/Anton Drion Jeremy Acoff hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Þrótt en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Acoff átti frábært tímabil með Þrótti í 1. deildinni í fyrra og skoraði þá sjö mörk í 20 leikjum. Hann var bæði valinn leikmaður ársins hjá Þrótti og íþróttamaður félagsins. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, í tilkynningunni. „Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ sagði Ryder. Hér má lesa fréttatilkynningu Þróttar í heild sinni: „Það ríkir því mikil gleði í höfuðstöðvum Þróttar í Laugardalnum í augnablikinu þar sem Bandaríkjamaðurinn Dion Jeremy Acoff var rétt í þessu að framlengja samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Dion var valinn besti leikmaður meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Þrótti árið 2015 og einnig íþróttamaður félagsins. Það gekk flest upp hjá Dion í fyrra og miklar væntingar eru bornar til leikmannsins fyrir tímabilið, sem hefst formlega 1. maí með heimleik Þróttar við Íslandsmeistara FH. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína. Hann var að flestra mati besti sóknarmaður deildarinnar í fyrra, ásamt Viktori Jónssyni, og svo sannarlega sá fljótasti. Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. „Þessi framlenging skiptir okkur miklu máli. Meðal viðurkenninga Dions fyrir síðasta tímabil var að hann var valinn í úrvalslið deildarinnar í mótslok, ásamt því að hann þótti besti leikmaðurinn á fyrri hluta mótsins, umferða 1-11. Dion er alinn upp í knattspyrnuakademíu Arsenal, en sleit barnsskónum í Los Angeles þar sem hann heldur til yfir háveturinn og hinkrar eftir íslenska vorinu. Þetta er gríðarlega teknískur og flinkur leikmaður, mjög skapandi og með góða yfirsýn. Og algjör ljúflingur í ofanálag. Við gætum ekki verið ánægðari hér í dalnum. Það er hamingja í hjartanu í Reykjavík,“ segir Ótthar S. Edvardsson framkvæmdastjóri Þróttar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Drion Jeremy Acoff hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Þrótt en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Acoff átti frábært tímabil með Þrótti í 1. deildinni í fyrra og skoraði þá sjö mörk í 20 leikjum. Hann var bæði valinn leikmaður ársins hjá Þrótti og íþróttamaður félagsins. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, í tilkynningunni. „Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ sagði Ryder. Hér má lesa fréttatilkynningu Þróttar í heild sinni: „Það ríkir því mikil gleði í höfuðstöðvum Þróttar í Laugardalnum í augnablikinu þar sem Bandaríkjamaðurinn Dion Jeremy Acoff var rétt í þessu að framlengja samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Dion var valinn besti leikmaður meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Þrótti árið 2015 og einnig íþróttamaður félagsins. Það gekk flest upp hjá Dion í fyrra og miklar væntingar eru bornar til leikmannsins fyrir tímabilið, sem hefst formlega 1. maí með heimleik Þróttar við Íslandsmeistara FH. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína. Hann var að flestra mati besti sóknarmaður deildarinnar í fyrra, ásamt Viktori Jónssyni, og svo sannarlega sá fljótasti. Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. „Þessi framlenging skiptir okkur miklu máli. Meðal viðurkenninga Dions fyrir síðasta tímabil var að hann var valinn í úrvalslið deildarinnar í mótslok, ásamt því að hann þótti besti leikmaðurinn á fyrri hluta mótsins, umferða 1-11. Dion er alinn upp í knattspyrnuakademíu Arsenal, en sleit barnsskónum í Los Angeles þar sem hann heldur til yfir háveturinn og hinkrar eftir íslenska vorinu. Þetta er gríðarlega teknískur og flinkur leikmaður, mjög skapandi og með góða yfirsýn. Og algjör ljúflingur í ofanálag. Við gætum ekki verið ánægðari hér í dalnum. Það er hamingja í hjartanu í Reykjavík,“ segir Ótthar S. Edvardsson framkvæmdastjóri Þróttar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira