Staðan á toppnum hélst óbreytt en þrjú efstu liðin, Stjarnan, Breiðablik og Valur, unnu öll sína leiki.
FH vann gríðarlega mikilvægan sigur á ÍA í botnbaráttunni og ÍBV gerði góða ferð á Selfoss og sneri aftur til Eyja með öll þrjú stigin í farteskinu.
Farið var yfir alla leikina í 10. umferð í Pepsi-mörkum kvenna í gær.
Helena Ólafsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir og Þorkell Máni Pétursson völdu m.a. mark umferðarinnar. Það skoraði Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir gegn Selfossi.
Það mark má sjá hér að neðan sem og markasyrpu með öllum 19 mörkunum sem voru skoruð í 10. umferð Pepsi-deildar kvenna.