Pogba: Zlatan er eins og stóri bróðir fyrir mér Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 23:00 Pogba og Zlatan ná vel saman. vísir/getty Paul Pogba lítur heldur betur upp til Zlatan Ibrahimovic ef marka má nýjustu orð Pogba um Svíann öfluga. Báðir voru þeir félagar fengnir til liðs við Manchester United í sumar og hefur umboðsmaður þeirra, Mino Raiola, látið hafa eftir sér að Zlatan hafi sagt honum að koma Pogba til United eftir að Svíinn hafði skrifað undir við Rauðu Djöflana. Pogba varð dýrasti leikmaður frá upphafi þegar hann gekk til liðs við United sem borgaði rétt tæplega 90 milljónir punda fyrir Frakkann. Það leikur enginn vafi á að samband Zlatan og Pogba er gott. „Zlatan elskar að grínast. Um leið og við hittumst þarf hann að segja eitthvað, um skóna mína, um hárið mitt,“ sagði Pogba í viðtali nýverið. Í viðtali við franska miðilinn TF1 sem Aftonbladet birtir í dag hrósar Pogba Svíanum knáa í hástert. „Zlatan er eins og stóri bróðir fyrir mér. Hann hefur hugarfar sigurvegarans og er stórkostlegur leikmaður. Hann er ótrúlega mikilvægur fyrir United og með hann í liðinu getum við náð markmiðum okkar,“ sagði Pogba og sparaði ekki stóru orðin. Pogba átti erfitt uppdráttar hjá United í upphafi tímabils en hefur verið að spila betur og betur með hverjum leiknum. „Ég þarf aðeins meiri tíma til að aðlagast. Það er kominn tími til að vélin fari í gang. Það kemur,“ bætti Pogba við.Leikur Liverpool og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD annað kvöld klukkan 19:00. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Paul Pogba lítur heldur betur upp til Zlatan Ibrahimovic ef marka má nýjustu orð Pogba um Svíann öfluga. Báðir voru þeir félagar fengnir til liðs við Manchester United í sumar og hefur umboðsmaður þeirra, Mino Raiola, látið hafa eftir sér að Zlatan hafi sagt honum að koma Pogba til United eftir að Svíinn hafði skrifað undir við Rauðu Djöflana. Pogba varð dýrasti leikmaður frá upphafi þegar hann gekk til liðs við United sem borgaði rétt tæplega 90 milljónir punda fyrir Frakkann. Það leikur enginn vafi á að samband Zlatan og Pogba er gott. „Zlatan elskar að grínast. Um leið og við hittumst þarf hann að segja eitthvað, um skóna mína, um hárið mitt,“ sagði Pogba í viðtali nýverið. Í viðtali við franska miðilinn TF1 sem Aftonbladet birtir í dag hrósar Pogba Svíanum knáa í hástert. „Zlatan er eins og stóri bróðir fyrir mér. Hann hefur hugarfar sigurvegarans og er stórkostlegur leikmaður. Hann er ótrúlega mikilvægur fyrir United og með hann í liðinu getum við náð markmiðum okkar,“ sagði Pogba og sparaði ekki stóru orðin. Pogba átti erfitt uppdráttar hjá United í upphafi tímabils en hefur verið að spila betur og betur með hverjum leiknum. „Ég þarf aðeins meiri tíma til að aðlagast. Það er kominn tími til að vélin fari í gang. Það kemur,“ bætti Pogba við.Leikur Liverpool og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD annað kvöld klukkan 19:00.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira