Karla- og kvennalið Grindavíkur fóru bæði upp en bara annað fær bónus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2016 15:16 vísir/hanna Leikmenn kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu fá engar viðbótagreiðslur fyrir að hafa tryggt sæti sitt í efstu deild. Eins og fram kom í viðtali við Jónas Þórhallsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag fá leikmenn karlaliðs Grindavíkur bónus fyrir að komast upp í Pepsi-deildina. Karlalið Grindavíkur féll niður í 1. deild haustið 2012 og í kjölfarið voru laun leikmanna liðsins lækkuð. Í stað þess að borga þeim allt árið voru þeir settir á níu mánaða greiðslur og launin lækkuð um 35%. Hins vegar var sett inn ákvæði um bónusgreiðslur ef liðinu tækist að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni. Það tókst í ár og liðið nýtur góðs af því en 18 leikmenn skipta á milli sín 5-6 milljónum króna.Engin bónus kvennamegin Kvennalið Grindavíkur tryggði sér einnig sæti í Pepsi-deildinni á dögunum. Þær fá hins vegar engan bónus. Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur, skrifaði á Twitter að stelpurnar í liðinu biði spenntar að sjá bankareikninginn sinn eins og sjá má hér að neðan. Ennfremur skrifaði hún „að við stundum sama sport og strákarnir innan sama félags, eyðum jafn miklum tíma og fáum ekkert.“ Við stelpurnar bíðum spenntar að sjá okkar bankareikning.... pic.twitter.com/NSoZFEiZwA— Sara Hrund (@sarahrund) September 27, 2016 Meiri tekjur karlamegin Jónas segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar; það séu einfaldlega ekki sömu peningar fyrir hendi í kvennaboltanum og í karlaboltanum. „Árið 2012, eftir að við féllum, settum við sérstakan bónus inn í samninga leikmanna og nú erum við að efna hann,“ sagði Jónas í samtali við Vísi í dag. „Það þarf að hafa tekjustofna á bak við svona samninga. Þetta eru snýst um markaðsaðstæður og verðmat.“ Jónas segist þó skilja pirring leikmanna kvennaliðsins. „Já, algjörlega. Það er gríðarleg gróska kvennamegin og við munum gera allt til að hlúa að þeim. Ég berst líka fyrir því að bæta aðstöðuna hjá félaginu, þannig að fjölskyldan geti farið saman á völlinn og átt góða stund undir þaki á leikdegi,“ sagði Jónas en vonast er til þess að framkvæmdir á vallarsvæðinu hefjist á næsta ári.Segir meira en mörg orð Varðandi muninn á tekjum í karla- og kvennaboltanum tók Jónas dæmi um íslenska karlalandsliðið og þátttöku þess á EM í Frakklandi. „Þar sáum við milljarða koma inn en nú eru tvö mót að baki kvennamegin og KSÍ er víst að borga með sér. Það segir meira en mörg orð.“ Jónas segir að þetta sé veruleikinn sem við lifum við, að það séu meiri tekjumöguleikar karlamegin en kvennamegin. „Þetta hefur ekkert með kala til kvenfólks að gera, alls ekki. Mér þykir jafn vænt um þær og drengina. Og með tíð og tíma kemur þetta,“ sagði Jónas að lokum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira
Leikmenn kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu fá engar viðbótagreiðslur fyrir að hafa tryggt sæti sitt í efstu deild. Eins og fram kom í viðtali við Jónas Þórhallsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag fá leikmenn karlaliðs Grindavíkur bónus fyrir að komast upp í Pepsi-deildina. Karlalið Grindavíkur féll niður í 1. deild haustið 2012 og í kjölfarið voru laun leikmanna liðsins lækkuð. Í stað þess að borga þeim allt árið voru þeir settir á níu mánaða greiðslur og launin lækkuð um 35%. Hins vegar var sett inn ákvæði um bónusgreiðslur ef liðinu tækist að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni. Það tókst í ár og liðið nýtur góðs af því en 18 leikmenn skipta á milli sín 5-6 milljónum króna.Engin bónus kvennamegin Kvennalið Grindavíkur tryggði sér einnig sæti í Pepsi-deildinni á dögunum. Þær fá hins vegar engan bónus. Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur, skrifaði á Twitter að stelpurnar í liðinu biði spenntar að sjá bankareikninginn sinn eins og sjá má hér að neðan. Ennfremur skrifaði hún „að við stundum sama sport og strákarnir innan sama félags, eyðum jafn miklum tíma og fáum ekkert.“ Við stelpurnar bíðum spenntar að sjá okkar bankareikning.... pic.twitter.com/NSoZFEiZwA— Sara Hrund (@sarahrund) September 27, 2016 Meiri tekjur karlamegin Jónas segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar; það séu einfaldlega ekki sömu peningar fyrir hendi í kvennaboltanum og í karlaboltanum. „Árið 2012, eftir að við féllum, settum við sérstakan bónus inn í samninga leikmanna og nú erum við að efna hann,“ sagði Jónas í samtali við Vísi í dag. „Það þarf að hafa tekjustofna á bak við svona samninga. Þetta eru snýst um markaðsaðstæður og verðmat.“ Jónas segist þó skilja pirring leikmanna kvennaliðsins. „Já, algjörlega. Það er gríðarleg gróska kvennamegin og við munum gera allt til að hlúa að þeim. Ég berst líka fyrir því að bæta aðstöðuna hjá félaginu, þannig að fjölskyldan geti farið saman á völlinn og átt góða stund undir þaki á leikdegi,“ sagði Jónas en vonast er til þess að framkvæmdir á vallarsvæðinu hefjist á næsta ári.Segir meira en mörg orð Varðandi muninn á tekjum í karla- og kvennaboltanum tók Jónas dæmi um íslenska karlalandsliðið og þátttöku þess á EM í Frakklandi. „Þar sáum við milljarða koma inn en nú eru tvö mót að baki kvennamegin og KSÍ er víst að borga með sér. Það segir meira en mörg orð.“ Jónas segir að þetta sé veruleikinn sem við lifum við, að það séu meiri tekjumöguleikar karlamegin en kvennamegin. „Þetta hefur ekkert með kala til kvenfólks að gera, alls ekki. Mér þykir jafn vænt um þær og drengina. Og með tíð og tíma kemur þetta,“ sagði Jónas að lokum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira